Innlent

Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri.
Veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri. vísir/auðunn
Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. Mbl greindi fyrst frá þessu.

Í frétt mbl kemur fram að lögmaður Rositu, Sævar Þór Jónsson, hafi staðfest að kröfugerð, sem hann segir eiga fullan rétt á sér, hafi borist RÚV sem hafi til vikuloka til þess að bregðast við henni.

Í fyrstu frétt Ríkisútvarpsins um málið í fyrra, sem bar fyrirsögnina „Grunur um mansal á Akureyri,“ sagði að stéttarfélaginu Iðju hafi borist ábending um bága stöðu starfsfólks staðarins áður en hann opnaði. Starfsfólkið, sem væri af erlendu bergi brotið, væri með 30.000 krónur á mánuði í laun og væri gert að borða matarafganga á staðnum.

Þegar stéttarfélagið hafi farið á staðinn, rætt við starfsfólk og tekið út vinnuaðstæður var komist að þeirri niðurstöðu að allt sem kæmi fram í skjölum staðarins um kjör starfsmanna stæðust alla þá staðla sem gildi um rekstur veitingahúsa hérlendis og því ekki fótur fyrir vangaveltum um meint mansal.

Í kjölfarið sendi félagið frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að Ríkisútvarpið eitt ætti að taka fulla ábyrgð á því að hafa birt nafn staðarins í umfjöllun sinni um hið meinta mansal án þess að hafa fyrir því óyggjandi sannanir.

Rosita YuFan Zhang, eigandi Sjanghæ.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×