Enski boltinn

Vieira: Ungir enskir leikmenn þurfa að fara erlendis

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Patrick Vieira
Patrick Vieira vísir/getty
Patrick Vieira hvetur unga Englendinga til þess að fara erlendis og reyna fyrir sér þar frekar en að hætta á stöðnun við að reyna að komast í byrjunarliðin í ensku úrvalsdeildinni.

Vieira er stjóri franska liðsins Nice og hann segist myndu gefa bestu unglingum Englands tækifærið til þess að spila „karlafótbolta“ í Frakklandi samkvæmt frétt The Times.

Vieira óttast að ungir leikmenn seti peninga framar því að þróa feril sinn áfram.

Hann er ekki í vafa um það að hæfileikarnir eru til staðar í akademíunum í Englandi. Hann var sjálfur við þjálfun í akademíu Manchester United á árunum 2013-2105 og eru njósnarar Nice að fylgjast með nokkrum ungum og efnilegum enskum leikmönnum.

Nýlega ætlaði Nice að fá til sín 17 ára leikmann en hann var á 600 þúsund punda árslaunum og vildi því ekki færa sig yfir til Frakklands.

„Vandamálið við að vera áfram á Englandi er að U23 deildin er ekki nógu góð fyrir marga þeirra. Þessir krakkar þurfa að spila í bestu deildum Evrópu. Þegar þú spilar tvö, þrjú ár í U23 deildinni þá missir þú áhugann og hættir að bæta þig. Þá er orðið of seint,“ sagði Vieira.

„Of margir ungir leikmenn detta úr lestinni því þeim vantar áskorun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×