Albert átti enn eftir að skora landsliðsmark fyrir leikinn í dag, en hann bætti heldur betur úr því með þrennu í leiknum. Arnór Smárason skoraði svo fjórða mark Íslands sem vann 4-1.
Hinn tvítugi Albert fór á kostum í leiknum í dag, var allt í öllu. Hann jafnaði fyrir Ísland rétt fyrir hálfleik, skoraði annað mark sitt úr vítaspyrnu um miðjan seinni hálfleik og fullkomnaði þrennuna með marki eftir frábæran sprett frá miðjum velli á 71. mínútu.
Mörk Alberts má sjá hér að neðan, en leikurinn var í beinni útsendingu á RÚV 2.
Albert Guðmundsson jafnar fyrir Ísland á annarri mínútu viðbótartíma fyrri hálfleiks. 1-1 í hálfleik. Fyrsta A-landsliðsmark Alberts. #INDISLpic.twitter.com/KQ5ejt4A4Y
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018
Albert bætti öðru marki sínu við úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur á 64. mínútu. #INDISLpic.twitter.com/WREuyTxYJm
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018
Og Albert kominn með þrennuna gegn Indónesíu. 4-1 fyrir Ísland. #INDISLpic.twitter.com/wLbwxGlMFi
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018