„Til okkar leitar fólk sem að hefur lent í svipuðu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. janúar 2018 19:30 Sóknarprestur í Grafarvogskirkju segir ekki síður mikilvægt að konur í prestastétt stígi fram í ljósi þess hlutverks sem þær gegni í starfi. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi stigu konur í prestastétt fram í dag undir formerkjum MeToo-hreyfingarinnar líkt og konur í öðrum stéttum hafa gert undanfarnar vikur og mánuði. „Það er alla veganna mikilvægt, því að til okkar leitar fólk sem að hefur lent í svipuðu, að við séum ekki feimnar við að segja frá okkar sögum og sýna að við erum hluti af þessari ómenningu sem þrífst í samskiptum í samfélaginu,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju og stjórnarkona í Félagi prestvígðra kvenna, í samtali við Stöð 2. Að því er fram kemur í yfirlýsingunni eru gerendur ýmist yfirmenn, samstarfsfólk, sjálfboðaliðar eða aðilar sem nýta sér þjónustu kirkjunnar. Sögurnar skipta tugum og segja ýmist frá grófri kynferðislegri áreitni, kvenfyrirlitningu, valdaójafnvægi eða athugasemdum um útlit og klæðaburð.Biskup upplifað margt á áratugaferli í kirkjunni „Það kom okkur sjálfum á óvart þegar við lásum yfir allar sögurnar saman ýmislegt sem kom upp og margt sem hægt er að ræða og skoða en ekkert held ég sem að við konurnar í þessu samfélagi eigum ekki sammerkt,“ segir Jóhanna Gísladóttir, prestur í Langholtskirkju og formaður Félags prestvígðra kvenna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir frásagnirnar ekki koma sér á óvart. Sjálf hafi hún starfað innan kirkjunnar í nær fjörutíu ár og á þeim tíma hafi hún bæði séð og upplifað ýmislegt. Kveðst hún taka heilshugar undir kröfu kvenna í stéttinni og hyggst leggja sig fram við að bæta starfsumhverfi og samskipti í kirkjusamfélaginu. „Við finnum mikinn velvilja og erum sannfærðar um að allir þessir aðilar munu leggja sitt af mörkum til þess að breyta þessu en svo snýst þetta líka um hugarfarsbreytingu hjá öllum og þá er ekki síður bara sóknarnefndarfólk, starfsfólk, prestar og við öll hin,“ segir Guðrún. MeToo Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34 Vildi vita hvernig prestur gæti blessað söfnuðinn þegar hún væri á túr Áreitni sóknarbarna, kvenfyrirlitning og óviðeigandi hegðun samstarfsfélaga er meðal þess sem kvenprestar lýsa í frásögnum sínum. 15. janúar 2018 12:23 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Sóknarprestur í Grafarvogskirkju segir ekki síður mikilvægt að konur í prestastétt stígi fram í ljósi þess hlutverks sem þær gegni í starfi. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi stigu konur í prestastétt fram í dag undir formerkjum MeToo-hreyfingarinnar líkt og konur í öðrum stéttum hafa gert undanfarnar vikur og mánuði. „Það er alla veganna mikilvægt, því að til okkar leitar fólk sem að hefur lent í svipuðu, að við séum ekki feimnar við að segja frá okkar sögum og sýna að við erum hluti af þessari ómenningu sem þrífst í samskiptum í samfélaginu,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju og stjórnarkona í Félagi prestvígðra kvenna, í samtali við Stöð 2. Að því er fram kemur í yfirlýsingunni eru gerendur ýmist yfirmenn, samstarfsfólk, sjálfboðaliðar eða aðilar sem nýta sér þjónustu kirkjunnar. Sögurnar skipta tugum og segja ýmist frá grófri kynferðislegri áreitni, kvenfyrirlitningu, valdaójafnvægi eða athugasemdum um útlit og klæðaburð.Biskup upplifað margt á áratugaferli í kirkjunni „Það kom okkur sjálfum á óvart þegar við lásum yfir allar sögurnar saman ýmislegt sem kom upp og margt sem hægt er að ræða og skoða en ekkert held ég sem að við konurnar í þessu samfélagi eigum ekki sammerkt,“ segir Jóhanna Gísladóttir, prestur í Langholtskirkju og formaður Félags prestvígðra kvenna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir frásagnirnar ekki koma sér á óvart. Sjálf hafi hún starfað innan kirkjunnar í nær fjörutíu ár og á þeim tíma hafi hún bæði séð og upplifað ýmislegt. Kveðst hún taka heilshugar undir kröfu kvenna í stéttinni og hyggst leggja sig fram við að bæta starfsumhverfi og samskipti í kirkjusamfélaginu. „Við finnum mikinn velvilja og erum sannfærðar um að allir þessir aðilar munu leggja sitt af mörkum til þess að breyta þessu en svo snýst þetta líka um hugarfarsbreytingu hjá öllum og þá er ekki síður bara sóknarnefndarfólk, starfsfólk, prestar og við öll hin,“ segir Guðrún.
MeToo Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34 Vildi vita hvernig prestur gæti blessað söfnuðinn þegar hún væri á túr Áreitni sóknarbarna, kvenfyrirlitning og óviðeigandi hegðun samstarfsfélaga er meðal þess sem kvenprestar lýsa í frásögnum sínum. 15. janúar 2018 12:23 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34
Vildi vita hvernig prestur gæti blessað söfnuðinn þegar hún væri á túr Áreitni sóknarbarna, kvenfyrirlitning og óviðeigandi hegðun samstarfsfélaga er meðal þess sem kvenprestar lýsa í frásögnum sínum. 15. janúar 2018 12:23