„Það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2018 14:09 Margrét Kristín er nýr formaður Samtaka leigjenda. Aðsend/Alda Lóa Leifsdóttir Það að búa í öruggu húsnæði ættu að vera sjálfsögð mannréttindi að sögn nýs formanns Samtaka leigjenda. Meiri samtakamátt þurfi til að ná eyrum stjórnvalda. Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður en sjálf hefur hún lengi verið á leigumarkaði. Hún segir mörg ærin verkefni framundan.„Að það sé hægt að sprengja upp leiguverð hvað eftir annað og það séu engin viðurlög við því eða ekkert þak sett á það hvað má rukka fólk um háa leigu, það er náttúrlega bara út í hött,“ segir Magga Stína. Kosið var í 34 manna stjórn á aðalfundinum í gær sem í sitja leigjendur hvaðanæva að af landinu. „Þessum samtökum er ætlað að vekja upp einhvers konar kannski stærri bylgju og vera í miklu sambandi við leigjendur. Leigjendur eru auðvitað mjög ólíkur hópur.“ Til stendur að stofna félög innan Samtaka leigjenda sem sinna munu hagsmunagæslu ólíkra hópa leigjenda. „Í næstu viku verður stofnað félag leigjenda í félagsbústöðum innan þessara samtaka.“ Þá verður leitað til verkalýðshreyfingarinnar um stuðning og samstarf að sögn Möggu Stínu. „Ég myndi segja að það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi. Eins og sögurnar herma þá náttúrlega þarf auðvitað miklu meiri samtakamátt til þess að ná eyrum stjórnvalda. Það er eitthvað sem er verkefni sem liggur fyrir í raun og veru, að taka tappann úr eyrum stjórnvalda,“ segir Magga Stína sem hlakkar til að takast á við verkefnið og hyggst fara keik út í baráttuna. Tengdar fréttir Magga Stína nýr formaður Samtaka leigjenda Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona var í dag kjörin nýr formaður samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna. 29. september 2018 20:13 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Það að búa í öruggu húsnæði ættu að vera sjálfsögð mannréttindi að sögn nýs formanns Samtaka leigjenda. Meiri samtakamátt þurfi til að ná eyrum stjórnvalda. Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður en sjálf hefur hún lengi verið á leigumarkaði. Hún segir mörg ærin verkefni framundan.„Að það sé hægt að sprengja upp leiguverð hvað eftir annað og það séu engin viðurlög við því eða ekkert þak sett á það hvað má rukka fólk um háa leigu, það er náttúrlega bara út í hött,“ segir Magga Stína. Kosið var í 34 manna stjórn á aðalfundinum í gær sem í sitja leigjendur hvaðanæva að af landinu. „Þessum samtökum er ætlað að vekja upp einhvers konar kannski stærri bylgju og vera í miklu sambandi við leigjendur. Leigjendur eru auðvitað mjög ólíkur hópur.“ Til stendur að stofna félög innan Samtaka leigjenda sem sinna munu hagsmunagæslu ólíkra hópa leigjenda. „Í næstu viku verður stofnað félag leigjenda í félagsbústöðum innan þessara samtaka.“ Þá verður leitað til verkalýðshreyfingarinnar um stuðning og samstarf að sögn Möggu Stínu. „Ég myndi segja að það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi. Eins og sögurnar herma þá náttúrlega þarf auðvitað miklu meiri samtakamátt til þess að ná eyrum stjórnvalda. Það er eitthvað sem er verkefni sem liggur fyrir í raun og veru, að taka tappann úr eyrum stjórnvalda,“ segir Magga Stína sem hlakkar til að takast á við verkefnið og hyggst fara keik út í baráttuna.
Tengdar fréttir Magga Stína nýr formaður Samtaka leigjenda Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona var í dag kjörin nýr formaður samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna. 29. september 2018 20:13 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Magga Stína nýr formaður Samtaka leigjenda Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona var í dag kjörin nýr formaður samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna. 29. september 2018 20:13