Sagt upp vegna ásökunar um nauðgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2018 20:03 Jón Páll Eyjólfsson Vísir/Ernir Uppsögn Jóns Páls Eyjólfssonar, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, má rekja til þess að hann var sakaður um alvarlegt kynferðisbrot. RÚV greindi fyrst frá. Jón Páll er sakaður um nauðgun sem átti sér stað í vinnuferð fyrir tæpum tíu árum síðan. Í samtali við RÚV segir Þuríður Helga Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, að Jón Páll hafi viðurkennt brotið í byrjun desember að hafa beitt konu grófu kynferðisofbeldi. „Mér var auðvitað brugðið. Þetta var mikið áfall og það tók við ákveðinn hvirfilvindur í mínu tilfinningalífi. Ég óskaði eftir því að hann mundi tala um þetta opinskátt,” segir Þuríður við RÚV. Samkvæmt heimildum Vísis mun Jón Páll þó ekki hafa viðurkennt brotið en hann hafi heldur ekki borið það af sér. Í yfirlýsingu sem Jón Páll sendi frá sér í dag sagði hann að fyrir fimm árum hafi, að frumkvæði þolandans, verið unnið að sátt í málinu og stefnt hafi verið að henni þegar MeToo byltingin hafi farið af stað. Hann segist hafa gert Þuríði Helgu grein fyrir stöðunni strax. Í yfirlýsingu í desember sagðist Jón Páll láta af störfum vegna rekstrarörðugleika leikfélagsins. Ekki fengist fé til starfseminnar en að hann ætlaði þó að kveðja með því að leikstýra sýningunni „Sjeikspír eins og hann leggur sig“ en Jón Páll sagði við Vísi í morgun að ekkert yrði úr því að hann kæmi að því verkefni. Hvorki náðist í Jón Pál né Þuríði Helgu við vinnslu þessarar fréttar. MeToo Tengdar fréttir Jón Páll hefur látið til sín taka í baráttu gegn nauðgunum Jón Páll Eyjólfsson fyrrverandi leikhússtjóri LA var látinn fara vegna ásakana um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 10. janúar 2018 14:14 Stjórnin lýsir yfir vantrausti á Jón Pál og rekur frá Leikfélagi Akureyrar Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóri mun ekki leikstýra fyrirhugaðri kveðjusýningu sinni fyrir norðan. 10. janúar 2018 11:25 Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Uppsögn Jóns Páls Eyjólfssonar, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, má rekja til þess að hann var sakaður um alvarlegt kynferðisbrot. RÚV greindi fyrst frá. Jón Páll er sakaður um nauðgun sem átti sér stað í vinnuferð fyrir tæpum tíu árum síðan. Í samtali við RÚV segir Þuríður Helga Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, að Jón Páll hafi viðurkennt brotið í byrjun desember að hafa beitt konu grófu kynferðisofbeldi. „Mér var auðvitað brugðið. Þetta var mikið áfall og það tók við ákveðinn hvirfilvindur í mínu tilfinningalífi. Ég óskaði eftir því að hann mundi tala um þetta opinskátt,” segir Þuríður við RÚV. Samkvæmt heimildum Vísis mun Jón Páll þó ekki hafa viðurkennt brotið en hann hafi heldur ekki borið það af sér. Í yfirlýsingu sem Jón Páll sendi frá sér í dag sagði hann að fyrir fimm árum hafi, að frumkvæði þolandans, verið unnið að sátt í málinu og stefnt hafi verið að henni þegar MeToo byltingin hafi farið af stað. Hann segist hafa gert Þuríði Helgu grein fyrir stöðunni strax. Í yfirlýsingu í desember sagðist Jón Páll láta af störfum vegna rekstrarörðugleika leikfélagsins. Ekki fengist fé til starfseminnar en að hann ætlaði þó að kveðja með því að leikstýra sýningunni „Sjeikspír eins og hann leggur sig“ en Jón Páll sagði við Vísi í morgun að ekkert yrði úr því að hann kæmi að því verkefni. Hvorki náðist í Jón Pál né Þuríði Helgu við vinnslu þessarar fréttar.
MeToo Tengdar fréttir Jón Páll hefur látið til sín taka í baráttu gegn nauðgunum Jón Páll Eyjólfsson fyrrverandi leikhússtjóri LA var látinn fara vegna ásakana um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 10. janúar 2018 14:14 Stjórnin lýsir yfir vantrausti á Jón Pál og rekur frá Leikfélagi Akureyrar Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóri mun ekki leikstýra fyrirhugaðri kveðjusýningu sinni fyrir norðan. 10. janúar 2018 11:25 Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Jón Páll hefur látið til sín taka í baráttu gegn nauðgunum Jón Páll Eyjólfsson fyrrverandi leikhússtjóri LA var látinn fara vegna ásakana um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 10. janúar 2018 14:14
Stjórnin lýsir yfir vantrausti á Jón Pál og rekur frá Leikfélagi Akureyrar Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóri mun ekki leikstýra fyrirhugaðri kveðjusýningu sinni fyrir norðan. 10. janúar 2018 11:25
Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55