Klopp: Geri hvað sem er til að gera Liverpool sigursælt Arnar Geir Halldórsson skrifar 22. júlí 2018 11:00 Jurgen Klopp hikar ekki við að rífa upp veskið. vísir/afp Í kjölfar kaupa Liverpool á Virgil van Dijk og Alisson Becker hafa ummæli Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, frá árinu 2016 verið rifjuð upp. Klopp lét þá hafa eftir sér að hann myndi aldrei fara álíka leið og önnur lið í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar sem voru að eyða stjarnfræðilegum upphæðum í leikmenn. Voru ummælin látin falla í kjölfar kaupa Manchester United á Paul Pogba á tæplega 90 milljónir punda. Klopp svaraði fyrir þetta á blaðamannafundi í Bandaríkjunum í nótt og virðist hafa skipt um skoðun; með það að markmiði að gera Liverpool að Englandsmeisturum. „Ég geri hvað sem er til að gera Liverpool sigursælt. Ég hefði ekki getað ímyndað mér að heimurinn myndi breytast á þennan hátt. Fyrir tveimur árum voru 100 milljónir punda brjálæðislega hátt verð. Síðan þá hefur þessi heimur algjörlega breyst,“ segir Klopp og hélt áfram. „Mitt starf er fyrst og fremst að gera þetta félag eins sigursælt og mögulegt er. Starf mitt snýst ekki um að koma mínum hugmyndum á framfæri og ég get ekki sagt: Ég ætla ekki að kaupa leikmenn af því ég vil ekki eyða háum fjárhæðum, og í kjölfarið yrði Liverpool ekki sigursælt,“ segir Klopp. Liverpool gerði Alisson Becker nýverið að dýrasta markverði sögunnar en Virgil van Dijk er einmitt dýrasti varnarmaður sögunnar eftir að hafa komið frá Southampton. Klopp hefur einnig styrkt liðið með þeim Naby Keita, Fabinho og Xherdan Shaqiri í sumar. „Við höfum mjög gott lið og mjög góðan leikmannahóp. Það þarf að eyða miklum fjármunum til að bæta hópinn. Leikmenn sem bæta hópinn okkar eru ekki á hverju strái," segir Klopp. Liverpool er í æfingaferð í Bandaríkjunum og mætir fyrrum lærisveinum Klopp í Borussia Dortmund í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20 á íslenskum tíma og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Í kjölfar kaupa Liverpool á Virgil van Dijk og Alisson Becker hafa ummæli Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, frá árinu 2016 verið rifjuð upp. Klopp lét þá hafa eftir sér að hann myndi aldrei fara álíka leið og önnur lið í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar sem voru að eyða stjarnfræðilegum upphæðum í leikmenn. Voru ummælin látin falla í kjölfar kaupa Manchester United á Paul Pogba á tæplega 90 milljónir punda. Klopp svaraði fyrir þetta á blaðamannafundi í Bandaríkjunum í nótt og virðist hafa skipt um skoðun; með það að markmiði að gera Liverpool að Englandsmeisturum. „Ég geri hvað sem er til að gera Liverpool sigursælt. Ég hefði ekki getað ímyndað mér að heimurinn myndi breytast á þennan hátt. Fyrir tveimur árum voru 100 milljónir punda brjálæðislega hátt verð. Síðan þá hefur þessi heimur algjörlega breyst,“ segir Klopp og hélt áfram. „Mitt starf er fyrst og fremst að gera þetta félag eins sigursælt og mögulegt er. Starf mitt snýst ekki um að koma mínum hugmyndum á framfæri og ég get ekki sagt: Ég ætla ekki að kaupa leikmenn af því ég vil ekki eyða háum fjárhæðum, og í kjölfarið yrði Liverpool ekki sigursælt,“ segir Klopp. Liverpool gerði Alisson Becker nýverið að dýrasta markverði sögunnar en Virgil van Dijk er einmitt dýrasti varnarmaður sögunnar eftir að hafa komið frá Southampton. Klopp hefur einnig styrkt liðið með þeim Naby Keita, Fabinho og Xherdan Shaqiri í sumar. „Við höfum mjög gott lið og mjög góðan leikmannahóp. Það þarf að eyða miklum fjármunum til að bæta hópinn. Leikmenn sem bæta hópinn okkar eru ekki á hverju strái," segir Klopp. Liverpool er í æfingaferð í Bandaríkjunum og mætir fyrrum lærisveinum Klopp í Borussia Dortmund í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20 á íslenskum tíma og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira