Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2018 10:07 Taka þarf kolaorkuver um allan heim úr notkun á allra næstu árum ef menn ætla að draga nógu mikið úr losun á gróðurhúsalofttegundum til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Vísir/AFP Mannkynið þarf ekki aðeins að draga verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum heldur einnig byrja að soga koltvísýring úr lofthjúpnum ef það ætlar sér að náð metnarfyllra markmiði Parísarsakomulagsins. Samkvæmt drögum að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna nær hlýnun jarðar 1,5°C um miðja þessa öld að óbreyttu. Í Parísarsamkomulaginu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga var miðað við að hlýnun jarðar færi ekki yfir 2°C á þessari öld. Nokkur ríki, fyrst og fremst Kyrrahafseyjar sem eru í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar, komu því hins vegar til leiðar að samkomulagið kveður á um að hlýnuninni verði haldið innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ekki er útlit fyrir að þetta metnarfyllra markmið náist. Samkvæmt drögum að skýrslu loftslagsnefndar SÞ (IPCC) um 1,5°C-markmiðið verða ríkisstjórnir heims að hefja fordæmalaust byltingu í orkumálum og hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis eins og olíu, kola og gass. Það dugar þó ekki eitt og sér til heldur þurfa menn að binda kolefni sem er þegar í lofthjúpnum. Engar stórtækar tæknilegar lausnir eru til þess sem stendur aðrar en kolefnisbinding með gróðri. Að öðrum kosti verði farið yfir 1,5°C-markmiði á 5. áratug þessarar aldar. Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um 1°C frá iðnbyltingu. „Það er mikil hætta á að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu,“ segir í skýrsludrögunum sem Reuters-fréttastofan hefur séð.Sprengjum þakið innan sextán ára að óbreyttuJafnvel þó að metnaðarfyllra markmiði næðist telja vísindamenn að það dygði ekki til að koma í veg fyrir dauða kóralrifja og bráðnunar íss á Grænlandi og vestanverðu Suðurskautslandinu sem hækkar yfirborð sjávar. IPCC áætlar að svonefnt kolefnisþak, það magn gróðurhúsalofttegunda sem menn geta enn losað áður en þeir fara yfir viðmið sín um hlýnun, sé um 580 milljarðar tonna ef meira en 50% líkur eiga að vera á því að ná 1,5°C-markmiðinu. Miðað við núverandi losun tæki það jarðarbúa 12-16 ár að fara yfir losunarþakið. Drögin voru send ríkisstjórnum og sérfræðingum til umsagnar í vikunni. Talsmaður IPPC segir við Reuters að drögin séu ekki ætluð til birtingar. Orðalag skýrslunnar geti enn tekið miklum breytingum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Mannkynið þarf ekki aðeins að draga verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum heldur einnig byrja að soga koltvísýring úr lofthjúpnum ef það ætlar sér að náð metnarfyllra markmiði Parísarsakomulagsins. Samkvæmt drögum að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna nær hlýnun jarðar 1,5°C um miðja þessa öld að óbreyttu. Í Parísarsamkomulaginu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga var miðað við að hlýnun jarðar færi ekki yfir 2°C á þessari öld. Nokkur ríki, fyrst og fremst Kyrrahafseyjar sem eru í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar, komu því hins vegar til leiðar að samkomulagið kveður á um að hlýnuninni verði haldið innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ekki er útlit fyrir að þetta metnarfyllra markmið náist. Samkvæmt drögum að skýrslu loftslagsnefndar SÞ (IPCC) um 1,5°C-markmiðið verða ríkisstjórnir heims að hefja fordæmalaust byltingu í orkumálum og hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis eins og olíu, kola og gass. Það dugar þó ekki eitt og sér til heldur þurfa menn að binda kolefni sem er þegar í lofthjúpnum. Engar stórtækar tæknilegar lausnir eru til þess sem stendur aðrar en kolefnisbinding með gróðri. Að öðrum kosti verði farið yfir 1,5°C-markmiði á 5. áratug þessarar aldar. Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um 1°C frá iðnbyltingu. „Það er mikil hætta á að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu,“ segir í skýrsludrögunum sem Reuters-fréttastofan hefur séð.Sprengjum þakið innan sextán ára að óbreyttuJafnvel þó að metnaðarfyllra markmiði næðist telja vísindamenn að það dygði ekki til að koma í veg fyrir dauða kóralrifja og bráðnunar íss á Grænlandi og vestanverðu Suðurskautslandinu sem hækkar yfirborð sjávar. IPCC áætlar að svonefnt kolefnisþak, það magn gróðurhúsalofttegunda sem menn geta enn losað áður en þeir fara yfir viðmið sín um hlýnun, sé um 580 milljarðar tonna ef meira en 50% líkur eiga að vera á því að ná 1,5°C-markmiðinu. Miðað við núverandi losun tæki það jarðarbúa 12-16 ár að fara yfir losunarþakið. Drögin voru send ríkisstjórnum og sérfræðingum til umsagnar í vikunni. Talsmaður IPPC segir við Reuters að drögin séu ekki ætluð til birtingar. Orðalag skýrslunnar geti enn tekið miklum breytingum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent