Gylfi á lista með Silva og Salah yfir þá sem að skapa flest færi í deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. september 2018 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson er í lykilhlutverki hjá Everton. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson er á lista á meðal stórstjarna ensku úrvalsdeildarinnar sem að skapa flest færi fyrir samherja sína samkvæmt úttekt enska blaðsins Daily Mirror. Að skapa færi og að gefa stoðsendingu er ekki það sama því að samherjar þeirra sem að búa til færin þurfa augljóslega að koma blessuðum boltanum í netið svo að það skráist sem stoðsending. Gylfi er búinn að spila 299 mínútur af 360 hjá Everton á þessari leiktíð og skapa í heildina níu færi fyrir félaga. Samherjar hans hafa nýtt eitt af þessum færum en hann er með eina stoðsendingu í deildinni til þessa.Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark sitt á tímabilinu á móti Rotherham United í enska deildabikarnum.Vísir/GettySilva bestur Íslenski landsliðsmaðurinn er í þriðja sæti listans ásamt Willian hjá Chelsea, José Holebas hjá Watford og Ryan Fraser hjá Bournemouth. Allir hafa skapað níu færi í fyrstu fjórum leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Eden Hazard, Sergio Agüero og Andrew Robertson er fyrir ofan þá með tíu sköpuð færi en David Silva, leikmaður Man. City, og Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, tróna á toppnum með þrettán sköpuð færi. David Silva skapar færi fyrir Manchester City á 18,7 mínútna fresti sem er náttúrlega ótrúleg tölfræði en Eden Hazard kemur þar næstur með skapað færi á 22,3 mínútna fresti. Alexis Sánchez er í þriðja sæti en hann skapar færi fyrir samherja sína hjá Man. Utd á 23,3 mínútna fresti.Er Gylfi í vandræðum eða ekki?vísir/gettyVandræði? Gylfi er aðeins neðar á þeim lista en hann skapar færi fyrir Everton á 33,2 mínútna fresti og gerir betur en leikmenn eins og Sergio Agüero og Henrikh Mkhitaryan. Þessi tölfræði er nokkuð mögnuð í ljósi þess að samkvæmt úttekt Sky Sports um „erfiðleika“ Gylfa Þórs á tímabilinu kemst hann varla í boltann hjá Everton og þá skapaði hann aðeins sextán færi í opnum leik allt síðasta tímabil. Hann er aðeins með fimmtán heppnaðar að meðaltali á hverjar 90 mínútur en þar er hann aðeins í 79. sæti af þeim 83 miðjumönnum sem spila alvöru mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Tengdar fréttir Sky Sports: Af hverju er Gylfi Sigurðsson ennþá að ströggla hjá Everton? Gylfi Þór Sigurðsson hafði ekkert að segja við íslensku þjóðina eftir tapið á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í gær en enski risafjölmiðillinn Sky Sports hefur ýmislegt að segja um íslenska landsliðsmanninn í dag. 12. september 2018 10:30 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er á lista á meðal stórstjarna ensku úrvalsdeildarinnar sem að skapa flest færi fyrir samherja sína samkvæmt úttekt enska blaðsins Daily Mirror. Að skapa færi og að gefa stoðsendingu er ekki það sama því að samherjar þeirra sem að búa til færin þurfa augljóslega að koma blessuðum boltanum í netið svo að það skráist sem stoðsending. Gylfi er búinn að spila 299 mínútur af 360 hjá Everton á þessari leiktíð og skapa í heildina níu færi fyrir félaga. Samherjar hans hafa nýtt eitt af þessum færum en hann er með eina stoðsendingu í deildinni til þessa.Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark sitt á tímabilinu á móti Rotherham United í enska deildabikarnum.Vísir/GettySilva bestur Íslenski landsliðsmaðurinn er í þriðja sæti listans ásamt Willian hjá Chelsea, José Holebas hjá Watford og Ryan Fraser hjá Bournemouth. Allir hafa skapað níu færi í fyrstu fjórum leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Eden Hazard, Sergio Agüero og Andrew Robertson er fyrir ofan þá með tíu sköpuð færi en David Silva, leikmaður Man. City, og Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, tróna á toppnum með þrettán sköpuð færi. David Silva skapar færi fyrir Manchester City á 18,7 mínútna fresti sem er náttúrlega ótrúleg tölfræði en Eden Hazard kemur þar næstur með skapað færi á 22,3 mínútna fresti. Alexis Sánchez er í þriðja sæti en hann skapar færi fyrir samherja sína hjá Man. Utd á 23,3 mínútna fresti.Er Gylfi í vandræðum eða ekki?vísir/gettyVandræði? Gylfi er aðeins neðar á þeim lista en hann skapar færi fyrir Everton á 33,2 mínútna fresti og gerir betur en leikmenn eins og Sergio Agüero og Henrikh Mkhitaryan. Þessi tölfræði er nokkuð mögnuð í ljósi þess að samkvæmt úttekt Sky Sports um „erfiðleika“ Gylfa Þórs á tímabilinu kemst hann varla í boltann hjá Everton og þá skapaði hann aðeins sextán færi í opnum leik allt síðasta tímabil. Hann er aðeins með fimmtán heppnaðar að meðaltali á hverjar 90 mínútur en þar er hann aðeins í 79. sæti af þeim 83 miðjumönnum sem spila alvöru mínútur í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sky Sports: Af hverju er Gylfi Sigurðsson ennþá að ströggla hjá Everton? Gylfi Þór Sigurðsson hafði ekkert að segja við íslensku þjóðina eftir tapið á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í gær en enski risafjölmiðillinn Sky Sports hefur ýmislegt að segja um íslenska landsliðsmanninn í dag. 12. september 2018 10:30 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Sky Sports: Af hverju er Gylfi Sigurðsson ennþá að ströggla hjá Everton? Gylfi Þór Sigurðsson hafði ekkert að segja við íslensku þjóðina eftir tapið á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í gær en enski risafjölmiðillinn Sky Sports hefur ýmislegt að segja um íslenska landsliðsmanninn í dag. 12. september 2018 10:30