Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 18:12 Lögreglan viðurkennir mistök. Sigurjón Ólason Almennt var vinna í máli karlmanns, sem kærður var fyrir kynferðisbrot og unnið hafði með börnum hjá Reykjavíkurborg, ekki í samræmi við hefðbundið verklag lögreglu. Fyrstu mistök sem gerð voru af hálfu lögreglu hafi leitt til þess að málið fékk ekki þá athygli sem því bar. Þetta eru helstu niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglunnar. Niðurstöðurnar voru kynntar á blaðamannafundi á Hverfisgötu klukkan 17.15 í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn kynntu niðurstöður. Á fundinum kom auk þess fram að Karl Steinar tekur til starfa sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar þann 1. apríl, næstkomandi.Fullt tilefni til rannsóknarKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, segir að miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þegar málið kom fyrst á borð lögreglu þann 24. ágúst 2017 hefði fullt tilefni verið til að rannsaka starfsvettvang hins kærða í ljósi þess að hann hefði börn í sinni umsjón. Það hafi aftur á móti ekki verið gert. Fyrstu merki um um samskipti lögreglu og barnaverndaryfirvalda eru skráð í umsýslukerfi lögreglu að morgni þriðjudags 16. janúar 2018. „Það er okkar niðurstaða að ferill málsins við úthlutun hafi verið mjög óformlegur. Málið er afhent rannsóknarlögreglumanni án fyrirmæla og leiðbeininga um næstu skref ásamt tveimur gömlum málum og vísað til þess að þar séu komin þrjú mál þar sem langt sé liðið frá síðasta ætlaða broti. Við sjáum engin merki um það að þetta mál hafi verið rætt á vikulegum fundum deildarinnar fyrr en miðvikudaginn 17 janúar 2018,“ segir Karl Steinar.Hér fyrir neðan má sjá upptöku Vísis af blaðamannafundinum.Svöruðu ekki tölvupóstinum Karl Steinar segir að fyrstu mistök við meðferð málsins hafi átt sér stað þegar réttargæslumaður hafði samband við lögreglufulltrúa í gegnum tölvupóst og honum ekki svarað af hálfu lögreglu. Honum barst ekki svar vegna þess að téður lögreglufulltrúi var veikur en hann hafði gleymt að taka skilmerkilega fram að hann væri fjarverandi. Lögreglufulltrúinn áframsendi tölvupóstinn á staðgengil en það leiddi heldur ekki til viðbragða. Fyrstu mistök sem gerð voru í meðferð málsins hafi leitt af sér fleiri mistök og þannig komið í veg fyrir að málið færi í eðlilegan farveg.Setja átján mál í forgang Skýrslan sem unnin var í kjölfar innri athugunar á málinu leiddi í ljós að brýn þörf sé á breytingum innan deildarinnar. Endurmeta þarf verklag, fjölga þarf lögreglufulltrúum um sex stöðugildi, auka þarf teymisvinnu og þá er undirstrikað mikilvægi góðra samskipta lögreglu og barnaverndaryfirvalda. Innri athugun lögreglunnar tók til 173 mála en afrakstur þeirrar vinnu leiðir til þess að lögreglan hefur ákveðið að setja 18 mál í forgang. Breytingartillögur sem fram koma í skýrslunni voru samþykktar í morgun á fundi yfirstjórnar lögregluembættisins. Sigríður Björk segir að skynsamlegt sé að endurmeta nálgunina reglulega. „Við vildum ekki fá fleiri svona mál um og vildum fyrirbyggja að það gerðist. Þess vegna fórum við í þessa skoðun.“ Vilja samræma verklag lögreglu á landsvísu Breytingarnar sem ráðist verður í taka auk þess til landsins í heild sinni. „Við teljum mjög brýnt að það verði samræmt fyrir öll lið landsins,“ segir Karl Steinar. Ríkissaksóknari hafi sett á verklag árið 2002 sem tók til lögreglunnar á landsvísu en það var hins vegar fellt úr gildi árið 2009. Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu Vísis frá fundinum.
Almennt var vinna í máli karlmanns, sem kærður var fyrir kynferðisbrot og unnið hafði með börnum hjá Reykjavíkurborg, ekki í samræmi við hefðbundið verklag lögreglu. Fyrstu mistök sem gerð voru af hálfu lögreglu hafi leitt til þess að málið fékk ekki þá athygli sem því bar. Þetta eru helstu niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglunnar. Niðurstöðurnar voru kynntar á blaðamannafundi á Hverfisgötu klukkan 17.15 í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn kynntu niðurstöður. Á fundinum kom auk þess fram að Karl Steinar tekur til starfa sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar þann 1. apríl, næstkomandi.Fullt tilefni til rannsóknarKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, segir að miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þegar málið kom fyrst á borð lögreglu þann 24. ágúst 2017 hefði fullt tilefni verið til að rannsaka starfsvettvang hins kærða í ljósi þess að hann hefði börn í sinni umsjón. Það hafi aftur á móti ekki verið gert. Fyrstu merki um um samskipti lögreglu og barnaverndaryfirvalda eru skráð í umsýslukerfi lögreglu að morgni þriðjudags 16. janúar 2018. „Það er okkar niðurstaða að ferill málsins við úthlutun hafi verið mjög óformlegur. Málið er afhent rannsóknarlögreglumanni án fyrirmæla og leiðbeininga um næstu skref ásamt tveimur gömlum málum og vísað til þess að þar séu komin þrjú mál þar sem langt sé liðið frá síðasta ætlaða broti. Við sjáum engin merki um það að þetta mál hafi verið rætt á vikulegum fundum deildarinnar fyrr en miðvikudaginn 17 janúar 2018,“ segir Karl Steinar.Hér fyrir neðan má sjá upptöku Vísis af blaðamannafundinum.Svöruðu ekki tölvupóstinum Karl Steinar segir að fyrstu mistök við meðferð málsins hafi átt sér stað þegar réttargæslumaður hafði samband við lögreglufulltrúa í gegnum tölvupóst og honum ekki svarað af hálfu lögreglu. Honum barst ekki svar vegna þess að téður lögreglufulltrúi var veikur en hann hafði gleymt að taka skilmerkilega fram að hann væri fjarverandi. Lögreglufulltrúinn áframsendi tölvupóstinn á staðgengil en það leiddi heldur ekki til viðbragða. Fyrstu mistök sem gerð voru í meðferð málsins hafi leitt af sér fleiri mistök og þannig komið í veg fyrir að málið færi í eðlilegan farveg.Setja átján mál í forgang Skýrslan sem unnin var í kjölfar innri athugunar á málinu leiddi í ljós að brýn þörf sé á breytingum innan deildarinnar. Endurmeta þarf verklag, fjölga þarf lögreglufulltrúum um sex stöðugildi, auka þarf teymisvinnu og þá er undirstrikað mikilvægi góðra samskipta lögreglu og barnaverndaryfirvalda. Innri athugun lögreglunnar tók til 173 mála en afrakstur þeirrar vinnu leiðir til þess að lögreglan hefur ákveðið að setja 18 mál í forgang. Breytingartillögur sem fram koma í skýrslunni voru samþykktar í morgun á fundi yfirstjórnar lögregluembættisins. Sigríður Björk segir að skynsamlegt sé að endurmeta nálgunina reglulega. „Við vildum ekki fá fleiri svona mál um og vildum fyrirbyggja að það gerðist. Þess vegna fórum við í þessa skoðun.“ Vilja samræma verklag lögreglu á landsvísu Breytingarnar sem ráðist verður í taka auk þess til landsins í heild sinni. „Við teljum mjög brýnt að það verði samræmt fyrir öll lið landsins,“ segir Karl Steinar. Ríkissaksóknari hafi sett á verklag árið 2002 sem tók til lögreglunnar á landsvísu en það var hins vegar fellt úr gildi árið 2009. Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu Vísis frá fundinum.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent