Fyrirliðinn stressaður fyrir að opna sig fyrir þjóðinni Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 13. nóvember 2018 16:45 Aron Einar gefur út bók fyrir jólin. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, spilar sinn fyrsta leik undir stjórn Erik Hamrén á fimmtudagskvöldið þegar að strákarnir okkar mæta Belgíu í lokaleik liðsins í Þjóðadeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.45. Aron hefur glímt við mikil meiðsli að undanförnu en er kominn í gang með félagsliði sínu Cardiff og er klár í slaginn fyrir leikinn á móti einu besta liði heims eftir tvo daga. Þrátt fyrir að spila lítið eftir HM þar sem hann var einnig meiddur hefur hann ekki setið aðgerðarlaus. Aron hefur verið að skrifa ævisögu sína sem kemur út í vikunni og verður hluti af jólabókaflóðinu.Skrifar til næstu kynslóða Hugmyndin hefur verið lengi í kolli fyrirliðans. Hann vaknaði ekki bara einn daginn og ákvað að gefa út bók. „Þetta var aðeins lengra ferli en það,“ segir Aron og hlær í viðtali við Vísi á hóteli landsliðsins. „Þessi hugmynd kviknaði fyrir löngu síðan en þá vissi ég ekki hvort ég myndi geta eitthvað í fótbolta. Með árangrinum þá kviknaði meiri áhugi á þessu inn í mér. Ég veit ekki hvort mér hafi fundist ég skyldugur til að miðla reynslu minni til næstu kynslóða. Það blundaði samt í mér að miðla því sem það tók okkur að ná þessum árangri,“ segir fyrirliðinn. Þetta hefur verið langt ferli og eftir því sem árangurinn varð meiri fór Aron að skrifa meira og meira hjá sér sem gæti gagnast lesendum og komandi kynslóðum. „Í undankeppni EM byrjaði ég að punkta hjá mér hvað var í gangi og eitt leiddi af öðru og ég hélt áfram og svo hélt árangurinn áfram. Mig langaði fyrst að greina bara frá EM og HM en svo þegar ég settist niður með rithöfundinum þá varð þetta að ævisögu sem varð mjög skemmtilegt,“ segir hann.Ekki sjálfgefið „Þetta var skemmtileg reynsla. Einar varð eins og sálfræðingur fyrir mig. Ég var að rifja upp hluti sem ég þurfti að ganga í gegnum til þess að ná þessum árangri; fjölskyldumál og svona. Þetta var skemmtilegt ferli sem ég var stoltur og ánægður með. Ég er stressaður fyrir því núna að fólk fái að kynnast þessari persónu frekar en viðtals-Aroni,“ segir Aron. Miðjumaðurinn öflugi hefur náð svakalegum árangri á ferlinum en norðanmaðurinn hefur sjaldan verið stressaðari en fyrir útgáfu bókarinnar. „Það er ekki sjálfgefið að komast á tvö stórmót í röð verandi frá Íslandi. Ég er spenntur fyrir þessu en smá stressaður að fólk kynnist persónunni á bak við íþróttamanninn. Þarna sýni ég hvernig áhuga ég hef á fótbolta og öðrum hlutum. Ég er stressaðari fyrir þessu en að spila fyrir framan 80.000 manns á móti Frakklandi. Það hef ég gert alla ævi. Þetta er öðruvísi hlið á sjálfum mér,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð: Tækifæri til að sýna hvort menn séu klárir Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. 13. nóvember 2018 16:30 Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45 Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30 Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. 13. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, spilar sinn fyrsta leik undir stjórn Erik Hamrén á fimmtudagskvöldið þegar að strákarnir okkar mæta Belgíu í lokaleik liðsins í Þjóðadeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.45. Aron hefur glímt við mikil meiðsli að undanförnu en er kominn í gang með félagsliði sínu Cardiff og er klár í slaginn fyrir leikinn á móti einu besta liði heims eftir tvo daga. Þrátt fyrir að spila lítið eftir HM þar sem hann var einnig meiddur hefur hann ekki setið aðgerðarlaus. Aron hefur verið að skrifa ævisögu sína sem kemur út í vikunni og verður hluti af jólabókaflóðinu.Skrifar til næstu kynslóða Hugmyndin hefur verið lengi í kolli fyrirliðans. Hann vaknaði ekki bara einn daginn og ákvað að gefa út bók. „Þetta var aðeins lengra ferli en það,“ segir Aron og hlær í viðtali við Vísi á hóteli landsliðsins. „Þessi hugmynd kviknaði fyrir löngu síðan en þá vissi ég ekki hvort ég myndi geta eitthvað í fótbolta. Með árangrinum þá kviknaði meiri áhugi á þessu inn í mér. Ég veit ekki hvort mér hafi fundist ég skyldugur til að miðla reynslu minni til næstu kynslóða. Það blundaði samt í mér að miðla því sem það tók okkur að ná þessum árangri,“ segir fyrirliðinn. Þetta hefur verið langt ferli og eftir því sem árangurinn varð meiri fór Aron að skrifa meira og meira hjá sér sem gæti gagnast lesendum og komandi kynslóðum. „Í undankeppni EM byrjaði ég að punkta hjá mér hvað var í gangi og eitt leiddi af öðru og ég hélt áfram og svo hélt árangurinn áfram. Mig langaði fyrst að greina bara frá EM og HM en svo þegar ég settist niður með rithöfundinum þá varð þetta að ævisögu sem varð mjög skemmtilegt,“ segir hann.Ekki sjálfgefið „Þetta var skemmtileg reynsla. Einar varð eins og sálfræðingur fyrir mig. Ég var að rifja upp hluti sem ég þurfti að ganga í gegnum til þess að ná þessum árangri; fjölskyldumál og svona. Þetta var skemmtilegt ferli sem ég var stoltur og ánægður með. Ég er stressaður fyrir því núna að fólk fái að kynnast þessari persónu frekar en viðtals-Aroni,“ segir Aron. Miðjumaðurinn öflugi hefur náð svakalegum árangri á ferlinum en norðanmaðurinn hefur sjaldan verið stressaðari en fyrir útgáfu bókarinnar. „Það er ekki sjálfgefið að komast á tvö stórmót í röð verandi frá Íslandi. Ég er spenntur fyrir þessu en smá stressaður að fólk kynnist persónunni á bak við íþróttamanninn. Þarna sýni ég hvernig áhuga ég hef á fótbolta og öðrum hlutum. Ég er stressaðari fyrir þessu en að spila fyrir framan 80.000 manns á móti Frakklandi. Það hef ég gert alla ævi. Þetta er öðruvísi hlið á sjálfum mér,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð: Tækifæri til að sýna hvort menn séu klárir Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. 13. nóvember 2018 16:30 Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45 Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30 Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. 13. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Alfreð: Tækifæri til að sýna hvort menn séu klárir Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. 13. nóvember 2018 16:30
Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45
Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30
Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. 13. nóvember 2018 14:28