Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2018 13:36 Sigríður er ánægð með viðbrögð lögreglunnar og telur málaflokknum ekki til framdráttar að einhver fjúki vegna málsins. „Ég er mjög ánægð með hversu hratt lögreglan brást við,“ segir Sigríður Á. Andersen í samtali við Vísi.Líkt og fram hefur komið hafa mál starfsmanns barnaverndar Reykjavíkurborgar, sem kærður hefur verið fyrir kynferðisbrot, verið mjög í deiglunni. Í gær var haldinn sérstakur blaðamannafundur þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn kynntu niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglu vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist ánægð með ferlið sem hafi fari í gang. Lögreglustjóri fái mann til að skoða þetta sérstaklega, ekki bara þetta mál heldur öll sambærileg mál sem liggja óafgreidd hjá embættinu. „Ég er ánægð með þetta ferli,“ segir Sigríður Á. Andersen. En fréttastofa Bylgjunnar ræddi jafnframt þetta sama mál við hana í hádegisfréttum nú fyrr í dag.Öflugt fólk undir miklu álagiEn, spurt er um ábyrgð? Er það svo að hjá hinu opinbera þá ber aldrei neinn ábyrgð á einu né neinu? Spurt er hvort ekki sé ástæða til að hausar fjúki? „Mönnum er ekki vikið úr störfum nema það liggi fyrir eitthvað saknæmt. Það þarf að liggja fyrir áminning, þetta er ákveðið ferli sem menn þekkja. Þetta eru mannleg mistök en ég er ekki viss um að það sé málefninu til framdráttar að horfa í það eitt að það þurfi hausar að fjúka, eins og þú orðar það. Það vinnur þarna öflugt fólk, undir gríðarlegu álagi í erfiðum málaflokki. Allir vinna að þessu markmiði af heilum hug, að réttlætið nái fram að ganga. Það geta orðið mistök.“Alvarleg yfirsjón Sigríður bætir því við að það liggi fyrir að mistök hafi verið gerð, þau að tilkynna þetta ekki til barnaverndarnefndar. „Svo verða menn að líta til þess hvort það hafi haft einhverjar sérstakar afleið98ingar og það liggur ekkert fyrir um það. Það er alvarleg yfirsjón að gera það ekki, því gert er ráð fyrir að menn geri það. En, ég er ánægð með viðbrögð lögreglunnar í þessu og styð hana heilshugar í framhaldinu sem er að fara yfir þetta verklag allt saman og var einmitt að kynna það á blaðamannafundi sjálf um daginn, fjölgun stöðugilda í þessum málaflokki. Meðal annars við að fara yfir verklag. Og samræma verklag. Til að tryggja skilvirka málsmeðferð.“ Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. 12. febrúar 2018 18:12 Kannað verður sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. 6. febrúar 2018 18:17 Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Ekki fást upplýsingar um það frá ákærusviði lögreglunnar hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setiði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. 9. febrúar 2018 12:27 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
„Ég er mjög ánægð með hversu hratt lögreglan brást við,“ segir Sigríður Á. Andersen í samtali við Vísi.Líkt og fram hefur komið hafa mál starfsmanns barnaverndar Reykjavíkurborgar, sem kærður hefur verið fyrir kynferðisbrot, verið mjög í deiglunni. Í gær var haldinn sérstakur blaðamannafundur þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn kynntu niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglu vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist ánægð með ferlið sem hafi fari í gang. Lögreglustjóri fái mann til að skoða þetta sérstaklega, ekki bara þetta mál heldur öll sambærileg mál sem liggja óafgreidd hjá embættinu. „Ég er ánægð með þetta ferli,“ segir Sigríður Á. Andersen. En fréttastofa Bylgjunnar ræddi jafnframt þetta sama mál við hana í hádegisfréttum nú fyrr í dag.Öflugt fólk undir miklu álagiEn, spurt er um ábyrgð? Er það svo að hjá hinu opinbera þá ber aldrei neinn ábyrgð á einu né neinu? Spurt er hvort ekki sé ástæða til að hausar fjúki? „Mönnum er ekki vikið úr störfum nema það liggi fyrir eitthvað saknæmt. Það þarf að liggja fyrir áminning, þetta er ákveðið ferli sem menn þekkja. Þetta eru mannleg mistök en ég er ekki viss um að það sé málefninu til framdráttar að horfa í það eitt að það þurfi hausar að fjúka, eins og þú orðar það. Það vinnur þarna öflugt fólk, undir gríðarlegu álagi í erfiðum málaflokki. Allir vinna að þessu markmiði af heilum hug, að réttlætið nái fram að ganga. Það geta orðið mistök.“Alvarleg yfirsjón Sigríður bætir því við að það liggi fyrir að mistök hafi verið gerð, þau að tilkynna þetta ekki til barnaverndarnefndar. „Svo verða menn að líta til þess hvort það hafi haft einhverjar sérstakar afleið98ingar og það liggur ekkert fyrir um það. Það er alvarleg yfirsjón að gera það ekki, því gert er ráð fyrir að menn geri það. En, ég er ánægð með viðbrögð lögreglunnar í þessu og styð hana heilshugar í framhaldinu sem er að fara yfir þetta verklag allt saman og var einmitt að kynna það á blaðamannafundi sjálf um daginn, fjölgun stöðugilda í þessum málaflokki. Meðal annars við að fara yfir verklag. Og samræma verklag. Til að tryggja skilvirka málsmeðferð.“
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. 12. febrúar 2018 18:12 Kannað verður sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. 6. febrúar 2018 18:17 Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Ekki fást upplýsingar um það frá ákærusviði lögreglunnar hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setiði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. 9. febrúar 2018 12:27 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. 12. febrúar 2018 18:12
Kannað verður sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. 6. febrúar 2018 18:17
Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Ekki fást upplýsingar um það frá ákærusviði lögreglunnar hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setiði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. 9. febrúar 2018 12:27
Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19