Frakkar saka Rússa um geimnjósnir Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2018 23:30 Evrópskum gervitunglum er yfirleitt skotið á loft með Ariane-eldflaugum frá Frönsku Gíönu. Vísir/EPA Varnarmálaráðherra Frakklands hefur sakað Rússa um að hafa gert tilraun til geimnjósna í fyrra. Hann segir að Frakkar verði að bregðast við tilraunum stórvelda með fjandsamlega geimtækni. Rússneskt njósnagervitungl nálgaðist gervitungl sem franski og ítalski herinn nota til þess að skiptast á háleynilegum upplýsingum og reyndi að fylgjast með fjarskiptum þess í fyrra. Florence Parly, varnarmálaráðherra Frakklands, greindi frá atvikinu í ræðu þar sem hún lýsti geimstefnu ríkisstjórnarinnar fyrir næstu árin. Frönsk yfirvöld hafi gripið til aðgerða til þess að trygga öryggi fjarskipta gervitunglsins. Rússneska gervitunglið hafi verið af gerðinni Lútsj-Ólymp.Breska ríkisútvarpið BBC segir að bandarísk stjórnvöld hafi greint frá því árið 2015 að Lútsj-gervitungl hafi nálgast tvo njósnahnetti þeirra. Þau hafi gert athugasemd við ferðir rússneska gervitunglsins við rússnesk yfirvöld. Parly segir að Frakkar fylgist ennþá grant með Lútsj-gervitunglinu. Eftirlitið hafi leitt í ljós að tunglið hafi verið á mikilli hreyfingu næstu mánuðina á eftir og að það hafi nálgast aðra gervihnetti. „Að reyna að hlera nágranna þína er ekki bara óvinalegt heldur eru það njósnir,“ sagði Parly. Frönsk stjórnvöld vinna nú að geimvörnum sínum og sagði Parly að þau þyrftu að bregðast við nýrri og herskárri geimtækni sem stórveldin væru með í þróun. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Varnarmálaráðherra Frakklands hefur sakað Rússa um að hafa gert tilraun til geimnjósna í fyrra. Hann segir að Frakkar verði að bregðast við tilraunum stórvelda með fjandsamlega geimtækni. Rússneskt njósnagervitungl nálgaðist gervitungl sem franski og ítalski herinn nota til þess að skiptast á háleynilegum upplýsingum og reyndi að fylgjast með fjarskiptum þess í fyrra. Florence Parly, varnarmálaráðherra Frakklands, greindi frá atvikinu í ræðu þar sem hún lýsti geimstefnu ríkisstjórnarinnar fyrir næstu árin. Frönsk yfirvöld hafi gripið til aðgerða til þess að trygga öryggi fjarskipta gervitunglsins. Rússneska gervitunglið hafi verið af gerðinni Lútsj-Ólymp.Breska ríkisútvarpið BBC segir að bandarísk stjórnvöld hafi greint frá því árið 2015 að Lútsj-gervitungl hafi nálgast tvo njósnahnetti þeirra. Þau hafi gert athugasemd við ferðir rússneska gervitunglsins við rússnesk yfirvöld. Parly segir að Frakkar fylgist ennþá grant með Lútsj-gervitunglinu. Eftirlitið hafi leitt í ljós að tunglið hafi verið á mikilli hreyfingu næstu mánuðina á eftir og að það hafi nálgast aðra gervihnetti. „Að reyna að hlera nágranna þína er ekki bara óvinalegt heldur eru það njósnir,“ sagði Parly. Frönsk stjórnvöld vinna nú að geimvörnum sínum og sagði Parly að þau þyrftu að bregðast við nýrri og herskárri geimtækni sem stórveldin væru með í þróun.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira