Soutgate ósammála sérfræðingi Sky um stöðu Rashford hjá United Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2018 12:30 Rashford og Mourinho. Er framtíð í þessu samstarfi? vísir/getty Phil Thompson, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sérfræðingur Sky Sports um ensku úrvalsdeildina, segir Marcus Rashford, framherja Manchester United, ekki njóta trausts hjá José Mourinho, knattspyrnustjóra félagsins. Rashford er ekki búinn að byrja leik fyrir United síðan í fyrstu umferð þegar að hann var í byrjunarliðinu á móti Leicester en Romelu Lukaku situr einn að framherjastöðunni þessa dagana. Rashford var samt sem áður í byrjunarliði enska landsliðsins á dögunum og skoraði bæði í tapi gegn Spáni í Þjóðadeildinni og sigurmark Englands á móti Sviss í vináttulandsleik á þriðjudagskvöldið. „Marcus Rashford er hæfileikaríkur strákur en ég held að hann passi ekki inn í hlutina hjá Manchester United. Ég held að hann njóti ekki trausts hjá stjóranum þannig að hann mun ekki fá regluleg tækifæri í liðinu,“ segir Thompson. „Hann er aðeins tvítugur og þarf kannski aðeins meiri tíma en þetta er stórt tímabil fyrir hann. Rashford gæti þurft að taka stóra ákvörðun í lok tímabilsins,“ segir hann. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er ósammála Thompson þrátt fyrir að framherjinn ungi hafi aðeins spilað 122 mínútur á þessu tímabili. „Það er ekki mitt starf að hafa áhrif á knattspyrnustjórana. Þeir sinna erfiðu starfi, sérstaklega þeir sem að stýra bestu liðunum. Þar er mikil samkeppni um stöður,“ segir Southgate. „José hefur mikið dálæti á Marcus og er mikill aðdáandi. Mourinho þarf samt að sinna sínu starfi. Það er mikil samkeppni um stöður hjá United og það verða menn að skilja,“ segir Gareth Southgate. Enski boltinn Tengdar fréttir Boateng hringdi sjálfur í Mourinho og sagðist ekki vilja koma til United Þýski landsliðsmiðvörðurinn íhugaði tilboð frá Manchester United og Paris Saint-Germain. 13. september 2018 09:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Phil Thompson, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sérfræðingur Sky Sports um ensku úrvalsdeildina, segir Marcus Rashford, framherja Manchester United, ekki njóta trausts hjá José Mourinho, knattspyrnustjóra félagsins. Rashford er ekki búinn að byrja leik fyrir United síðan í fyrstu umferð þegar að hann var í byrjunarliðinu á móti Leicester en Romelu Lukaku situr einn að framherjastöðunni þessa dagana. Rashford var samt sem áður í byrjunarliði enska landsliðsins á dögunum og skoraði bæði í tapi gegn Spáni í Þjóðadeildinni og sigurmark Englands á móti Sviss í vináttulandsleik á þriðjudagskvöldið. „Marcus Rashford er hæfileikaríkur strákur en ég held að hann passi ekki inn í hlutina hjá Manchester United. Ég held að hann njóti ekki trausts hjá stjóranum þannig að hann mun ekki fá regluleg tækifæri í liðinu,“ segir Thompson. „Hann er aðeins tvítugur og þarf kannski aðeins meiri tíma en þetta er stórt tímabil fyrir hann. Rashford gæti þurft að taka stóra ákvörðun í lok tímabilsins,“ segir hann. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er ósammála Thompson þrátt fyrir að framherjinn ungi hafi aðeins spilað 122 mínútur á þessu tímabili. „Það er ekki mitt starf að hafa áhrif á knattspyrnustjórana. Þeir sinna erfiðu starfi, sérstaklega þeir sem að stýra bestu liðunum. Þar er mikil samkeppni um stöður,“ segir Southgate. „José hefur mikið dálæti á Marcus og er mikill aðdáandi. Mourinho þarf samt að sinna sínu starfi. Það er mikil samkeppni um stöður hjá United og það verða menn að skilja,“ segir Gareth Southgate.
Enski boltinn Tengdar fréttir Boateng hringdi sjálfur í Mourinho og sagðist ekki vilja koma til United Þýski landsliðsmiðvörðurinn íhugaði tilboð frá Manchester United og Paris Saint-Germain. 13. september 2018 09:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Boateng hringdi sjálfur í Mourinho og sagðist ekki vilja koma til United Þýski landsliðsmiðvörðurinn íhugaði tilboð frá Manchester United og Paris Saint-Germain. 13. september 2018 09:00