Özil hættur í landsliðinu: Hraunar yfir forseta þýska sambandsins og kallar hann rasista Anton Ingi Leifsson skrifar 22. júlí 2018 19:29 Özil í leik á HM í sumar. vísir/getty Mesut Özil er hættur að spila fyrir þýska landsliðið í knattspyrnu. Þetta segir hann í yfirlýsingu á Twitter-reikningi sínum. Özil og félagar í þýska landsliðinu komust ekki upp úr riðlinum á HM í Rússlandi og fengu þeir gífurlega gagnrýni fyrir það. Enginn fékk líklega meiri gagnrýni en Özil sjálfur og segir hann í harðorða yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni að nú sé komið nóg. Hann sé hættur að spila fyrir landsliðið. „Eftir að ég tók mynd af mér með Erdogen, forseta, bað Joachim Löw mig um að koma fyrr til Berlínar til gefa út yfirlýsingu svo við gætum haldið áfram,” sagði Özil en mikið fjaðrafok var í Þýskalandi eftir áðurnefnda mynd. „Þegar ég reyndi að útskýra þetta fyrir Grindel (innsk. blm. forseta þýska sambandsins); mína arfleið, forfeður og aðrar útskýringar bakvið þessa mynd þá var hann meira áhugasamur um að tala um pólitískar skoðanir hans og gera lítið úr minni skoðun.” „Ég veit að hann vildi taka mig úr liðinu útaf myndinni en Löw og Oliver Bierhoff stóðu með mér. Í augum Grindel er ég Þjóðverji er við við vinnum en þegar við töpum þá er ég innflytjandi.” „Þetta er þyngra en tárum taki og hefur tekið langan tíma að ákveða þetta; ég mun ekki spila fyrir þýska landsliðið þegar ég er með þá tilfinningu að þar sé rasismi og vanvirðing,” sagði Özil. Hann fer um víðan völl í yfirlýsingu sinni sem er margar blaðsíður og tekur þar á meðal hart á nokkrum stuðningsmönnum Þýskalands sem voru ósvífnir í garð Özil eftir HM. Alla yfirlýsinguna má lesa hér að neðan.The past couple of weeks have given me time to reflect, and time to think over the events of the last few months. Consequently, I want to share my thoughts and feelings about what has happened. pic.twitter.com/WpWrlHxx74— Mesut Özil (@MesutOzil1088) July 22, 2018 II / III pic.twitter.com/Jwqv76jkmd— Mesut Özil (@MesutOzil1088) July 22, 2018 III / III pic.twitter.com/c8aTzYOhWU— Mesut Özil (@MesutOzil1088) July 22, 2018 Fótbolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga Sjá meira
Mesut Özil er hættur að spila fyrir þýska landsliðið í knattspyrnu. Þetta segir hann í yfirlýsingu á Twitter-reikningi sínum. Özil og félagar í þýska landsliðinu komust ekki upp úr riðlinum á HM í Rússlandi og fengu þeir gífurlega gagnrýni fyrir það. Enginn fékk líklega meiri gagnrýni en Özil sjálfur og segir hann í harðorða yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni að nú sé komið nóg. Hann sé hættur að spila fyrir landsliðið. „Eftir að ég tók mynd af mér með Erdogen, forseta, bað Joachim Löw mig um að koma fyrr til Berlínar til gefa út yfirlýsingu svo við gætum haldið áfram,” sagði Özil en mikið fjaðrafok var í Þýskalandi eftir áðurnefnda mynd. „Þegar ég reyndi að útskýra þetta fyrir Grindel (innsk. blm. forseta þýska sambandsins); mína arfleið, forfeður og aðrar útskýringar bakvið þessa mynd þá var hann meira áhugasamur um að tala um pólitískar skoðanir hans og gera lítið úr minni skoðun.” „Ég veit að hann vildi taka mig úr liðinu útaf myndinni en Löw og Oliver Bierhoff stóðu með mér. Í augum Grindel er ég Þjóðverji er við við vinnum en þegar við töpum þá er ég innflytjandi.” „Þetta er þyngra en tárum taki og hefur tekið langan tíma að ákveða þetta; ég mun ekki spila fyrir þýska landsliðið þegar ég er með þá tilfinningu að þar sé rasismi og vanvirðing,” sagði Özil. Hann fer um víðan völl í yfirlýsingu sinni sem er margar blaðsíður og tekur þar á meðal hart á nokkrum stuðningsmönnum Þýskalands sem voru ósvífnir í garð Özil eftir HM. Alla yfirlýsinguna má lesa hér að neðan.The past couple of weeks have given me time to reflect, and time to think over the events of the last few months. Consequently, I want to share my thoughts and feelings about what has happened. pic.twitter.com/WpWrlHxx74— Mesut Özil (@MesutOzil1088) July 22, 2018 II / III pic.twitter.com/Jwqv76jkmd— Mesut Özil (@MesutOzil1088) July 22, 2018 III / III pic.twitter.com/c8aTzYOhWU— Mesut Özil (@MesutOzil1088) July 22, 2018
Fótbolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga Sjá meira