Alfreð í öðru sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins í Augsburg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 16:00 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason var nálægt því að vera kosinn íþróttamaður ársins í Augsburg en hann vann lið ársins með félögum sínum í FC Augsburg liðinu. Kjörið var kynnt með athöfn í gærkvöldi. Alfreð tapaði fyrir kanóræðaranum Sideris Tasiadis sem er fæddur í Augsburg og varð Evrópumeistari í sinni íþrótt á árinu 2017. Þriðji í kjörinu var síðan þríþrautarmaðurinn Roman Deisenhofer. „Ég er mjög sáttur með að fá svona viðurkenningu en ég er líka stoltur að vera hluti af liðinu sem var kosið lið ársins,“ sagði Alfreð í viðtali við heimasíðu FC Augsburg. Alfreð var eins og kunnugt er hluti af liði ársins hér heima á Íslandi en knattspyrnulandslið karla var kosið lið ársins á Íþróttamanni ársins.Tolle Auszeichnung: Der #FCA wurde zu Augsburgs "Mannschaft des Jahres" gewählt, @A_Finnbogason wurde bei der Wahl zum "Sportler des Jahres" Zweiter. Danke, wir freuen uns sehr darüber! pic.twitter.com/TanKZ2hoG4 — FC Augsburg (@FCAugsburg) March 2, 2018 Kanóræðarar unnu tvöfalt í ár því Ricarda Funk var kosin íþróttakona ársins. Hún hafði betur á móti hnefaleikakonunum Nikki Adler og Christina Ruprecht. Íshokkíliðið Augsburger Panther hefur unnið verðlaunin fyrir lið ársins í Augsburg undanfarin ár en nú hafði fótboltalið borgarinnar betur. Eins og hér heima eru það íþróttablaðamenn sem kjósa en til greina koma allir þeir íþróttamenn sem eru frá Augsburg eða keppa fyrir félag frá Augsburg.Der #FCA wurde zu Augsburgs Mannschaft des Jahres gewählt, @A_Finnbogason wurde Zweiter bei der Wahl zum Sportler des Jahres. Herzlichen Glückwunsch! pic.twitter.com/bOr03uRs3R — FC Augsburg (@FCAugsburg) March 1, 2018 Alfreð Finnbogason er að glíma við meiðsli þessa dagana og því ekki að spila með liði Augsburg. Hann átti hinsvegar mjög gott ár 2017 með liðinu og er enn í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar. Alfreð skoraði 11 mörk í 16 deildarleikjum fyrir áramót á þessu tímabili og 2 mörk í 7 deildarleikjum eftir áramót á tímabilinu á undan. Hann var því með 13 deildarmörk í 23 leikjum á árinu 2017. HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Alfreð Finnbogason var nálægt því að vera kosinn íþróttamaður ársins í Augsburg en hann vann lið ársins með félögum sínum í FC Augsburg liðinu. Kjörið var kynnt með athöfn í gærkvöldi. Alfreð tapaði fyrir kanóræðaranum Sideris Tasiadis sem er fæddur í Augsburg og varð Evrópumeistari í sinni íþrótt á árinu 2017. Þriðji í kjörinu var síðan þríþrautarmaðurinn Roman Deisenhofer. „Ég er mjög sáttur með að fá svona viðurkenningu en ég er líka stoltur að vera hluti af liðinu sem var kosið lið ársins,“ sagði Alfreð í viðtali við heimasíðu FC Augsburg. Alfreð var eins og kunnugt er hluti af liði ársins hér heima á Íslandi en knattspyrnulandslið karla var kosið lið ársins á Íþróttamanni ársins.Tolle Auszeichnung: Der #FCA wurde zu Augsburgs "Mannschaft des Jahres" gewählt, @A_Finnbogason wurde bei der Wahl zum "Sportler des Jahres" Zweiter. Danke, wir freuen uns sehr darüber! pic.twitter.com/TanKZ2hoG4 — FC Augsburg (@FCAugsburg) March 2, 2018 Kanóræðarar unnu tvöfalt í ár því Ricarda Funk var kosin íþróttakona ársins. Hún hafði betur á móti hnefaleikakonunum Nikki Adler og Christina Ruprecht. Íshokkíliðið Augsburger Panther hefur unnið verðlaunin fyrir lið ársins í Augsburg undanfarin ár en nú hafði fótboltalið borgarinnar betur. Eins og hér heima eru það íþróttablaðamenn sem kjósa en til greina koma allir þeir íþróttamenn sem eru frá Augsburg eða keppa fyrir félag frá Augsburg.Der #FCA wurde zu Augsburgs Mannschaft des Jahres gewählt, @A_Finnbogason wurde Zweiter bei der Wahl zum Sportler des Jahres. Herzlichen Glückwunsch! pic.twitter.com/bOr03uRs3R — FC Augsburg (@FCAugsburg) March 1, 2018 Alfreð Finnbogason er að glíma við meiðsli þessa dagana og því ekki að spila með liði Augsburg. Hann átti hinsvegar mjög gott ár 2017 með liðinu og er enn í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar. Alfreð skoraði 11 mörk í 16 deildarleikjum fyrir áramót á þessu tímabili og 2 mörk í 7 deildarleikjum eftir áramót á tímabilinu á undan. Hann var því með 13 deildarmörk í 23 leikjum á árinu 2017.
HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira