Töluverðar breytingar gerðar á strandveiðum á komandi vertíð Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2018 19:15 Töluverðar breytingar verða gerðar á tilhögun strandveiða í sumar og aflaheimildir meðal annars auknar um fimmtán hundruð tonn. Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. Það er smátt og smátt að skýrast hvaða mál verða samþykkt á vorþingi. En ljóst er að stjórnarflokkarnir ná aðeins að leggja fram hluta þeirra mála sem stefnt var að fyrir sumarið. Nú er hálfur mánuður þar til tveggja vikna hlé verður gert á störfum Alþingis vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Mál eru þegar farin að koma út úr nefndum. þannig voru þrettán frumvörp og þingsályktanir ýmist til annarrar eða síðari umræðu á dagskrá Alþingis í dag. Eitt þessara mála er frumvarp um töluverðar breytingar á lögum um strandveiðar. En samkvæmt gildandi lögum hefur aflaheimildum verið skipt í potta á einstök veiðisvæði í kringum um landið. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnumálanefndar segir sjómenn síðan hafa verið í kappi við hver annan og veðrið við að hala aflanum inn sem skjótast í hverjum mánuði. „Við ætlum í sumar að gera tilraun með tólf daga í mánuði fyrir hvern bát. Og hafa þannig aukinn sveigjanleika og tryggja frekara öryggi. Menn geta valið sér þann dag sem bestur er til róðra,“ segir Lilja Rafney. Verulega verði bætt við veiðiheimildir með ónýttum heimildum innan 5,3 prósenta af heildarveiðiheimildum á fiskveiðiárinu. En ráðherra geti stöðvað veiðarnar ef aflinn næst áður en veiðitímabilinu lýkur. „En ráðherra hefur líka heimild samkvæmt reglugerð til að bæta ónýttum heimildum inn í kerfið þegar líður á sumarið ef þörf verður á,“ segir Lilja Rafney. Hins vegar sé ólíklegt að til þess þurfi að koma enda verði heimildir auknar í 11.200 tonn eða um tæplega fimmtán hundruð tonn. Þá verður ufsinn settur í sviga og ekki talinn með eins og áður var gert. Svæðaskiptingu veiðanna verður haldið og menn verða að skrá sig á tiltekin svæði þótt nú verði um að ræða heildarkvóta fyrir öll svæðin. „Og síðan fer það eftir því hvernig gæftir verða og hvernig gengur að veiða hjá hverjum og einum sem skráir sig inn í strandveiðar hve hratt gengur á þann pott,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir. Alþingi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Töluverðar breytingar verða gerðar á tilhögun strandveiða í sumar og aflaheimildir meðal annars auknar um fimmtán hundruð tonn. Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. Það er smátt og smátt að skýrast hvaða mál verða samþykkt á vorþingi. En ljóst er að stjórnarflokkarnir ná aðeins að leggja fram hluta þeirra mála sem stefnt var að fyrir sumarið. Nú er hálfur mánuður þar til tveggja vikna hlé verður gert á störfum Alþingis vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Mál eru þegar farin að koma út úr nefndum. þannig voru þrettán frumvörp og þingsályktanir ýmist til annarrar eða síðari umræðu á dagskrá Alþingis í dag. Eitt þessara mála er frumvarp um töluverðar breytingar á lögum um strandveiðar. En samkvæmt gildandi lögum hefur aflaheimildum verið skipt í potta á einstök veiðisvæði í kringum um landið. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnumálanefndar segir sjómenn síðan hafa verið í kappi við hver annan og veðrið við að hala aflanum inn sem skjótast í hverjum mánuði. „Við ætlum í sumar að gera tilraun með tólf daga í mánuði fyrir hvern bát. Og hafa þannig aukinn sveigjanleika og tryggja frekara öryggi. Menn geta valið sér þann dag sem bestur er til róðra,“ segir Lilja Rafney. Verulega verði bætt við veiðiheimildir með ónýttum heimildum innan 5,3 prósenta af heildarveiðiheimildum á fiskveiðiárinu. En ráðherra geti stöðvað veiðarnar ef aflinn næst áður en veiðitímabilinu lýkur. „En ráðherra hefur líka heimild samkvæmt reglugerð til að bæta ónýttum heimildum inn í kerfið þegar líður á sumarið ef þörf verður á,“ segir Lilja Rafney. Hins vegar sé ólíklegt að til þess þurfi að koma enda verði heimildir auknar í 11.200 tonn eða um tæplega fimmtán hundruð tonn. Þá verður ufsinn settur í sviga og ekki talinn með eins og áður var gert. Svæðaskiptingu veiðanna verður haldið og menn verða að skrá sig á tiltekin svæði þótt nú verði um að ræða heildarkvóta fyrir öll svæðin. „Og síðan fer það eftir því hvernig gæftir verða og hvernig gengur að veiða hjá hverjum og einum sem skráir sig inn í strandveiðar hve hratt gengur á þann pott,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Alþingi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira