Borgin ýtir á eftir fé í borgarlínu Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. nóvember 2018 08:00 Umferðin er gjarnan þung á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Verkefnahópur um útfærslur og fjármögnun borgarlínu skilar af sér fyrir eða eftir helgi. Borgin segir skýrt að ríkið geti ekki staðið við áætlanir í loftslagsmálum án breyttra samgangna. Oddviti VG í borginni segir skýran vilja hjá VG í ríkisstjórn til að fjármagna borgarlínu. Stefnt er að því að verkefnahópur um borgarlínu, almenningssamgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu, ljúki drögum að tillögum um fjármögnun og útfærslur í þessari viku eða byrjun næstu, að sögn Hreins Haraldssonar, fyrrverandi vegamálastjóra og formanns verkefnahópsins. Þá verði niðurstöður hópsins kynntar Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samgönguráðherra. Viljayfirlýsing samgönguráðherra, borgarstjóra, og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna var undirrituð í september, um svipað leyti og samgönguáætlun var kynnt, en í kynningu hennar var ekki gert ráð fyrir fjármunum í uppbyggingu borgarlínu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í sínum huga ljóst að um sé að ræða sameiginlegan vilja ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að fjármögnun borgarlínu verði tryggð. „Við höfum litið svo á að endanleg samgönguáætlun liggi ekki fyrir. Enda er engin tilviljun að það er skrifað undir viljayfirlýsingu nánast samtímis og samgönguáætlun er kynnt. Það undirstrikaði í mínum huga vilja ríkisstjórnarinnar til að ráðast í átak í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins, í stofnvegum, borgarlínu og stofnstígakerfi fyrir hjólreiðar. Þetta eru lykilaðgerðir til að ná árangri í loftslagsmálum og að ekki verði frekari tafir í umferðinni.“ Allar fyrirhugaðar breytingar á samgönguáætlun munu svo fara fyrir Alþingi sem þarf að samþykkja þær. Dagur B. Eggertsson.Fréttablaðið/Anton BrinkÍ umsögn borgarinnar um samgönguáætlun er lögð mikil áhersla á að samgönguáætlun verði breytt verulega. Ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til undirbúnings né nauðsynlegra framkvæmda sem lúta að eflingu almenningssamgangna og uppbyggingu borgarlínu. Sín megin hefur borgarstjórn þegar samþykkt að klára breytingar á aðalskipulagi til að tryggja framgang borgarlínu og að framkvæmdir við fyrstu hluta verksins verði tilbúnar í útboð árið 2020. „Í fimm ára fjárhagsáætlun borgarinnar, sem kynnt var í síðustu viku, var gert ráð fyrir um fimm milljörðum í uppbyggingu borgarlínu,“ útskýrir Dagur. Í umsögninni er enn fremur reifað að ekki verði séð hvernig stjórnvöld ætli sér að standa við metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum nema með breyttu samgöngumynstri á höfuðborgarsvæðinu. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, segir ljóst að borgarlína sé liður í því að staðið verði við áætlanir í umhverfismálum sem ríkisstjórnin hefur sjálf sett sér. Líf MagneudóttirFréttablaðið/Sigtryggur Ari.„Það er algjörlega ljóst að á höfuðborgarsvæðinu verður að ráðast í þessar framkvæmdir við borgarlínu. Ég veit að minn flokkur í ríkisstjórn ýtir mjög á þetta. Kannski eru efasemdarraddir uppi hjá samstarfsflokkunum, Framsókn og Sjálfstæðisflokki, en ég get ekki svarað fyrir það. Ég get bara haldið áfram að þrýsta hérna megin frá og mun halda því áfram,“ segir Líf. Hvað er borgarlína? Borgarlínan mun ferðast í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum sem eykur áreiðanleika og ferðahraða. Tíðni ferða verður mikil og getur farið í 5-7 mínútur á annatímum en þar sem þörf er á meiri afkastagetu getur hún farið í um 2 mínútur. Lögð verður áhersla á vandaðar yfirbyggðar biðstöðvar, með farmiðasjálfsölum og samtíma upplýsingaskiltum sem sýna hvenær næsti vagn kemur. Kostnaður borgarlínu Áætlaður kostnaður er um 1,10-1,15 milljarðar króna á hvern kílómetra á verðlagi í janúar 