Gylfi á lista með Silva og Salah yfir þá sem að skapa flest færi í deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. september 2018 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson er í lykilhlutverki hjá Everton. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson er á lista á meðal stórstjarna ensku úrvalsdeildarinnar sem að skapa flest færi fyrir samherja sína samkvæmt úttekt enska blaðsins Daily Mirror. Að skapa færi og að gefa stoðsendingu er ekki það sama því að samherjar þeirra sem að búa til færin þurfa augljóslega að koma blessuðum boltanum í netið svo að það skráist sem stoðsending. Gylfi er búinn að spila 299 mínútur af 360 hjá Everton á þessari leiktíð og skapa í heildina níu færi fyrir félaga. Samherjar hans hafa nýtt eitt af þessum færum en hann er með eina stoðsendingu í deildinni til þessa.Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark sitt á tímabilinu á móti Rotherham United í enska deildabikarnum.Vísir/GettySilva bestur Íslenski landsliðsmaðurinn er í þriðja sæti listans ásamt Willian hjá Chelsea, José Holebas hjá Watford og Ryan Fraser hjá Bournemouth. Allir hafa skapað níu færi í fyrstu fjórum leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Eden Hazard, Sergio Agüero og Andrew Robertson er fyrir ofan þá með tíu sköpuð færi en David Silva, leikmaður Man. City, og Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, tróna á toppnum með þrettán sköpuð færi. David Silva skapar færi fyrir Manchester City á 18,7 mínútna fresti sem er náttúrlega ótrúleg tölfræði en Eden Hazard kemur þar næstur með skapað færi á 22,3 mínútna fresti. Alexis Sánchez er í þriðja sæti en hann skapar færi fyrir samherja sína hjá Man. Utd á 23,3 mínútna fresti.Er Gylfi í vandræðum eða ekki?vísir/gettyVandræði? Gylfi er aðeins neðar á þeim lista en hann skapar færi fyrir Everton á 33,2 mínútna fresti og gerir betur en leikmenn eins og Sergio Agüero og Henrikh Mkhitaryan. Þessi tölfræði er nokkuð mögnuð í ljósi þess að samkvæmt úttekt Sky Sports um „erfiðleika“ Gylfa Þórs á tímabilinu kemst hann varla í boltann hjá Everton og þá skapaði hann aðeins sextán færi í opnum leik allt síðasta tímabil. Hann er aðeins með fimmtán heppnaðar að meðaltali á hverjar 90 mínútur en þar er hann aðeins í 79. sæti af þeim 83 miðjumönnum sem spila alvöru mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Tengdar fréttir Sky Sports: Af hverju er Gylfi Sigurðsson ennþá að ströggla hjá Everton? Gylfi Þór Sigurðsson hafði ekkert að segja við íslensku þjóðina eftir tapið á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í gær en enski risafjölmiðillinn Sky Sports hefur ýmislegt að segja um íslenska landsliðsmanninn í dag. 12. september 2018 10:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er á lista á meðal stórstjarna ensku úrvalsdeildarinnar sem að skapa flest færi fyrir samherja sína samkvæmt úttekt enska blaðsins Daily Mirror. Að skapa færi og að gefa stoðsendingu er ekki það sama því að samherjar þeirra sem að búa til færin þurfa augljóslega að koma blessuðum boltanum í netið svo að það skráist sem stoðsending. Gylfi er búinn að spila 299 mínútur af 360 hjá Everton á þessari leiktíð og skapa í heildina níu færi fyrir félaga. Samherjar hans hafa nýtt eitt af þessum færum en hann er með eina stoðsendingu í deildinni til þessa.Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark sitt á tímabilinu á móti Rotherham United í enska deildabikarnum.Vísir/GettySilva bestur Íslenski landsliðsmaðurinn er í þriðja sæti listans ásamt Willian hjá Chelsea, José Holebas hjá Watford og Ryan Fraser hjá Bournemouth. Allir hafa skapað níu færi í fyrstu fjórum leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Eden Hazard, Sergio Agüero og Andrew Robertson er fyrir ofan þá með tíu sköpuð færi en David Silva, leikmaður Man. City, og Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, tróna á toppnum með þrettán sköpuð færi. David Silva skapar færi fyrir Manchester City á 18,7 mínútna fresti sem er náttúrlega ótrúleg tölfræði en Eden Hazard kemur þar næstur með skapað færi á 22,3 mínútna fresti. Alexis Sánchez er í þriðja sæti en hann skapar færi fyrir samherja sína hjá Man. Utd á 23,3 mínútna fresti.Er Gylfi í vandræðum eða ekki?vísir/gettyVandræði? Gylfi er aðeins neðar á þeim lista en hann skapar færi fyrir Everton á 33,2 mínútna fresti og gerir betur en leikmenn eins og Sergio Agüero og Henrikh Mkhitaryan. Þessi tölfræði er nokkuð mögnuð í ljósi þess að samkvæmt úttekt Sky Sports um „erfiðleika“ Gylfa Þórs á tímabilinu kemst hann varla í boltann hjá Everton og þá skapaði hann aðeins sextán færi í opnum leik allt síðasta tímabil. Hann er aðeins með fimmtán heppnaðar að meðaltali á hverjar 90 mínútur en þar er hann aðeins í 79. sæti af þeim 83 miðjumönnum sem spila alvöru mínútur í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sky Sports: Af hverju er Gylfi Sigurðsson ennþá að ströggla hjá Everton? Gylfi Þór Sigurðsson hafði ekkert að segja við íslensku þjóðina eftir tapið á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í gær en enski risafjölmiðillinn Sky Sports hefur ýmislegt að segja um íslenska landsliðsmanninn í dag. 12. september 2018 10:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Sky Sports: Af hverju er Gylfi Sigurðsson ennþá að ströggla hjá Everton? Gylfi Þór Sigurðsson hafði ekkert að segja við íslensku þjóðina eftir tapið á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í gær en enski risafjölmiðillinn Sky Sports hefur ýmislegt að segja um íslenska landsliðsmanninn í dag. 12. september 2018 10:30