Íhaldsmenn ekki sáttir við eyðslu Repúblikanaflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2018 13:18 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Ný fjárhagsáætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun tryggja mikinn hallarekstur ríkisins næsta áratuginn, verði hún samþykkt óbreytt af þinginu. Allt í allt myndi fjárlagahallinn vera um 7,2 billjónir dala á næstu tíu árum. Það eru 7.200.000.000.000 dalir og sú tala felur í sér að mjög svo jákvæðar spár Hvíta hússins um hagvöxt og niðurskurði rætist. Í tillögum Hvíta hússins kemur einnig fram að skattabreytingar Repúblikanaflokksins muni auka á hallarekstur ríkisins um milljarða dala og ekki „borga sig sjálfar“ eins og Trump og þingmenn flokksins hafa haldið fram. Hins vegar fer fjárhagsáætlun forseta Bandaríkjanna, sem er í raun nokkurs konar óskalisti, aldrei óbreytt í gegnum þingið. Þá þykir einkar ólíklegt að þingmenn séu tilbúnir til að fara í sársaukafulla niðurskurði á kosningaári. Meðal þess sem lagt er til að skorið verði niður eru sjúkratryggingar fyrir aldraða og fátæka og mataraðstoð fyrir fátæka. Þetta er þvert á kosningaloforð forsetans.Um áraraðir hafa Repúblikanar talað um fjárhagslega ábyrgð í rekstri ríkisins og að koma í veg fyrir fjárlagahalla. Nú virðist sem að því hafi verið kastað fyrir bí með gífurlegum fjárútlátum og skattalækkunum. Nokkrir þingmenn flokksins segja þó að eyðsla repúblikana við stjórnvölin sé hættuleg, siðlaus og jafnvel svik. Í samtali við AP vara sérfræðingar við því að þingmenn eigi ekki að vanmeta tilfinningar kjósenda til sparsemi í ríkisrekstri. Það gæti kostað þá fjölda atkvæða í komandi kosningum í nóvember.Politico setur aðgerðir Repúblikana í samhengi við aðgerðir Ronald Reagan á níunda áratugnum. Skattalækkanir hans juku skuldir ríkisins svipað mikið og útleit er fyrir að þær muni aukast nú, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hins vegar voru skuldir ríkisins þá einungis brot af því sem þær eru í dag. Nú eru þær um 80 prósent af vergri landsframleiðslu og útlit að þær muni bara aukast. David Biddulph, stofnandi íhaldssamra samtaka um ábyrgan rekstur ríkisins, segir í samtali við AP að fjárhagsáætlun Trump sé eins og að sletta bensíni á brennandi hús. „Mér finnst hræðilegt hvað þeir eru að gera barnabörnum okkar.“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Ný fjárhagsáætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun tryggja mikinn hallarekstur ríkisins næsta áratuginn, verði hún samþykkt óbreytt af þinginu. Allt í allt myndi fjárlagahallinn vera um 7,2 billjónir dala á næstu tíu árum. Það eru 7.200.000.000.000 dalir og sú tala felur í sér að mjög svo jákvæðar spár Hvíta hússins um hagvöxt og niðurskurði rætist. Í tillögum Hvíta hússins kemur einnig fram að skattabreytingar Repúblikanaflokksins muni auka á hallarekstur ríkisins um milljarða dala og ekki „borga sig sjálfar“ eins og Trump og þingmenn flokksins hafa haldið fram. Hins vegar fer fjárhagsáætlun forseta Bandaríkjanna, sem er í raun nokkurs konar óskalisti, aldrei óbreytt í gegnum þingið. Þá þykir einkar ólíklegt að þingmenn séu tilbúnir til að fara í sársaukafulla niðurskurði á kosningaári. Meðal þess sem lagt er til að skorið verði niður eru sjúkratryggingar fyrir aldraða og fátæka og mataraðstoð fyrir fátæka. Þetta er þvert á kosningaloforð forsetans.Um áraraðir hafa Repúblikanar talað um fjárhagslega ábyrgð í rekstri ríkisins og að koma í veg fyrir fjárlagahalla. Nú virðist sem að því hafi verið kastað fyrir bí með gífurlegum fjárútlátum og skattalækkunum. Nokkrir þingmenn flokksins segja þó að eyðsla repúblikana við stjórnvölin sé hættuleg, siðlaus og jafnvel svik. Í samtali við AP vara sérfræðingar við því að þingmenn eigi ekki að vanmeta tilfinningar kjósenda til sparsemi í ríkisrekstri. Það gæti kostað þá fjölda atkvæða í komandi kosningum í nóvember.Politico setur aðgerðir Repúblikana í samhengi við aðgerðir Ronald Reagan á níunda áratugnum. Skattalækkanir hans juku skuldir ríkisins svipað mikið og útleit er fyrir að þær muni aukast nú, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hins vegar voru skuldir ríkisins þá einungis brot af því sem þær eru í dag. Nú eru þær um 80 prósent af vergri landsframleiðslu og útlit að þær muni bara aukast. David Biddulph, stofnandi íhaldssamra samtaka um ábyrgan rekstur ríkisins, segir í samtali við AP að fjárhagsáætlun Trump sé eins og að sletta bensíni á brennandi hús. „Mér finnst hræðilegt hvað þeir eru að gera barnabörnum okkar.“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira