Konur sem beittar hafa verið kynferðislegu ofbeldi svara Trump með nýju myllumerki í ætt við MeToo Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2018 21:00 Alyssa Milano hefur verið framarlega í #MeToo-baráttunni. Vísir/Getty Leikkonurnar Alyssa Milano, Ashley Judd og Mira Sorvino eru meðal fjölda kvenna sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlinum Twitter undir myllumerkinu #WhyIdidntReport. Þar greina þær frá ástæðum þess af hverju þær kærðu ekki eða sögðu ekki frá kynferðislegu ofbeldi sem þær urðu fyrir.Herferðin er svar við tísti Donald Trump þar sem hann velti því fyrir sér af hverju sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford, sem sakaði hefur hæstaréttardómarefni Bandaríkjaforseta um kynferðislegt ofbeldi sem hún segir hafa átt sér stað fyrir þremur áratugum, hafi ekki stigið fyrr fram.Sagðist Trump telja að ef árásin sem Ford hafi mátt þola hafi verið alvarleg hlyti hún eða foreldrar hennar að hafa kært árásina.Þetta fór ekki vel í leikkonuna Alyssa Milano sem var í forgrunni MeToo-herferðarinnar þar sem fjölmargar konur um heim allan í mörgum mismunandi starfstéttum stigu fram og greindu frá því að þær hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi.Í tísti sagði hún Trump að vinsamlegast hafa sig hægan, málið væri ekki klippt og skorið og tíst hans benti til. Sagðist hún hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi tvisvar, þar af einu sinni þegar hún var unglingur. Það hafi hins vegar tekið hana þrjátíu ár að segja foreldrum sínum frá því og hún kærði málið aldrei.Hey, @realDonaldTrump, Listen the fuck up. I was sexually assaulted twice. Once when I was a teenager. I never filed a police report and it took me 30 years to tell me parents. If any survivor of sexual assault would like to add to this please do so in the replies. #MeToohttps://t.co/n0Aymv3vCi — Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) September 21, 2018Hvatti hún aðra þolendur kynferðisofbeldis til þess að stíga fram og tjá sig um ástæður þess að þær hafi ekki kært slíkt ofbeldi sem þeir hafi orðið fyrir. Meðal þeirra sem svöruðu Milano á Twitter var leikkonan Ashley Judd. „Í fyrsta skipti sem það gerðist var ég sjö ára. Ég sagði fyrsta fullorðna fólkinu sem ég hitti frá því. Þau sögðu: „Hann er svo fínn eldri maður, hann var ekki að meina þetta þannig“. Þegar mér var nauðgað þegar ég var fimmtán ára sagði ég bara dagbókinni minni frá því. Þegar fullorðinn einstaklingur las dagbókina sakaði hann mig um að hafa stundað kynlíf með fullorðnum,“ skrifaði Judd.#WhyIDidntReport. The first time it happened, I was 7. I told the first adults I came upon. They said “Oh, he’s a nice old man, that’s not what he meant.” So when I was raped at 15, I only told my diary. When an adult read it, she accused me of having sex with an adult man. — ashley judd (@AshleyJudd) September 21, 2018Leikkonan Mira Sorvino sagðist hafa kært fyrsta skiptið er hún varð fyrir kynferðislegu ofbeldi en engin niðurstaða komst í málið. Næst þegar hún varð fyrir slíku ofbeldi hafi henni hins vegar ekki fundist hún nægilega mikilvæg til þess að gera mál úr því.#WhyIDidntReport because the first time I did for a serious sexual assault as a teenager nothing came of it, and later I felt that I wasn’t important enough to make a big deal over. I was wrong. — Mira Sorvino (@MiraSorvino) September 22, 2018Líkt og sjá má á svörum við við tísti Milano greinir fjöldi kvenna frá ástæðum þess að þær hafi ekki kært eða sagt frá því kynferðislega ofbeldi sem þær hafi orðið fyrir. Tíst Milano má sjá hér að ofan og nokkur tíst úr umræðunni má sjá hér að neðan.#WhyIdidntReport Donald Trump MeToo Tengdar fréttir „Það verður að stöðva hann“ Erna Ómarsdóttir, dansari og listræn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er meðal þeirra sem sakað hafa belgíska listamógúlinn Jan Fabre, stofnanda Troubleyn-leikhússins og eitt stærsta nafn belgíska listaheimsins, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. 23. september 2018 16:59 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Leikkonurnar Alyssa Milano, Ashley Judd og Mira Sorvino eru meðal fjölda kvenna sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlinum Twitter undir myllumerkinu #WhyIdidntReport. Þar greina þær frá ástæðum þess af hverju þær kærðu ekki eða sögðu ekki frá kynferðislegu ofbeldi sem þær urðu fyrir.Herferðin er svar við tísti Donald Trump þar sem hann velti því fyrir sér af hverju sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford, sem sakaði hefur hæstaréttardómarefni Bandaríkjaforseta um kynferðislegt ofbeldi sem hún segir hafa átt sér stað fyrir þremur áratugum, hafi ekki stigið fyrr fram.Sagðist Trump telja að ef árásin sem Ford hafi mátt þola hafi verið alvarleg hlyti hún eða foreldrar hennar að hafa kært árásina.Þetta fór ekki vel í leikkonuna Alyssa Milano sem var í forgrunni MeToo-herferðarinnar þar sem fjölmargar konur um heim allan í mörgum mismunandi starfstéttum stigu fram og greindu frá því að þær hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi.Í tísti sagði hún Trump að vinsamlegast hafa sig hægan, málið væri ekki klippt og skorið og tíst hans benti til. Sagðist hún hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi tvisvar, þar af einu sinni þegar hún var unglingur. Það hafi hins vegar tekið hana þrjátíu ár að segja foreldrum sínum frá því og hún kærði málið aldrei.Hey, @realDonaldTrump, Listen the fuck up. I was sexually assaulted twice. Once when I was a teenager. I never filed a police report and it took me 30 years to tell me parents. If any survivor of sexual assault would like to add to this please do so in the replies. #MeToohttps://t.co/n0Aymv3vCi — Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) September 21, 2018Hvatti hún aðra þolendur kynferðisofbeldis til þess að stíga fram og tjá sig um ástæður þess að þær hafi ekki kært slíkt ofbeldi sem þeir hafi orðið fyrir. Meðal þeirra sem svöruðu Milano á Twitter var leikkonan Ashley Judd. „Í fyrsta skipti sem það gerðist var ég sjö ára. Ég sagði fyrsta fullorðna fólkinu sem ég hitti frá því. Þau sögðu: „Hann er svo fínn eldri maður, hann var ekki að meina þetta þannig“. Þegar mér var nauðgað þegar ég var fimmtán ára sagði ég bara dagbókinni minni frá því. Þegar fullorðinn einstaklingur las dagbókina sakaði hann mig um að hafa stundað kynlíf með fullorðnum,“ skrifaði Judd.#WhyIDidntReport. The first time it happened, I was 7. I told the first adults I came upon. They said “Oh, he’s a nice old man, that’s not what he meant.” So when I was raped at 15, I only told my diary. When an adult read it, she accused me of having sex with an adult man. — ashley judd (@AshleyJudd) September 21, 2018Leikkonan Mira Sorvino sagðist hafa kært fyrsta skiptið er hún varð fyrir kynferðislegu ofbeldi en engin niðurstaða komst í málið. Næst þegar hún varð fyrir slíku ofbeldi hafi henni hins vegar ekki fundist hún nægilega mikilvæg til þess að gera mál úr því.#WhyIDidntReport because the first time I did for a serious sexual assault as a teenager nothing came of it, and later I felt that I wasn’t important enough to make a big deal over. I was wrong. — Mira Sorvino (@MiraSorvino) September 22, 2018Líkt og sjá má á svörum við við tísti Milano greinir fjöldi kvenna frá ástæðum þess að þær hafi ekki kært eða sagt frá því kynferðislega ofbeldi sem þær hafi orðið fyrir. Tíst Milano má sjá hér að ofan og nokkur tíst úr umræðunni má sjá hér að neðan.#WhyIdidntReport
Donald Trump MeToo Tengdar fréttir „Það verður að stöðva hann“ Erna Ómarsdóttir, dansari og listræn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er meðal þeirra sem sakað hafa belgíska listamógúlinn Jan Fabre, stofnanda Troubleyn-leikhússins og eitt stærsta nafn belgíska listaheimsins, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. 23. september 2018 16:59 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
„Það verður að stöðva hann“ Erna Ómarsdóttir, dansari og listræn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er meðal þeirra sem sakað hafa belgíska listamógúlinn Jan Fabre, stofnanda Troubleyn-leikhússins og eitt stærsta nafn belgíska listaheimsins, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. 23. september 2018 16:59