„Það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2018 14:09 Margrét Kristín er nýr formaður Samtaka leigjenda. Aðsend/Alda Lóa Leifsdóttir Það að búa í öruggu húsnæði ættu að vera sjálfsögð mannréttindi að sögn nýs formanns Samtaka leigjenda. Meiri samtakamátt þurfi til að ná eyrum stjórnvalda. Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður en sjálf hefur hún lengi verið á leigumarkaði. Hún segir mörg ærin verkefni framundan.„Að það sé hægt að sprengja upp leiguverð hvað eftir annað og það séu engin viðurlög við því eða ekkert þak sett á það hvað má rukka fólk um háa leigu, það er náttúrlega bara út í hött,“ segir Magga Stína. Kosið var í 34 manna stjórn á aðalfundinum í gær sem í sitja leigjendur hvaðanæva að af landinu. „Þessum samtökum er ætlað að vekja upp einhvers konar kannski stærri bylgju og vera í miklu sambandi við leigjendur. Leigjendur eru auðvitað mjög ólíkur hópur.“ Til stendur að stofna félög innan Samtaka leigjenda sem sinna munu hagsmunagæslu ólíkra hópa leigjenda. „Í næstu viku verður stofnað félag leigjenda í félagsbústöðum innan þessara samtaka.“ Þá verður leitað til verkalýðshreyfingarinnar um stuðning og samstarf að sögn Möggu Stínu. „Ég myndi segja að það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi. Eins og sögurnar herma þá náttúrlega þarf auðvitað miklu meiri samtakamátt til þess að ná eyrum stjórnvalda. Það er eitthvað sem er verkefni sem liggur fyrir í raun og veru, að taka tappann úr eyrum stjórnvalda,“ segir Magga Stína sem hlakkar til að takast á við verkefnið og hyggst fara keik út í baráttuna. Tengdar fréttir Magga Stína nýr formaður Samtaka leigjenda Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona var í dag kjörin nýr formaður samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna. 29. september 2018 20:13 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Það að búa í öruggu húsnæði ættu að vera sjálfsögð mannréttindi að sögn nýs formanns Samtaka leigjenda. Meiri samtakamátt þurfi til að ná eyrum stjórnvalda. Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður en sjálf hefur hún lengi verið á leigumarkaði. Hún segir mörg ærin verkefni framundan.„Að það sé hægt að sprengja upp leiguverð hvað eftir annað og það séu engin viðurlög við því eða ekkert þak sett á það hvað má rukka fólk um háa leigu, það er náttúrlega bara út í hött,“ segir Magga Stína. Kosið var í 34 manna stjórn á aðalfundinum í gær sem í sitja leigjendur hvaðanæva að af landinu. „Þessum samtökum er ætlað að vekja upp einhvers konar kannski stærri bylgju og vera í miklu sambandi við leigjendur. Leigjendur eru auðvitað mjög ólíkur hópur.“ Til stendur að stofna félög innan Samtaka leigjenda sem sinna munu hagsmunagæslu ólíkra hópa leigjenda. „Í næstu viku verður stofnað félag leigjenda í félagsbústöðum innan þessara samtaka.“ Þá verður leitað til verkalýðshreyfingarinnar um stuðning og samstarf að sögn Möggu Stínu. „Ég myndi segja að það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi. Eins og sögurnar herma þá náttúrlega þarf auðvitað miklu meiri samtakamátt til þess að ná eyrum stjórnvalda. Það er eitthvað sem er verkefni sem liggur fyrir í raun og veru, að taka tappann úr eyrum stjórnvalda,“ segir Magga Stína sem hlakkar til að takast á við verkefnið og hyggst fara keik út í baráttuna.
Tengdar fréttir Magga Stína nýr formaður Samtaka leigjenda Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona var í dag kjörin nýr formaður samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna. 29. september 2018 20:13 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Magga Stína nýr formaður Samtaka leigjenda Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona var í dag kjörin nýr formaður samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna. 29. september 2018 20:13