2017. Heildarkostnaður gæti því numið 63 t Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Verkefnahópur um útfærslur og fjármögnun borgarlínu skilar af sér fyrir eða eftir helgi. Borgin segir skýrt að ríkið geti ekki staðið við áætlanir í loftslagsmálum án breyttra samgangna. Oddviti VG í borginni segir skýran vilja hjá VG í ríkisstjórn til að fjármagna borgarlínu. Stefnt er að því að verkefnahópur um borgarlínu, almenningssamgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu, ljúki drögum að tillögum um fjármögnun og útfærslur í þessari viku eða byrjun næstu, að sögn Hreins Haraldssonar, fyrrverandi vegamálastjóra og formanns verkefnahópsins. Þá verði niðurstöður hópsins kynntar Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samgönguráðherra. Viljayfirlýsing samgönguráðherra, borgarstjóra, og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna var undirrituð í september, um svipað leyti og samgönguáætlun var kynnt, en í kynningu hennar var ekki gert ráð fyrir fjármunum í uppbyggingu borgarlínu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í sínum huga ljóst að um sé að ræða sameiginlegan vilja ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að fjármögnun borgarlínu verði tryggð. „Við höfum litið svo á að endanleg samgönguáætlun liggi ekki fyrir. Enda er engin tilviljun að það er skrifað undir viljayfirlýsingu nánast samtímis og samgönguáætlun er kynnt. Það undirstrikaði í mínum huga vilja ríkisstjórnarinnar til að ráðast í átak í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins, í stofnvegum, borgarlínu og stofnstígakerfi fyrir hjólreiðar. Þetta eru lykilaðgerðir til að ná árangri í loftslagsmálum og að ekki verði frekari tafir í umferðinni.“ Allar fyrirhugaðar breytingar á samgönguáætlun munu svo fara fyrir Alþingi sem þarf að samþykkja þær. Dagur B. Eggertsson.Fréttablaðið/Anton BrinkÍ umsögn borgarinnar um samgönguáætlun er lögð mikil áhersla á að samgönguáætlun verði breytt verulega. Ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til undirbúnings né nauðsynlegra framkvæmda sem lúta að eflingu almenningssamgangna og uppbyggingu borgarlínu. Sín megin hefur borgarstjórn þegar samþykkt að klára breytingar á aðalskipulagi til að tryggja framgang borgarlínu og að framkvæmdir við fyrstu hluta verksins verði tilbúnar í útboð árið 2020. „Í fimm ára fjárhagsáætlun borgarinnar, sem kynnt var í síðustu viku, var gert ráð fyrir um fimm milljörðum í uppbyggingu borgarlínu,“ útskýrir Dagur. Í umsögninni er enn fremur reifað að ekki verði séð hvernig stjórnvöld ætli sér að standa við metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum nema með breyttu samgöngumynstri á höfuðborgarsvæðinu. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, segir ljóst að borgarlína sé liður í því að staðið verði við áætlanir í umhverfismálum sem ríkisstjórnin hefur sjálf sett sér. Líf MagneudóttirFréttablaðið/Sigtryggur Ari.„Það er algjörlega ljóst að á höfuðborgarsvæðinu verður að ráðast í þessar framkvæmdir við borgarlínu. Ég veit að minn flokkur í ríkisstjórn ýtir mjög á þetta. Kannski eru efasemdarraddir uppi hjá samstarfsflokkunum, Framsókn og Sjálfstæðisflokki, en ég get ekki svarað fyrir það. Ég get bara haldið áfram að þrýsta hérna megin frá og mun halda því áfram,“ segir Líf. Hvað er borgarlína? Borgarlínan mun ferðast í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum sem eykur áreiðanleika og ferðahraða. Tíðni ferða verður mikil og getur farið í 5-7 mínútur á annatímum en þar sem þörf er á meiri afkastagetu getur hún farið í um 2 mínútur. Lögð verður áhersla á vandaðar yfirbyggðar biðstöðvar, með farmiðasjálfsölum og samtíma upplýsingaskiltum sem sýna hvenær næsti vagn kemur. Kostnaður borgarlínu Áætlaður kostnaður er um 1,10-1,15 milljarðar króna á hvern kílómetra á verðlagi í janúar 2017. Heildarkostnaður gæti því numið 63 t
Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira