Innlent

Arnfríður ekki vanhæf

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Dómarar við Landsrétt.
Dómarar við Landsrétt. Dómsmálaráðuneytið

Arnfríður Einarsdóttir dómari mun ekki víkja sæti í refsimáli sem áfrýjað hefur verið til Landsréttar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti.

Arnfríður Einarsdóttir var á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Með kröfu sinni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum Landsréttar sem ekki voru á meðal þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. 

Úrskurðurinn var kveðinn upp i Landsrétti um klukkan hálf 4 í dag. Arnfríður sjálf ásamt tveimur dómurum til viðbótar kvað upp úrskurðinn.

Sveinn Andri Sveinsson var viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins fyrir hönd Vilhjálms. Sveinn segir í samtali við Vísi að úrskurðurinn hafi verið kærður til Hæstaréttar.


Tengdar fréttir

Úrskurður í dag um vanhæfi Arnfríðar

Úrskurður verður kveðinn upp í Landsrétti í dag, um þá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti í máli sem áfrýjað hefur verið til réttarins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.