Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 14:28 Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. Hann getur sett fyrsta A-landsliðsmarkið fyrir Ísland á næstu dögum en Arnór var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn á föstudag. „Auðvitað verður maður að stefna hátt í þessu og það er gaman þegar það gengur svona vel og nær þeim markmiðum sem maður setur sér,“ sagði Arnór við Guðmund Benediktsson í Belgíu þar sem landsliðið er við æfingar. „Það þýðir ekkert að hanga endalaust upp í skýjunum yfir því, maður þarf að koma hingað inn og leggja á sig og vinna fyrir því að vera í þessum hópi.“ „Það er heiður að fá kallið. Ég kom í gær og eins og maður vissi þá er þetta topp hópur og allir mjög almennilegir. Þetta er mjög spennandi verkefni sem er fram undan.“ Ísland mætir Belgíu á fimmtudaginn í lokaleik Þjóðadeildarinnar. Ísland er fallið úr A-deildinni en á með sigri enn möguleika á fyrsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2020. „Ég held að við eigum fyrst og fremst að fara með fullt sjálfstraust inn í þennan leik. Við höfum engu að tapa og eigum enn séns. Við vitum að það vantar mjög mikilvæga leikmenn en þá opnast dyr fyrir aðra og við eigum helling af leikmönnum sem eru mjög góðir.“ Belgía er efsta lið heimslistans um þessar mundir, gerir Arnór sér vonir að fá fyrsta A-landsliðsleikinn gegn Eden Hazard og félögum? „Ég kem bara hér inn og geri mitt besta og held áfram að gera það sem ég hef verið að gera, síðan eru það þjálfararnir sem taka loka ákvörðunina.“ Leikur Belgíu og Íslands fer fram á fimmtudaginn 15. nóvember og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:35.Klippa: Arnór: Má ekki hanga uppi í skýjunum Þjóðadeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. Hann getur sett fyrsta A-landsliðsmarkið fyrir Ísland á næstu dögum en Arnór var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn á föstudag. „Auðvitað verður maður að stefna hátt í þessu og það er gaman þegar það gengur svona vel og nær þeim markmiðum sem maður setur sér,“ sagði Arnór við Guðmund Benediktsson í Belgíu þar sem landsliðið er við æfingar. „Það þýðir ekkert að hanga endalaust upp í skýjunum yfir því, maður þarf að koma hingað inn og leggja á sig og vinna fyrir því að vera í þessum hópi.“ „Það er heiður að fá kallið. Ég kom í gær og eins og maður vissi þá er þetta topp hópur og allir mjög almennilegir. Þetta er mjög spennandi verkefni sem er fram undan.“ Ísland mætir Belgíu á fimmtudaginn í lokaleik Þjóðadeildarinnar. Ísland er fallið úr A-deildinni en á með sigri enn möguleika á fyrsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2020. „Ég held að við eigum fyrst og fremst að fara með fullt sjálfstraust inn í þennan leik. Við höfum engu að tapa og eigum enn séns. Við vitum að það vantar mjög mikilvæga leikmenn en þá opnast dyr fyrir aðra og við eigum helling af leikmönnum sem eru mjög góðir.“ Belgía er efsta lið heimslistans um þessar mundir, gerir Arnór sér vonir að fá fyrsta A-landsliðsleikinn gegn Eden Hazard og félögum? „Ég kem bara hér inn og geri mitt besta og held áfram að gera það sem ég hef verið að gera, síðan eru það þjálfararnir sem taka loka ákvörðunina.“ Leikur Belgíu og Íslands fer fram á fimmtudaginn 15. nóvember og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:35.Klippa: Arnór: Má ekki hanga uppi í skýjunum
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira