Hæstiréttur vísar frá kröfu um vanhæfi dómara við Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2018 12:29 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, sést hér fyrir aftan Jón H. B. Snorrason, saksóknara, þegar krafan um vanhæfi var tekin fyrir í Landsrétti. vísir/eyþór Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir, dómari í Landsrétti, víki sæti í tilteknu sakamáli sökum vanhæfis. Þetta staðfestir Vilhjálmur í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Kjarnans. Dómur Hæstaréttar hefur ekki verið birtur á vef réttarins en áður hafði Landsréttur komist að þeirri niðurstöðu að Arnfríður væri ekki vanhæf til að dæma í málinu. Kvað Arnfríður sjálf upp þann úrskurð ásamt tveimur meðdómendum. Með niðurstöðu Hæstaréttar nú liggur því fyrir að málið verði efnislega tekið fyrir í Landsrétti. Krafan um að Arnfríður myndi víkja sæti var sett á þeim grundvelli að hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Arnfríður var ein þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu dómnefndar um hæfi umsækjenda. Með kröfunni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum Landsréttar sem ekki voru á meðal þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Var málinu vísað frá Hæstarétti á þeim grundvelli að ekki hafi verið færð rök fyrir því að Arnfríður væri vanhæf til að dæma í því tiltekna sakamáli sem krafan sneri að, samkvæmt 6. grein laga um meðferð sakamála. Röksemdirnar hefðu snúið að því hvort ekki hefði verið farið að lögum við skipan dómarans í embætti en ekki hafi verið rétt að krefjast þess að dómarinn myndi víkja sæti á þeim forsendum. Úrskurður Landsréttur hefði þannig ekki snúið að réttu að þeim ágreiningi og því væri ekki hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Var málinu því vísað frá.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:52. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir, dómari í Landsrétti, víki sæti í tilteknu sakamáli sökum vanhæfis. Þetta staðfestir Vilhjálmur í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Kjarnans. Dómur Hæstaréttar hefur ekki verið birtur á vef réttarins en áður hafði Landsréttur komist að þeirri niðurstöðu að Arnfríður væri ekki vanhæf til að dæma í málinu. Kvað Arnfríður sjálf upp þann úrskurð ásamt tveimur meðdómendum. Með niðurstöðu Hæstaréttar nú liggur því fyrir að málið verði efnislega tekið fyrir í Landsrétti. Krafan um að Arnfríður myndi víkja sæti var sett á þeim grundvelli að hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Arnfríður var ein þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu dómnefndar um hæfi umsækjenda. Með kröfunni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum Landsréttar sem ekki voru á meðal þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Var málinu vísað frá Hæstarétti á þeim grundvelli að ekki hafi verið færð rök fyrir því að Arnfríður væri vanhæf til að dæma í því tiltekna sakamáli sem krafan sneri að, samkvæmt 6. grein laga um meðferð sakamála. Röksemdirnar hefðu snúið að því hvort ekki hefði verið farið að lögum við skipan dómarans í embætti en ekki hafi verið rétt að krefjast þess að dómarinn myndi víkja sæti á þeim forsendum. Úrskurður Landsréttur hefði þannig ekki snúið að réttu að þeim ágreiningi og því væri ekki hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Var málinu því vísað frá.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:52.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57