Útlitið alltaf svartara og svartara hjá Neymar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 14:00 Neymar. Vísir/Getty Nú er HM í Rússlandi líka í smá hættu hjá Neymar eftir að viðtal birtist við lækni brasilíska landsliðsins. Það má nú lítið klikka í endurhæfingunni hjá honum ef hann ætlar að ná sér alveg góðum fyrir heimsmeistaramótið í sumar. Brasilíski knattspyrnumaðurinn gæti verið frá í þrjá mánuði vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Paris Saint Germain og Marseille á sunnudagskvöldið. Neymar var borinn af velli og hefur síðan verið skoðaður í bak og fyrir. Fyrst héldu einhverjir að hann gæti náð seinni leiknum á móti Real Madrid í Meistaradeildinni en svo var ákveðið að senda hann í aðgerð. Neymar flaug til Rio de Janeiro frá París en hann fer í aðgerðina í Brasilíu á laugardaginn. Rodrigo Lasmar, læknir brasilíska landsliðsins, hefur tjáð sig um meiðsli Neymar. „Fimmta framristarbeinið brotnaði hjá honum og það er mikilvægur hluti af fætinum. Aðgerðin verður í Belo Horizonte á laugardagsmorguninn og endurhæfingin mun taka tvo og hálfan mánuð til þrjá mánuði,“ sagði Rodrigo Lasmar í viðtali við O Globo.Neymar chega ao Brasil para cirurgia, que acontecerá no sábado https://t.co/E1pZOkK9Z9pic.twitter.com/QIkrci7tVa — O Globo_Esportes (@OGlobo_Esportes) March 1, 2018 Neymar hjálpar því ekki Parísarliðinu að vinna Meistaradeildina í vor en ein aðalástæðan fyrir því að hann var keyptur var til að hjálpa PSG að komast loksins alla leið í henni. „Neymar er leiður yfir þessu en gerir sér grein fyrir því að það er ekkert annað í boði fyrir hann. Hann mun leggja sig allan fram við að koma til baka eins fljótt og mögulegt er. Við munum gera okkar besta við að aðstoða hann í því,“ sagði Rodrigo Lasmar.Neymar será operado no fim de semana, informa PSG https://t.co/19C11ScnLepic.twitter.com/YnxBU74LQj — Jornal O Globo (@JornalOGlobo) March 1, 2018 Neymar missir nær örugglega af restinni af tímabilinu hjá Paris Saint Germain en ætti að ná fyrsta leik á HM í Rússlandi. Fyrsti leikur Brasilíu er á móti Sviss 17. júní eða eftir 108 daga.#UPDATE Brazilian superstar Neymar arrives in Rio de Janeiro ahead of an operation on his fractured foot that will rule him out for up to three months https://t.co/sp4Euh2Yfbpic.twitter.com/QP1mipnD7h — AFP news agency (@AFP) March 1, 2018 HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Sjá meira
Nú er HM í Rússlandi líka í smá hættu hjá Neymar eftir að viðtal birtist við lækni brasilíska landsliðsins. Það má nú lítið klikka í endurhæfingunni hjá honum ef hann ætlar að ná sér alveg góðum fyrir heimsmeistaramótið í sumar. Brasilíski knattspyrnumaðurinn gæti verið frá í þrjá mánuði vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Paris Saint Germain og Marseille á sunnudagskvöldið. Neymar var borinn af velli og hefur síðan verið skoðaður í bak og fyrir. Fyrst héldu einhverjir að hann gæti náð seinni leiknum á móti Real Madrid í Meistaradeildinni en svo var ákveðið að senda hann í aðgerð. Neymar flaug til Rio de Janeiro frá París en hann fer í aðgerðina í Brasilíu á laugardaginn. Rodrigo Lasmar, læknir brasilíska landsliðsins, hefur tjáð sig um meiðsli Neymar. „Fimmta framristarbeinið brotnaði hjá honum og það er mikilvægur hluti af fætinum. Aðgerðin verður í Belo Horizonte á laugardagsmorguninn og endurhæfingin mun taka tvo og hálfan mánuð til þrjá mánuði,“ sagði Rodrigo Lasmar í viðtali við O Globo.Neymar chega ao Brasil para cirurgia, que acontecerá no sábado https://t.co/E1pZOkK9Z9pic.twitter.com/QIkrci7tVa — O Globo_Esportes (@OGlobo_Esportes) March 1, 2018 Neymar hjálpar því ekki Parísarliðinu að vinna Meistaradeildina í vor en ein aðalástæðan fyrir því að hann var keyptur var til að hjálpa PSG að komast loksins alla leið í henni. „Neymar er leiður yfir þessu en gerir sér grein fyrir því að það er ekkert annað í boði fyrir hann. Hann mun leggja sig allan fram við að koma til baka eins fljótt og mögulegt er. Við munum gera okkar besta við að aðstoða hann í því,“ sagði Rodrigo Lasmar.Neymar será operado no fim de semana, informa PSG https://t.co/19C11ScnLepic.twitter.com/YnxBU74LQj — Jornal O Globo (@JornalOGlobo) March 1, 2018 Neymar missir nær örugglega af restinni af tímabilinu hjá Paris Saint Germain en ætti að ná fyrsta leik á HM í Rússlandi. Fyrsti leikur Brasilíu er á móti Sviss 17. júní eða eftir 108 daga.#UPDATE Brazilian superstar Neymar arrives in Rio de Janeiro ahead of an operation on his fractured foot that will rule him out for up to three months https://t.co/sp4Euh2Yfbpic.twitter.com/QP1mipnD7h — AFP news agency (@AFP) March 1, 2018
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Sjá meira