Tottenham-maðurinn Dele Alli fékk þá gult spjald fyrir leikaraskap og Harry Kane var sakaður um leikaraskap þegar hann fiskaði vítaspyrnu undir lokin.
„Ég man þá tíma þegar voru nokkur hræðileg atvik þegar erlendir leikmenn gerðu þetta en að mínu mati þá hafa enskir leikmenn verið fljótir að læra. Þeir eru jafnvel orðnir meistarar í dýfingum í dag,“ sagði Arsene Wenger sem hefur verið knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 1996.
„Ég segi ekki mínum leikmönnum að dýfa sér og hvet þá ekki til að gera það. Við verðum að losna við dýfingar úr fótboltanum,“ sagði Wenger.
Arsenal boss Arsene Wenger reckons English players are now the "masters" of diving.
https://t.co/NYWZsRqP0wpic.twitter.com/xO0sNw4iVz
— BBC Sport (@BBCSport) February 8, 2018
Arsene Wenger hefur alltaf talað ákveðið gegn dýfingum og leikaraskap og sagði meðal annars um Raheem Sterling fyrr í vetur að hann væri „góður í dýfingum“ en Wenger fékk enga refsingu fyrir þau ummæli.