Alfreð í öðru sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins í Augsburg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 16:00 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason var nálægt því að vera kosinn íþróttamaður ársins í Augsburg en hann vann lið ársins með félögum sínum í FC Augsburg liðinu. Kjörið var kynnt með athöfn í gærkvöldi. Alfreð tapaði fyrir kanóræðaranum Sideris Tasiadis sem er fæddur í Augsburg og varð Evrópumeistari í sinni íþrótt á árinu 2017. Þriðji í kjörinu var síðan þríþrautarmaðurinn Roman Deisenhofer. „Ég er mjög sáttur með að fá svona viðurkenningu en ég er líka stoltur að vera hluti af liðinu sem var kosið lið ársins,“ sagði Alfreð í viðtali við heimasíðu FC Augsburg. Alfreð var eins og kunnugt er hluti af liði ársins hér heima á Íslandi en knattspyrnulandslið karla var kosið lið ársins á Íþróttamanni ársins.Tolle Auszeichnung: Der #FCA wurde zu Augsburgs "Mannschaft des Jahres" gewählt, @A_Finnbogason wurde bei der Wahl zum "Sportler des Jahres" Zweiter. Danke, wir freuen uns sehr darüber! pic.twitter.com/TanKZ2hoG4 — FC Augsburg (@FCAugsburg) March 2, 2018 Kanóræðarar unnu tvöfalt í ár því Ricarda Funk var kosin íþróttakona ársins. Hún hafði betur á móti hnefaleikakonunum Nikki Adler og Christina Ruprecht. Íshokkíliðið Augsburger Panther hefur unnið verðlaunin fyrir lið ársins í Augsburg undanfarin ár en nú hafði fótboltalið borgarinnar betur. Eins og hér heima eru það íþróttablaðamenn sem kjósa en til greina koma allir þeir íþróttamenn sem eru frá Augsburg eða keppa fyrir félag frá Augsburg.Der #FCA wurde zu Augsburgs Mannschaft des Jahres gewählt, @A_Finnbogason wurde Zweiter bei der Wahl zum Sportler des Jahres. Herzlichen Glückwunsch! pic.twitter.com/bOr03uRs3R — FC Augsburg (@FCAugsburg) March 1, 2018 Alfreð Finnbogason er að glíma við meiðsli þessa dagana og því ekki að spila með liði Augsburg. Hann átti hinsvegar mjög gott ár 2017 með liðinu og er enn í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar. Alfreð skoraði 11 mörk í 16 deildarleikjum fyrir áramót á þessu tímabili og 2 mörk í 7 deildarleikjum eftir áramót á tímabilinu á undan. Hann var því með 13 deildarmörk í 23 leikjum á árinu 2017. HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason var nálægt því að vera kosinn íþróttamaður ársins í Augsburg en hann vann lið ársins með félögum sínum í FC Augsburg liðinu. Kjörið var kynnt með athöfn í gærkvöldi. Alfreð tapaði fyrir kanóræðaranum Sideris Tasiadis sem er fæddur í Augsburg og varð Evrópumeistari í sinni íþrótt á árinu 2017. Þriðji í kjörinu var síðan þríþrautarmaðurinn Roman Deisenhofer. „Ég er mjög sáttur með að fá svona viðurkenningu en ég er líka stoltur að vera hluti af liðinu sem var kosið lið ársins,“ sagði Alfreð í viðtali við heimasíðu FC Augsburg. Alfreð var eins og kunnugt er hluti af liði ársins hér heima á Íslandi en knattspyrnulandslið karla var kosið lið ársins á Íþróttamanni ársins.Tolle Auszeichnung: Der #FCA wurde zu Augsburgs "Mannschaft des Jahres" gewählt, @A_Finnbogason wurde bei der Wahl zum "Sportler des Jahres" Zweiter. Danke, wir freuen uns sehr darüber! pic.twitter.com/TanKZ2hoG4 — FC Augsburg (@FCAugsburg) March 2, 2018 Kanóræðarar unnu tvöfalt í ár því Ricarda Funk var kosin íþróttakona ársins. Hún hafði betur á móti hnefaleikakonunum Nikki Adler og Christina Ruprecht. Íshokkíliðið Augsburger Panther hefur unnið verðlaunin fyrir lið ársins í Augsburg undanfarin ár en nú hafði fótboltalið borgarinnar betur. Eins og hér heima eru það íþróttablaðamenn sem kjósa en til greina koma allir þeir íþróttamenn sem eru frá Augsburg eða keppa fyrir félag frá Augsburg.Der #FCA wurde zu Augsburgs Mannschaft des Jahres gewählt, @A_Finnbogason wurde Zweiter bei der Wahl zum Sportler des Jahres. Herzlichen Glückwunsch! pic.twitter.com/bOr03uRs3R — FC Augsburg (@FCAugsburg) March 1, 2018 Alfreð Finnbogason er að glíma við meiðsli þessa dagana og því ekki að spila með liði Augsburg. Hann átti hinsvegar mjög gott ár 2017 með liðinu og er enn í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar. Alfreð skoraði 11 mörk í 16 deildarleikjum fyrir áramót á þessu tímabili og 2 mörk í 7 deildarleikjum eftir áramót á tímabilinu á undan. Hann var því með 13 deildarmörk í 23 leikjum á árinu 2017.
HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira