Gonzalo Higuain skoraði tvö mörk í sigri AC Milan á botnliði Chievo í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.
AC Milan fékk botnlið Chievo í heimsókn á San Siro í dag og áttu heimamenn ekki í miklum erfiðleikum.
Gonzalo Higuain kom Milan yfir á 27. mínútu og bætti Argentínumaðurinn svo við öðru marki sínu á 34. mínútu.
Giacomo Bonaventura kom Milan í 3-0 á 56. mínútu áður en Sergio Pellissier minnkaði muninn skömmu síðar.
Lengra komst Chievo ekki og lokatölur 3-1.
Milan komst upp í 10. sæti deildarinnar með sigrinum en Chievo situr sem fastast á botninum með -1 stig.
Sampdoria gerði góða ferð til Bergamo þegar þeir unnu Atalanta, 1-0. Lorenzo Tonelli skoraði sigurmark Sampdoria.
Sampdoria er nú komið í 4. sæti en það gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.
Þá vann Lazio góðan heimasigur á Fiorentina, 1-0. Ciro Immobile skoraði eina mark leiksins.
Lazio komst einnig í Meistaradeildarsæti með sigrinum en þeir sitja í 3. sæti.
Higuain setti tvö í sigri AC Milan
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn


Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn


