Skora á íslensk yfirvöld að leiðrétta mismunun gagnvart foreldrum langveika barna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. janúar 2018 21:00 Umhyggja, félag langveikra barna, skorar á yfirvöld að leiðrétta tafarlaust þá mismunun sem félagið segir viðgangast gagnvart foreldrum sem þurfa að vera frá vinnumarkaði vegna veikinda barna sinna. Ráðherra segir ábendingarnar eiga fullan rétt á sér og málið verði væntanlega tekið til skoðunar á næstunni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við mæður tveggja langveikra stúlkna sem segja regluverkið í kringum foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur þeirra neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Foreldrum sem fá tekjutengdar foreldragreiðslur er heimilt að vinna í minnkuðu starfshlutfalli samhliða greiðslum en samkvæmt lögum standa tekjutengdar greiðslur aðeins til boða í sex mánuði að hámarki. Foreldrar sem kjósa að vinna í hlutastarfi eða stunda nám samhliða ummönnun veikra barna sinna verða þannig af öllum greiðslum sem ekki falla innan ramma tekjutengingar. „Ég lýsi í rauninni fullum skilningi á þessum baráttumálum sem að þessi samtök eru að berjast fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við Stöð 2.Ekki síður jafnréttismál kynjanna Að sögn Ásmundar var sett af stað vinna við endurskoðun laga um foreldragreiðslur árið 2015 og fljótlega kunni að draga til tíðinda. „Ég held að það sé bara að koma áfangaskýrsla núna á næstu vikum og ég fái hana kynnta núna vonandi í þessari viku eða næstu.“ Í áskorun sinni vakti Umhyggja einnig athygli á því að ekki sé síður um jafnréttismál að ræða enda séu það í flestum tilfellum mæður sem hætta í vinnu til að sinna börnunum. Sumar þeirra séu árum saman utan vinnumarkaðar og fari á mis við ýmis tækifæri á vinnumarkaði. Þá búi þær við skert lífeyrisréttindi þar sem óheimilt er að greiða í lífeyrissjóð af grunngreiðslunum. „Það eru mæðurnar sem oftar eru heima með langveikum börnum og ég held að það sé bara mikilvægt að við tökum þessar athugasemdir til skoðunar samhliða því sem að við fáum niðurstöðu úr þessari endurskoðunarvinnu,“ segir Ásmundur. Tengdar fréttir Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 29. desember 2017 07:08 Foreldrar langveikra og alvarlega fatlaðra barna fá nú desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 28. desember 2017 18:29 Segja regluverk um foreldragreiðslur meingallað: „Við þurfum úrlausn okkar mála strax“ Mæður langveikra stúlkna segja regluverkið í kring um foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Þær segja sorglegt og ósanngjarnt að svona sé komið fram við foreldra langveikra barna. Þær geti ekki beðið endalaust eftir breytingum enda óvissa um líftíma stúlkna þeirra. 2. janúar 2018 20:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Umhyggja, félag langveikra barna, skorar á yfirvöld að leiðrétta tafarlaust þá mismunun sem félagið segir viðgangast gagnvart foreldrum sem þurfa að vera frá vinnumarkaði vegna veikinda barna sinna. Ráðherra segir ábendingarnar eiga fullan rétt á sér og málið verði væntanlega tekið til skoðunar á næstunni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við mæður tveggja langveikra stúlkna sem segja regluverkið í kringum foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur þeirra neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Foreldrum sem fá tekjutengdar foreldragreiðslur er heimilt að vinna í minnkuðu starfshlutfalli samhliða greiðslum en samkvæmt lögum standa tekjutengdar greiðslur aðeins til boða í sex mánuði að hámarki. Foreldrar sem kjósa að vinna í hlutastarfi eða stunda nám samhliða ummönnun veikra barna sinna verða þannig af öllum greiðslum sem ekki falla innan ramma tekjutengingar. „Ég lýsi í rauninni fullum skilningi á þessum baráttumálum sem að þessi samtök eru að berjast fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við Stöð 2.Ekki síður jafnréttismál kynjanna Að sögn Ásmundar var sett af stað vinna við endurskoðun laga um foreldragreiðslur árið 2015 og fljótlega kunni að draga til tíðinda. „Ég held að það sé bara að koma áfangaskýrsla núna á næstu vikum og ég fái hana kynnta núna vonandi í þessari viku eða næstu.“ Í áskorun sinni vakti Umhyggja einnig athygli á því að ekki sé síður um jafnréttismál að ræða enda séu það í flestum tilfellum mæður sem hætta í vinnu til að sinna börnunum. Sumar þeirra séu árum saman utan vinnumarkaðar og fari á mis við ýmis tækifæri á vinnumarkaði. Þá búi þær við skert lífeyrisréttindi þar sem óheimilt er að greiða í lífeyrissjóð af grunngreiðslunum. „Það eru mæðurnar sem oftar eru heima með langveikum börnum og ég held að það sé bara mikilvægt að við tökum þessar athugasemdir til skoðunar samhliða því sem að við fáum niðurstöðu úr þessari endurskoðunarvinnu,“ segir Ásmundur.
Tengdar fréttir Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 29. desember 2017 07:08 Foreldrar langveikra og alvarlega fatlaðra barna fá nú desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 28. desember 2017 18:29 Segja regluverk um foreldragreiðslur meingallað: „Við þurfum úrlausn okkar mála strax“ Mæður langveikra stúlkna segja regluverkið í kring um foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Þær segja sorglegt og ósanngjarnt að svona sé komið fram við foreldra langveikra barna. Þær geti ekki beðið endalaust eftir breytingum enda óvissa um líftíma stúlkna þeirra. 2. janúar 2018 20:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 29. desember 2017 07:08
Foreldrar langveikra og alvarlega fatlaðra barna fá nú desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 28. desember 2017 18:29
Segja regluverk um foreldragreiðslur meingallað: „Við þurfum úrlausn okkar mála strax“ Mæður langveikra stúlkna segja regluverkið í kring um foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Þær segja sorglegt og ósanngjarnt að svona sé komið fram við foreldra langveikra barna. Þær geti ekki beðið endalaust eftir breytingum enda óvissa um líftíma stúlkna þeirra. 2. janúar 2018 20:00