Alfreð tapaði fyrir kanóræðaranum Sideris Tasiadis sem er fæddur í Augsburg og varð Evrópumeistari í sinni íþrótt á árinu 2017. Þriðji í kjörinu var síðan þríþrautarmaðurinn Roman Deisenhofer.
„Ég er mjög sáttur með að fá svona viðurkenningu en ég er líka stoltur að vera hluti af liðinu sem var kosið lið ársins,“ sagði Alfreð í viðtali við heimasíðu FC Augsburg.
Alfreð var eins og kunnugt er hluti af liði ársins hér heima á Íslandi en knattspyrnulandslið karla var kosið lið ársins á Íþróttamanni ársins.
Tolle Auszeichnung: Der #FCA wurde zu Augsburgs "Mannschaft des Jahres" gewählt, @A_Finnbogason wurde bei der Wahl zum "Sportler des Jahres" Zweiter. Danke, wir freuen uns sehr darüber! pic.twitter.com/TanKZ2hoG4
— FC Augsburg (@FCAugsburg) March 2, 2018
Íshokkíliðið Augsburger Panther hefur unnið verðlaunin fyrir lið ársins í Augsburg undanfarin ár en nú hafði fótboltalið borgarinnar betur.
Eins og hér heima eru það íþróttablaðamenn sem kjósa en til greina koma allir þeir íþróttamenn sem eru frá Augsburg eða keppa fyrir félag frá Augsburg.
Der #FCA wurde zu Augsburgs Mannschaft des Jahres gewählt, @A_Finnbogason wurde Zweiter bei der Wahl zum Sportler des Jahres. Herzlichen Glückwunsch! pic.twitter.com/bOr03uRs3R
— FC Augsburg (@FCAugsburg) March 1, 2018
Alfreð skoraði 11 mörk í 16 deildarleikjum fyrir áramót á þessu tímabili og 2 mörk í 7 deildarleikjum eftir áramót á tímabilinu á undan. Hann var því með 13 deildarmörk í 23 leikjum á árinu 2017.