Var Simeone bara að bulla um að Atletico ætti ekki eins mikinn pening og Real? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 19:00 Diego Simeone var kátur eftir leik í gærkvöldi. Vísir/Getty Atletico Madrid vann í gærkvöldi langþráðan úrslitaleik á móti nágrönnum sínum í Real Madrid þegar liðið tryggði sér Ofurbikar Evrópu með 4-2 sigri á Real. Það hafði gengið illa í mikilvægum leikjum á móti Real Madrid undanfarin ár og úrslitin í gærkvöldi því mikið gleðiefni fyrir Atleti fólk. Þetta var líka sjöundi titill Diego Simeone sem þjálfari Atletico Madrid en hann var reyndar í banni í gær og þurfti því að horfa á leikinn úr stúkunni.7 - Diego Simeone has won seven trophies as Atletico manager, the most in the history of the club: UEFA Europa League UEFA Super Cup LaLiga Copa del Rey Supercopa Champion. pic.twitter.com/fki4LRdCou — OptaJose (@OptaJose) August 15, 2018Diego Simeone talaði niður sitt lið í aðdraganda leiksins og þá sérstaklega á þeim nótum að Atletico Madrid hefði ekki aðgang að nærri því eins miklum peningum í nýja leikmenn og lið Real Madrid. Fólkið á ESPN fékk þá hugmynd að bera það saman hvað þessi tvö Madridarfélög hafa eytt í leikmenn á síðustu árum og það verða örugglega margir hissa að sjá þann samanburð sem er hér fyrir neðan.pic.twitter.com/WNSzS93JmD — ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2018Þarna kemur fram að Atletico Madrid hafa eytt miklu meiri pening í nýja leikmenn en Real Madrid á undanförnum fimm tímabilum. Liðin eyddu nánast jafnmiklu fyrir tímabilið sem er að hefjast en mjög mikill munur var á eyðslu þeirra tímabilin á undan. Þegar allt er tekið saman þá eyddi Atletico Madrid 510,45 milljónum punda í nýja leikmenn frá 2014-18 á móti „aðeins“ 365,63 milljónum hjá Real Madrid. Sú fullyrðing Diego Simeone að Atletico Madrid hafi ekki aðgang að eins miklum peningum og Real Madrid stenst því engan vegin samanburð. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FHL | Þróttarar vilja komast aftur á sigurbraut Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Sjá meira
Atletico Madrid vann í gærkvöldi langþráðan úrslitaleik á móti nágrönnum sínum í Real Madrid þegar liðið tryggði sér Ofurbikar Evrópu með 4-2 sigri á Real. Það hafði gengið illa í mikilvægum leikjum á móti Real Madrid undanfarin ár og úrslitin í gærkvöldi því mikið gleðiefni fyrir Atleti fólk. Þetta var líka sjöundi titill Diego Simeone sem þjálfari Atletico Madrid en hann var reyndar í banni í gær og þurfti því að horfa á leikinn úr stúkunni.7 - Diego Simeone has won seven trophies as Atletico manager, the most in the history of the club: UEFA Europa League UEFA Super Cup LaLiga Copa del Rey Supercopa Champion. pic.twitter.com/fki4LRdCou — OptaJose (@OptaJose) August 15, 2018Diego Simeone talaði niður sitt lið í aðdraganda leiksins og þá sérstaklega á þeim nótum að Atletico Madrid hefði ekki aðgang að nærri því eins miklum peningum í nýja leikmenn og lið Real Madrid. Fólkið á ESPN fékk þá hugmynd að bera það saman hvað þessi tvö Madridarfélög hafa eytt í leikmenn á síðustu árum og það verða örugglega margir hissa að sjá þann samanburð sem er hér fyrir neðan.pic.twitter.com/WNSzS93JmD — ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2018Þarna kemur fram að Atletico Madrid hafa eytt miklu meiri pening í nýja leikmenn en Real Madrid á undanförnum fimm tímabilum. Liðin eyddu nánast jafnmiklu fyrir tímabilið sem er að hefjast en mjög mikill munur var á eyðslu þeirra tímabilin á undan. Þegar allt er tekið saman þá eyddi Atletico Madrid 510,45 milljónum punda í nýja leikmenn frá 2014-18 á móti „aðeins“ 365,63 milljónum hjá Real Madrid. Sú fullyrðing Diego Simeone að Atletico Madrid hafi ekki aðgang að eins miklum peningum og Real Madrid stenst því engan vegin samanburð.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FHL | Þróttarar vilja komast aftur á sigurbraut Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Sjá meira