Helgi Sig: Þótt Óli sé góður er hann enginn Messías Jón Ágúst Eyþórsson skrifar 22. júlí 2018 20:48 Helgi Sig var pirraður í leikslok. vísir/andri marinó Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var, eins og gefur að skilja hundfúll eftir stórt tap gegn KA í Pepsi-deildinni. „Það er hundfúlt að koma hingað og gefa KA mönnum allt of léttan leik,” sagði Helgi í samtali við Vísi í leikslok. „Þetta var svo sem í allt í lagi jafnvægi til að byrja með en eftir að við fengum þetta mark á okkur seig aðins á ógæfuhliðina.“ Helgi segir sína menn þó hafa komið sér aftur inn í leikinn og hefðu hans menn getað snúið leiknum aftur við þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir hálftíma leik. „Því miður klúðruðum við því og þeir finna blóðbragðið og keyra á það og ná að skora 2 – 0 fyrir lok fyrri hálfleiks og það er erfið staða að kyngja í.“ Hann segir sína menn þó hafa komið nokkuð sterka inn í seinni hálfleikinn og fá nokkur ákjósanleg færi en eftir að KA menn skora þriðja markið og þeir missa mann af velli með rautt spjald hafi þetta einfaldlega orðið ansi erfitt. Fylkismenn hafa fengið á sig þrettán mörk í síðustu þremur leikjum og segir Helgi ekkert annað vera í stöðunni en að halda áfram að vinna vel á æfingasvæðinu með þá hluti sem þarf að vinna með. „Við vissum það fyrir mót að við værum með unga og óreynda stráka þarna í vörninni og við þurfum bara að halda utan um þá og reyna að bæta þeirra leik.“ Helgi vill þó ekki meina að varnarmennirnir beri einir sök í máli. ,,Við erum 11 inná, auk þeirra sem eru á bekknum og erum allir í sama bát og verðum að róa í sömu átt og finna lausnir við þessu.“ Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahóp Fylkis þrátt fyrir að hafa fengið leikheimild 19. júlí. „Við eigum náttúrulega mann inni eins og Óla Inga en þótt hann sé að koma þá er engin Messías að koma þar. Hann er frábær fótboltamaður en hinir verða líka að stíga upp til þess að Óli nýtist okkur á sem bestan hátt og við verðum að huga að því að sjálfstraust manna fari að verða betra.“ Ástæðan fyrir fjarveru Ólafs Inga er einföld. Hann er einfaldlega erlendis með fjölskyldunni í fríi en hann er væntanlegur í næsta leik Fylkismanna. Helgi ítrekar að hans menn geti ekki bara beðið eftir Óla heldur þurfa þeir leikmenn sem spila fyrir félagið vera tilbúnir að slást og berjast fyrir liðið. „Óli er frábær leikmaður og mun auðvitað hjálpa okkur en það þurfa aðrir að stíga upp líka.“ Að lokum ítrekaði Helgi það að ekki fleiri leikmanna sé að vænta í Árbæinn í þessum glugga. Hann bætir því við að hann telji sinn leikmannahóp nægilega góðan fyrir verkefnið en það sé ekki nóg. „Þeir verða að hafa trú á sinni eigin getu. Við erum að gefa þessum ungu strákum séns og þeir verða að stíga upp ásamt öðrum, ekki bara leikmenn heldur við sem komum að þjálfuninni sömuleiðis.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var, eins og gefur að skilja hundfúll eftir stórt tap gegn KA í Pepsi-deildinni. „Það er hundfúlt að koma hingað og gefa KA mönnum allt of léttan leik,” sagði Helgi í samtali við Vísi í leikslok. „Þetta var svo sem í allt í lagi jafnvægi til að byrja með en eftir að við fengum þetta mark á okkur seig aðins á ógæfuhliðina.“ Helgi segir sína menn þó hafa komið sér aftur inn í leikinn og hefðu hans menn getað snúið leiknum aftur við þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir hálftíma leik. „Því miður klúðruðum við því og þeir finna blóðbragðið og keyra á það og ná að skora 2 – 0 fyrir lok fyrri hálfleiks og það er erfið staða að kyngja í.“ Hann segir sína menn þó hafa komið nokkuð sterka inn í seinni hálfleikinn og fá nokkur ákjósanleg færi en eftir að KA menn skora þriðja markið og þeir missa mann af velli með rautt spjald hafi þetta einfaldlega orðið ansi erfitt. Fylkismenn hafa fengið á sig þrettán mörk í síðustu þremur leikjum og segir Helgi ekkert annað vera í stöðunni en að halda áfram að vinna vel á æfingasvæðinu með þá hluti sem þarf að vinna með. „Við vissum það fyrir mót að við værum með unga og óreynda stráka þarna í vörninni og við þurfum bara að halda utan um þá og reyna að bæta þeirra leik.“ Helgi vill þó ekki meina að varnarmennirnir beri einir sök í máli. ,,Við erum 11 inná, auk þeirra sem eru á bekknum og erum allir í sama bát og verðum að róa í sömu átt og finna lausnir við þessu.“ Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahóp Fylkis þrátt fyrir að hafa fengið leikheimild 19. júlí. „Við eigum náttúrulega mann inni eins og Óla Inga en þótt hann sé að koma þá er engin Messías að koma þar. Hann er frábær fótboltamaður en hinir verða líka að stíga upp til þess að Óli nýtist okkur á sem bestan hátt og við verðum að huga að því að sjálfstraust manna fari að verða betra.“ Ástæðan fyrir fjarveru Ólafs Inga er einföld. Hann er einfaldlega erlendis með fjölskyldunni í fríi en hann er væntanlegur í næsta leik Fylkismanna. Helgi ítrekar að hans menn geti ekki bara beðið eftir Óla heldur þurfa þeir leikmenn sem spila fyrir félagið vera tilbúnir að slást og berjast fyrir liðið. „Óli er frábær leikmaður og mun auðvitað hjálpa okkur en það þurfa aðrir að stíga upp líka.“ Að lokum ítrekaði Helgi það að ekki fleiri leikmanna sé að vænta í Árbæinn í þessum glugga. Hann bætir því við að hann telji sinn leikmannahóp nægilega góðan fyrir verkefnið en það sé ekki nóg. „Þeir verða að hafa trú á sinni eigin getu. Við erum að gefa þessum ungu strákum séns og þeir verða að stíga upp ásamt öðrum, ekki bara leikmenn heldur við sem komum að þjálfuninni sömuleiðis.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira