Ríkisstjórnin boðar skattalagabreytingar Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2018 20:50 Ríkisstjórnin boðar skattalagabreytingar sem koma eigi lág og millitekjuhópum til góða. Þá mun samgönguáætlun til næstu ára loksins líta dagsins ljós á fyrstu dögum haustþings sem kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra reiknar með að tekist verði á um nýtt frumvarp um veiðileyfagjöld. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu saman til ríkisráðsfundar með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan fjögur í dag. Þetta var síðasti ríkisráðsfundurinn áður en Alþingi kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra boðar skattalagabreytingar í fjárlagafrumvarpinu. „Fjárlögin verða auðvitað bara í takti við tiltölulega nýsamþykkta fjármálaáætlun og síðan verður auðvitað svokallaður tekjubandormur þar sem við munum sjá tilteknar ráðstafanir í skattamálum. Eins og boðað hafði verið í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í vor þá munu þær ekki síst snúast um lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa.“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Bessastöðum í dag. Mörg önnur stór mál munu setja svip sinn á haustþingið og ber fyrst að nefna samgönguáætlun sem beðið er með mikilli eftirvæntingu, þar sem mikil og stór verkefni bíða, bæði í nýframkvæmdum og viðhaldi víðs vegar um landið. Einnig má reikna með stórum og umdeildum málum frá öðrum ráðherrum. „Kannski þau stærstu hjá mér verða ekki á dagskrá fyrr en að loknum áramótum og þau verða endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands en sjálf verð ég með mitt fyrsta mál, breytingu á lögum um umboðsmann barna þar sem tekið verður upp það nýmæli að halda barnaþing reglubundið.“ segir forsætisráðherra. Það má reikna með átökum um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld en frumvarp atvinnuveganefndar um lækkun þeirra komst ekki í gegnum Alþingi á vorþinginu.„Enda fannst mer það sanngjarnt að Alþingi fengi meiri tíma til að ræða framtíðarfyrirkomulag veiðigjalda. Ráðherrann hefur núna verið að vinna að frumvarpi um það efni í sumar þannig ég á von á því að það auðvitað fari fyrir þingið en ég veit líka að það verður auðvitað tekist á um það eins og ávallt þegar veiðigjöld eru til umræðu á Alþingi.“Aðspurð hvort hún spái átakamiklu þingi segist Katrín vonast til þess að þingmenn nái saman um flest mál, þó að sjálfsögðu verði þau ekki sammála um allt. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Ríkisstjórnin boðar skattalagabreytingar sem koma eigi lág og millitekjuhópum til góða. Þá mun samgönguáætlun til næstu ára loksins líta dagsins ljós á fyrstu dögum haustþings sem kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra reiknar með að tekist verði á um nýtt frumvarp um veiðileyfagjöld. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu saman til ríkisráðsfundar með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan fjögur í dag. Þetta var síðasti ríkisráðsfundurinn áður en Alþingi kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra boðar skattalagabreytingar í fjárlagafrumvarpinu. „Fjárlögin verða auðvitað bara í takti við tiltölulega nýsamþykkta fjármálaáætlun og síðan verður auðvitað svokallaður tekjubandormur þar sem við munum sjá tilteknar ráðstafanir í skattamálum. Eins og boðað hafði verið í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í vor þá munu þær ekki síst snúast um lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa.“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Bessastöðum í dag. Mörg önnur stór mál munu setja svip sinn á haustþingið og ber fyrst að nefna samgönguáætlun sem beðið er með mikilli eftirvæntingu, þar sem mikil og stór verkefni bíða, bæði í nýframkvæmdum og viðhaldi víðs vegar um landið. Einnig má reikna með stórum og umdeildum málum frá öðrum ráðherrum. „Kannski þau stærstu hjá mér verða ekki á dagskrá fyrr en að loknum áramótum og þau verða endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands en sjálf verð ég með mitt fyrsta mál, breytingu á lögum um umboðsmann barna þar sem tekið verður upp það nýmæli að halda barnaþing reglubundið.“ segir forsætisráðherra. Það má reikna með átökum um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld en frumvarp atvinnuveganefndar um lækkun þeirra komst ekki í gegnum Alþingi á vorþinginu.„Enda fannst mer það sanngjarnt að Alþingi fengi meiri tíma til að ræða framtíðarfyrirkomulag veiðigjalda. Ráðherrann hefur núna verið að vinna að frumvarpi um það efni í sumar þannig ég á von á því að það auðvitað fari fyrir þingið en ég veit líka að það verður auðvitað tekist á um það eins og ávallt þegar veiðigjöld eru til umræðu á Alþingi.“Aðspurð hvort hún spái átakamiklu þingi segist Katrín vonast til þess að þingmenn nái saman um flest mál, þó að sjálfsögðu verði þau ekki sammála um allt.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira