Stökk upp á strætó og hékk á honum milli stoppistöðva Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2018 18:15 Atvikið átti sér stað við Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Mynd/Beggi Dan Íbúi í Vesturbæ náði ljósmyndum af því þegar stúlka hoppaði upp á strætisvagn og hékk utan á honum í töluverða stund í dag. Hann vonast til þess að foreldrar geri börnum sínum grein fyrir hættum sem fylgja athæfinu. Upplýsingafulltrúi Strætó tekur í sama streng. Beggi Dan, íbúi í Vesturbæ, var á ferð með dóttur sinni síðdegis í dag. Feðginunum brá mjög í brún þegar stúlka hoppaði fyrirvaralaust upp á strætisvagn, sem keyrði á undan þeim, og hékk utan á honum þangað til hann nam staðar við næstu stoppistöð. „Þessi stelpa hoppar aftan á strætóinn við stoppistöð þarna hjá hringtorginu,“ segir Beggi í samtali við Vísi og vísar þar til Hagatorgs, hringtorgs sem stendur við Hótel Sögu. Á milli Hagatorgs og Melaskóla er töluverður spölur, auk þess vagninn ekur um hringtorgið og því verða sveigjur og beygjur á vegi hans.Stúlkan hékk aftan á vagninum í töluverðan tíma.Mynd/Beggi DanVarð að miðla atvikinu áfram „Ég bara trúði þessu ekki. Hún klifraði upp á vagninn og heldur sér í eitthvað, mér fannst þetta bara alveg svakalegt. Ég var dauðhræddur um að hún myndi missa takið, þetta er eitthvað sem maður gerir ekki,“ segir Beggi. „Svo er ég nú ekki vanur því að taka myndir undir stýri en mér fannst ég þurfa að miðla þessu áfram.“ Beggi ræddi málið vandlega við dóttur sína og hvetur aðra foreldra til að gera slíkt hið sama. Þá deildi hann auk þess myndum af atvikinu á sérstökum Facebook-hóp íbúa Vesturbæjar til að vekja athygli á málinu. Beggi segir stúlkuna sem hoppaði upp á strætisvagninn að öllum líkindum hafa verið á aldrinum 12-14 ára. Þá hafi tvær stúlkur upphaflega hoppað á vagninn. Að sögn Begga kom önnur stúlkan sér þó aftur niður á jafnsléttu þegar hann skrúfaði niður rúðuna í bíl sínum og kallaði til þeirra.Hvetja foreldra til að ræða við börn sín Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við Vísi að þetta sé í fyrsta skipti sem svona atvik komi inn á borð til sín. Þá sé lítið sem Strætó geti aðhafst í málinu nema að vara við athæfinu. „Við verðum bara að hvetja foreldra og forráðamenn til þess að tala við börn sín. Við viljum auðvitað vekja athygli á því að þetta er stórhættulegt.“ Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Íbúi í Vesturbæ náði ljósmyndum af því þegar stúlka hoppaði upp á strætisvagn og hékk utan á honum í töluverða stund í dag. Hann vonast til þess að foreldrar geri börnum sínum grein fyrir hættum sem fylgja athæfinu. Upplýsingafulltrúi Strætó tekur í sama streng. Beggi Dan, íbúi í Vesturbæ, var á ferð með dóttur sinni síðdegis í dag. Feðginunum brá mjög í brún þegar stúlka hoppaði fyrirvaralaust upp á strætisvagn, sem keyrði á undan þeim, og hékk utan á honum þangað til hann nam staðar við næstu stoppistöð. „Þessi stelpa hoppar aftan á strætóinn við stoppistöð þarna hjá hringtorginu,“ segir Beggi í samtali við Vísi og vísar þar til Hagatorgs, hringtorgs sem stendur við Hótel Sögu. Á milli Hagatorgs og Melaskóla er töluverður spölur, auk þess vagninn ekur um hringtorgið og því verða sveigjur og beygjur á vegi hans.Stúlkan hékk aftan á vagninum í töluverðan tíma.Mynd/Beggi DanVarð að miðla atvikinu áfram „Ég bara trúði þessu ekki. Hún klifraði upp á vagninn og heldur sér í eitthvað, mér fannst þetta bara alveg svakalegt. Ég var dauðhræddur um að hún myndi missa takið, þetta er eitthvað sem maður gerir ekki,“ segir Beggi. „Svo er ég nú ekki vanur því að taka myndir undir stýri en mér fannst ég þurfa að miðla þessu áfram.“ Beggi ræddi málið vandlega við dóttur sína og hvetur aðra foreldra til að gera slíkt hið sama. Þá deildi hann auk þess myndum af atvikinu á sérstökum Facebook-hóp íbúa Vesturbæjar til að vekja athygli á málinu. Beggi segir stúlkuna sem hoppaði upp á strætisvagninn að öllum líkindum hafa verið á aldrinum 12-14 ára. Þá hafi tvær stúlkur upphaflega hoppað á vagninn. Að sögn Begga kom önnur stúlkan sér þó aftur niður á jafnsléttu þegar hann skrúfaði niður rúðuna í bíl sínum og kallaði til þeirra.Hvetja foreldra til að ræða við börn sín Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við Vísi að þetta sé í fyrsta skipti sem svona atvik komi inn á borð til sín. Þá sé lítið sem Strætó geti aðhafst í málinu nema að vara við athæfinu. „Við verðum bara að hvetja foreldra og forráðamenn til þess að tala við börn sín. Við viljum auðvitað vekja athygli á því að þetta er stórhættulegt.“
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira