Riyad Mahrez hættur í fýlu og mætir á æfingu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 08:30 Það sést eitthvað meira en þetta af Riyad Mahrez á æfingasvæði Leicester í dag. Vísir/Getty Riyad Mahrez hefur ekki æft né spilað með Leicester síðan að félagið neitaði að selja hann til Manchester City á síðustu dögum félagsskiptagluggans. Alsíringurinn ætlar hinsvegar að mæta í vinnuna í dag. Sky Sports segir frá því að Riyad Mahrez muni koma á æfingu hjá Leicester í dag og sé tilbúinn að spila á móti Manchester City um helgina. Mahrez hvarf eftir að Leicester hafnaði tilboði Manchester City og enginn hjá félaginu gat náð í hann. Þetta var fjórði glugginn í röð þar sem hann var orðaður við eitt af stóru félögunum í ensku úrvalsdeildinni en Leicester vildi fá miklu meira fyrir hann en City var tilbúið að borga. Síðasti leikur Riyad Mahrez með Leicester liðinu var í 2-0 sigri á Watford 20. janúar en hann skoraði þá seinna mark liðsins. Riyad Mahrez er með 8 mörk og 8 stoðsendingar í 24 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.BREAKING NEWS Sky sources: Riyad Mahrez will return to training on Friday and has made himself available for Leicester’s game at Man City. Full story: https://t.co/Mv7hXj5WwRpic.twitter.com/tvAbV6e7iX — Sky Sports PL (@SkySportsPL) February 9, 2018 „Ég held að Riyad verði ekki með í leiknum á móti Manchester City á laugardaginn,“ sagði Claude Puel, knattspyrnustjóri Leicester, á blaðamannfundi í gær. Hvort þessar fréttir breyti því verður að koma í ljós. Claude Puel talaði hinsvegar jákvætt um leikmanninn þrátt fyrri stælana. „Ég vona að hann komi hausnum á réttan stað, snúi aftur og leggi sig fram. Besta leiðin fyrir hann er að koma til baka og njóta fótboltans,“ sagði Claude Puel á fundinum í gær. BREAKING: #SSN understands Riyad Mahrez will return to @LCFC training this morning and has made himself available to face @ManCity on Saturday. pic.twitter.com/BUHs7AqdRW — Sky Sports News (@SkySportsNews) February 9, 2018 Í síðustu sex leikjum sínum með Leicester hefur Riyad Mahrez komið að sex mörkum (3 mörk og 3 stoðsendingar). Liðið fékk sjö stig í síðustu þremur leikjum sínum með hann innanborðs en aðeins eitt stig í tveimur síðustu leikjum án hans. Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira
Riyad Mahrez hefur ekki æft né spilað með Leicester síðan að félagið neitaði að selja hann til Manchester City á síðustu dögum félagsskiptagluggans. Alsíringurinn ætlar hinsvegar að mæta í vinnuna í dag. Sky Sports segir frá því að Riyad Mahrez muni koma á æfingu hjá Leicester í dag og sé tilbúinn að spila á móti Manchester City um helgina. Mahrez hvarf eftir að Leicester hafnaði tilboði Manchester City og enginn hjá félaginu gat náð í hann. Þetta var fjórði glugginn í röð þar sem hann var orðaður við eitt af stóru félögunum í ensku úrvalsdeildinni en Leicester vildi fá miklu meira fyrir hann en City var tilbúið að borga. Síðasti leikur Riyad Mahrez með Leicester liðinu var í 2-0 sigri á Watford 20. janúar en hann skoraði þá seinna mark liðsins. Riyad Mahrez er með 8 mörk og 8 stoðsendingar í 24 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.BREAKING NEWS Sky sources: Riyad Mahrez will return to training on Friday and has made himself available for Leicester’s game at Man City. Full story: https://t.co/Mv7hXj5WwRpic.twitter.com/tvAbV6e7iX — Sky Sports PL (@SkySportsPL) February 9, 2018 „Ég held að Riyad verði ekki með í leiknum á móti Manchester City á laugardaginn,“ sagði Claude Puel, knattspyrnustjóri Leicester, á blaðamannfundi í gær. Hvort þessar fréttir breyti því verður að koma í ljós. Claude Puel talaði hinsvegar jákvætt um leikmanninn þrátt fyrri stælana. „Ég vona að hann komi hausnum á réttan stað, snúi aftur og leggi sig fram. Besta leiðin fyrir hann er að koma til baka og njóta fótboltans,“ sagði Claude Puel á fundinum í gær. BREAKING: #SSN understands Riyad Mahrez will return to @LCFC training this morning and has made himself available to face @ManCity on Saturday. pic.twitter.com/BUHs7AqdRW — Sky Sports News (@SkySportsNews) February 9, 2018 Í síðustu sex leikjum sínum með Leicester hefur Riyad Mahrez komið að sex mörkum (3 mörk og 3 stoðsendingar). Liðið fékk sjö stig í síðustu þremur leikjum sínum með hann innanborðs en aðeins eitt stig í tveimur síðustu leikjum án hans.
Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira