Raðar inn mörkum á Ítalíu en íslensku strákarnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 10:30 Mauro Icardi fagnar marki með Internazionale. Vísir/Getty Argentínski framherjinn Mauro Icardi hefur skorað átján mörk fyrir Internazionale í ítölsku deildinni á þessu tímabili og er annar markahæsti maðurinn í Seríu A. Íslenska landsliðið þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af því að þurfa stoppa þennan öfluga framherja á HM ef marka má fréttir frá Argentínu. Fjölmiðlakonan, Luciana Rubinska á Fox Sports Argentina, hefur heimildir fyrir því að landsliðsþjálfarinn Jorge Sampaoli, ætli ekki að velja einn heitasta sóknarmann ítölsku deildarinnar í HM-hóp sinn.Mauro Icardi will reportedly not be included in Argentina's 2018 World Cup squad, due to low performance and bad relationships with team mates. Imagine if England could afford to leave a player like that out! pic.twitter.com/1Un7wJP6Zr — Team FA (@TeamFA) February 28, 2018 Tvær ástæður eru gefnar upp í frétt Lucianu. Frammistaða Mauro Icardi upp á síðakstið (hefur verið meiddur) og slæmt samband hans og annarra leikmanna í argentínska landsliðinu. Mauro Icardi hefur skorað 18 mörk í 22 deildarleikjum í vetur en sextán af mörkum hans komu í fyrstu fimmtán leikjunum. Icardi spilaði síðasta deildarleik sinn í lok janúar en var á bekknum hjá Internazionale um síðustu helgi. Jorge Sampaoli mun í dag tilkynna landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleiki á móti Ítalíu og Spáni og þar verður hvorki Mauro Icardi eða Juventus-maðurinn Paulo Dybala sem hefur líka verið að glíma við meiðsli.Mauro Icardi and Paulo Dybala expected to miss out on Argentina squad tomorrow while several English Premier League based players are set to make the team. Players from Manchester United, Chelsea, West Ham and Everton. https://t.co/jhg4XGUoP1 — Roy Nemer (@RoyNemer) February 28, 2018 Mauro Icardi er 25 ára gamall og kæmist líklega í flesta aðra landsliðshópa á HM í Rússlandi. Sögusagnir eru um að samband hans við Wöndu Nara, kærustu fyrrum leikmanns í landsliðinu, hafi gert lítið fyrir liðsandann í argentínska landsliðinu.#SerieA Classement meilleurs buteurs J26 : Immobile 23 Icardi 18 Quagliarella 17 Mertens 16 Dybala 14 Higuain 14 pic.twitter.com/AOWz81xVsj — Footballogue (@Footballogue) February 26, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Argentínski framherjinn Mauro Icardi hefur skorað átján mörk fyrir Internazionale í ítölsku deildinni á þessu tímabili og er annar markahæsti maðurinn í Seríu A. Íslenska landsliðið þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af því að þurfa stoppa þennan öfluga framherja á HM ef marka má fréttir frá Argentínu. Fjölmiðlakonan, Luciana Rubinska á Fox Sports Argentina, hefur heimildir fyrir því að landsliðsþjálfarinn Jorge Sampaoli, ætli ekki að velja einn heitasta sóknarmann ítölsku deildarinnar í HM-hóp sinn.Mauro Icardi will reportedly not be included in Argentina's 2018 World Cup squad, due to low performance and bad relationships with team mates. Imagine if England could afford to leave a player like that out! pic.twitter.com/1Un7wJP6Zr — Team FA (@TeamFA) February 28, 2018 Tvær ástæður eru gefnar upp í frétt Lucianu. Frammistaða Mauro Icardi upp á síðakstið (hefur verið meiddur) og slæmt samband hans og annarra leikmanna í argentínska landsliðinu. Mauro Icardi hefur skorað 18 mörk í 22 deildarleikjum í vetur en sextán af mörkum hans komu í fyrstu fimmtán leikjunum. Icardi spilaði síðasta deildarleik sinn í lok janúar en var á bekknum hjá Internazionale um síðustu helgi. Jorge Sampaoli mun í dag tilkynna landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleiki á móti Ítalíu og Spáni og þar verður hvorki Mauro Icardi eða Juventus-maðurinn Paulo Dybala sem hefur líka verið að glíma við meiðsli.Mauro Icardi and Paulo Dybala expected to miss out on Argentina squad tomorrow while several English Premier League based players are set to make the team. Players from Manchester United, Chelsea, West Ham and Everton. https://t.co/jhg4XGUoP1 — Roy Nemer (@RoyNemer) February 28, 2018 Mauro Icardi er 25 ára gamall og kæmist líklega í flesta aðra landsliðshópa á HM í Rússlandi. Sögusagnir eru um að samband hans við Wöndu Nara, kærustu fyrrum leikmanns í landsliðinu, hafi gert lítið fyrir liðsandann í argentínska landsliðinu.#SerieA Classement meilleurs buteurs J26 : Immobile 23 Icardi 18 Quagliarella 17 Mertens 16 Dybala 14 Higuain 14 pic.twitter.com/AOWz81xVsj — Footballogue (@Footballogue) February 26, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira