Töluverðar breytingar gerðar á strandveiðum á komandi vertíð Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2018 19:15 Töluverðar breytingar verða gerðar á tilhögun strandveiða í sumar og aflaheimildir meðal annars auknar um fimmtán hundruð tonn. Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. Það er smátt og smátt að skýrast hvaða mál verða samþykkt á vorþingi. En ljóst er að stjórnarflokkarnir ná aðeins að leggja fram hluta þeirra mála sem stefnt var að fyrir sumarið. Nú er hálfur mánuður þar til tveggja vikna hlé verður gert á störfum Alþingis vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Mál eru þegar farin að koma út úr nefndum. þannig voru þrettán frumvörp og þingsályktanir ýmist til annarrar eða síðari umræðu á dagskrá Alþingis í dag. Eitt þessara mála er frumvarp um töluverðar breytingar á lögum um strandveiðar. En samkvæmt gildandi lögum hefur aflaheimildum verið skipt í potta á einstök veiðisvæði í kringum um landið. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnumálanefndar segir sjómenn síðan hafa verið í kappi við hver annan og veðrið við að hala aflanum inn sem skjótast í hverjum mánuði. „Við ætlum í sumar að gera tilraun með tólf daga í mánuði fyrir hvern bát. Og hafa þannig aukinn sveigjanleika og tryggja frekara öryggi. Menn geta valið sér þann dag sem bestur er til róðra,“ segir Lilja Rafney. Verulega verði bætt við veiðiheimildir með ónýttum heimildum innan 5,3 prósenta af heildarveiðiheimildum á fiskveiðiárinu. En ráðherra geti stöðvað veiðarnar ef aflinn næst áður en veiðitímabilinu lýkur. „En ráðherra hefur líka heimild samkvæmt reglugerð til að bæta ónýttum heimildum inn í kerfið þegar líður á sumarið ef þörf verður á,“ segir Lilja Rafney. Hins vegar sé ólíklegt að til þess þurfi að koma enda verði heimildir auknar í 11.200 tonn eða um tæplega fimmtán hundruð tonn. Þá verður ufsinn settur í sviga og ekki talinn með eins og áður var gert. Svæðaskiptingu veiðanna verður haldið og menn verða að skrá sig á tiltekin svæði þótt nú verði um að ræða heildarkvóta fyrir öll svæðin. „Og síðan fer það eftir því hvernig gæftir verða og hvernig gengur að veiða hjá hverjum og einum sem skráir sig inn í strandveiðar hve hratt gengur á þann pott,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir. Alþingi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Töluverðar breytingar verða gerðar á tilhögun strandveiða í sumar og aflaheimildir meðal annars auknar um fimmtán hundruð tonn. Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. Það er smátt og smátt að skýrast hvaða mál verða samþykkt á vorþingi. En ljóst er að stjórnarflokkarnir ná aðeins að leggja fram hluta þeirra mála sem stefnt var að fyrir sumarið. Nú er hálfur mánuður þar til tveggja vikna hlé verður gert á störfum Alþingis vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Mál eru þegar farin að koma út úr nefndum. þannig voru þrettán frumvörp og þingsályktanir ýmist til annarrar eða síðari umræðu á dagskrá Alþingis í dag. Eitt þessara mála er frumvarp um töluverðar breytingar á lögum um strandveiðar. En samkvæmt gildandi lögum hefur aflaheimildum verið skipt í potta á einstök veiðisvæði í kringum um landið. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnumálanefndar segir sjómenn síðan hafa verið í kappi við hver annan og veðrið við að hala aflanum inn sem skjótast í hverjum mánuði. „Við ætlum í sumar að gera tilraun með tólf daga í mánuði fyrir hvern bát. Og hafa þannig aukinn sveigjanleika og tryggja frekara öryggi. Menn geta valið sér þann dag sem bestur er til róðra,“ segir Lilja Rafney. Verulega verði bætt við veiðiheimildir með ónýttum heimildum innan 5,3 prósenta af heildarveiðiheimildum á fiskveiðiárinu. En ráðherra geti stöðvað veiðarnar ef aflinn næst áður en veiðitímabilinu lýkur. „En ráðherra hefur líka heimild samkvæmt reglugerð til að bæta ónýttum heimildum inn í kerfið þegar líður á sumarið ef þörf verður á,“ segir Lilja Rafney. Hins vegar sé ólíklegt að til þess þurfi að koma enda verði heimildir auknar í 11.200 tonn eða um tæplega fimmtán hundruð tonn. Þá verður ufsinn settur í sviga og ekki talinn með eins og áður var gert. Svæðaskiptingu veiðanna verður haldið og menn verða að skrá sig á tiltekin svæði þótt nú verði um að ræða heildarkvóta fyrir öll svæðin. „Og síðan fer það eftir því hvernig gæftir verða og hvernig gengur að veiða hjá hverjum og einum sem skráir sig inn í strandveiðar hve hratt gengur á þann pott,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Alþingi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira