Fyrsti blaðamannafundur Solskjær: Ekki búið að ræða lengri samning Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. desember 2018 09:16 Ole Gunnar var sestur í stjórastólinn í fjölmiðlaherbergi United visir/getty Ole Gunnar Solskjær hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem stjóri Manchester United í dag. Norðmaðurinn tók við liðinu til bráðabirgða í vikunni. „Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar þeir hringdu og vildu mig sem leikmann og þetta er augljóslega meiri heiður,“ sagði Solskjær. Hann tók við liðinu eftir að Jose Mourinho verður rekinn og mun stýra því út tímabilið þegar nýr framtíðarstjóri verður ráðinn. „Það eru forréttindi að fá að hjálpa félaginu í nokkra mánuði. Ég verð bara fram á sumar, í fimm eða sex mánuði, bara til þess að hjálpa til á meðan félagið finnur annan stjóra til framtíðar.“ „Mitt hlutverk er að gera eins vel og ég get og hjálpa liðinu áfram eins vel og hægt er. Það eru margir stjórar í heiminum sem vilja þetta starf og ég er einn af þeim, en við höfum ekki rætt um að ég verði áfram.“ „Þeir munu fara í gegnum sitt ferli á næstu sex mánuðum.“ Solskjær stýrði sinni fyrstu æfingu í gær og hann sagði andann innan liðs United vera góðann. „Það er spennandi að hitta nýtt fólk í fyrsta skipti. Ég þekki nokkra þeirra frá því að ég var með varaliðið og sá þá alast upp, suma frá því ég var að spila sjálfur. Leikmennirnir hafa verið frábærir.“ Janúar nálgast óðfluga og með honum kemur félagsskiptagluggi. United gæti gert einhverjar breytingar þá og sagðist Solskjær fá að hafa sitt að segja um hver kemur inn. „Ég sá næstum hvern einasta leik í Noregi, en ég þarf að kynnast leikmönnunum og sjá hvernig ég get hjálpað þeim bæta sig.“ „Félagið er með sína menn í að finna nýja leikmenn og ég er viss um að þeir séu með ákveðin nöfn í huga.“ Fyrsti leikur Solskjær verður gegn eina liðinu sem hann hefur stýrt í ensku úrvalsdeildinni, Cardiff. Það verður þó að mestu í höndum Michael Carrick og Kieran McKenna að ákveða byrjunarliðið því þeir hafa verið í kringum liðið allt tímabilið. Solskjær sagðist enn ekki hafa hitt Romelu Lukaku, Belginn fékk tveggja daga frí af persónulegum ástæðum og mun hann líklega ekki vera með gegn Cardiff. „Ég vil koma mínum áherslum til strákanna fyrir fyrsta leikinn. Fá þá til þess að skilja strax hvernig ég vilji spila. Við vinnum saman og sjáum svo hversu mörgum stigum við náum, ég ætla ekki að setja mér nein markmið.“ „Ég mun ræða við þá leikmenn sem eru lítið að spila og tala við þá. Þegar þú ert hjá Manchester United þá er ætlast til þess að þú sért liðsmaður. Það þekkja fáir það betur að vera á bekknum en ég.“ Sir Alex Ferguson fékk Solskjær til liðsins árið 1996 og hefur hann haft mikil áhrif á feril Norðmannsins eftir að skórnir fóru á hilluna. „Hann hefur áhrif á allt. Hvernig hann hagaði samskiptum sínum, hvernig hann stýrði félaginu, hvernig hann náði að halda 25 landsliðsmönnum glöðum og hungruðum í að bæta sig.“ „Hann er minn lærifaðir. Þegar ég meiddist árið 2003 fór ég að punkta niður allt sem hann gerði.“ „Ég er búinn að tala við hann nú þegar, það er enginn betri til þess að leita ráða hjá,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Leikur Cardiff og Manchester United hefst klukkan 17:30 á morgun, laugardag, og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem stjóri Manchester United í dag. Norðmaðurinn tók við liðinu til bráðabirgða í vikunni. „Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar þeir hringdu og vildu mig sem leikmann og þetta er augljóslega meiri heiður,“ sagði Solskjær. Hann tók við liðinu eftir að Jose Mourinho verður rekinn og mun stýra því út tímabilið þegar nýr framtíðarstjóri verður ráðinn. „Það eru forréttindi að fá að hjálpa félaginu í nokkra mánuði. Ég verð bara fram á sumar, í fimm eða sex mánuði, bara til þess að hjálpa til á meðan félagið finnur annan stjóra til framtíðar.“ „Mitt hlutverk er að gera eins vel og ég get og hjálpa liðinu áfram eins vel og hægt er. Það eru margir stjórar í heiminum sem vilja þetta starf og ég er einn af þeim, en við höfum ekki rætt um að ég verði áfram.“ „Þeir munu fara í gegnum sitt ferli á næstu sex mánuðum.“ Solskjær stýrði sinni fyrstu æfingu í gær og hann sagði andann innan liðs United vera góðann. „Það er spennandi að hitta nýtt fólk í fyrsta skipti. Ég þekki nokkra þeirra frá því að ég var með varaliðið og sá þá alast upp, suma frá því ég var að spila sjálfur. Leikmennirnir hafa verið frábærir.“ Janúar nálgast óðfluga og með honum kemur félagsskiptagluggi. United gæti gert einhverjar breytingar þá og sagðist Solskjær fá að hafa sitt að segja um hver kemur inn. „Ég sá næstum hvern einasta leik í Noregi, en ég þarf að kynnast leikmönnunum og sjá hvernig ég get hjálpað þeim bæta sig.“ „Félagið er með sína menn í að finna nýja leikmenn og ég er viss um að þeir séu með ákveðin nöfn í huga.“ Fyrsti leikur Solskjær verður gegn eina liðinu sem hann hefur stýrt í ensku úrvalsdeildinni, Cardiff. Það verður þó að mestu í höndum Michael Carrick og Kieran McKenna að ákveða byrjunarliðið því þeir hafa verið í kringum liðið allt tímabilið. Solskjær sagðist enn ekki hafa hitt Romelu Lukaku, Belginn fékk tveggja daga frí af persónulegum ástæðum og mun hann líklega ekki vera með gegn Cardiff. „Ég vil koma mínum áherslum til strákanna fyrir fyrsta leikinn. Fá þá til þess að skilja strax hvernig ég vilji spila. Við vinnum saman og sjáum svo hversu mörgum stigum við náum, ég ætla ekki að setja mér nein markmið.“ „Ég mun ræða við þá leikmenn sem eru lítið að spila og tala við þá. Þegar þú ert hjá Manchester United þá er ætlast til þess að þú sért liðsmaður. Það þekkja fáir það betur að vera á bekknum en ég.“ Sir Alex Ferguson fékk Solskjær til liðsins árið 1996 og hefur hann haft mikil áhrif á feril Norðmannsins eftir að skórnir fóru á hilluna. „Hann hefur áhrif á allt. Hvernig hann hagaði samskiptum sínum, hvernig hann stýrði félaginu, hvernig hann náði að halda 25 landsliðsmönnum glöðum og hungruðum í að bæta sig.“ „Hann er minn lærifaðir. Þegar ég meiddist árið 2003 fór ég að punkta niður allt sem hann gerði.“ „Ég er búinn að tala við hann nú þegar, það er enginn betri til þess að leita ráða hjá,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Leikur Cardiff og Manchester United hefst klukkan 17:30 á morgun, laugardag, og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira