Uppstokkun steytir á skeri Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2018 06:20 Donald Trump segist ekki eiga í neinum vandræðum með að finna lögmenn sem vilja starfa fyrir sig. Vísir/Getty Svo virðist sem Bandaríkjaforsetinn Donald Trump muni ekki ráða til sín lögfræðinganna tvo sem tilkynnt var um í síðustu viku. Trump hafði hugsað sér að stokka upp í lögfræðiliði sínu eftir að John Dowd, aðallögmaður forsetans í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, hætti störfum. Við hlutverki hans átti að taka fyrrum saksóknarinn Joe diGenova, staðfastur stuðningsmaður forsetans sem telur að leynilegur hópur FBI-fulltrúa hafi búið til Rússarannsóknina til að koma í veg fyrir að Trump yrði forseti. Eiginkona hans, Victoria Toensing, átti jafnframt að hefja störf fyrir Hvíta húsið. Nú er hins vegar komið babb í bátinn. Í yfirlýsingu frá einkalögmanni forsetans, Jay Sekulow, kemur fram að „hagsmunaárekstrar“ (e. conflict) standi í veg fyrir ráðningu hjónanna. „Forsetanum þykir miður að hagsmunaárekstrar komi í veg fyrir að Joe diGenova og Victoria Toensing geti gengið í Rússarannsóknarlið forsetans,“ segir í yfirlýsingunni. Þau geti þó aðstoðað hann við önnur lagaleg úrlausnarefni, bara ekki eitthvað sem tengist rannsókn sérstaka saksóknarans. Hverjir árekstrarnir eru liggur ekki fyrir á þessari stundu. Lögmannsstofa hjónanna, diGenova & Toensing, er þó talin vinna fyrir aðra sem blandast hafa inn í rannsóknina á íhlutun Rússa í forsetakosningunum. Það kunni að valda fyrrnefndum hagsmunaárekstrum. Donald Trump tjáði sig undir rós um málið á Twitter í gær þar sem hann sagði að hann ætti ekki í neinum vandræðum með að finna lögmenn sem vildu taka mál hans að sér.Many lawyers and top law firms want to represent me in the Russia case...don't believe the Fake News narrative that it is hard to find a lawyer who wants to take this on. Fame & fortune will NEVER be turned down by a lawyer, though some are conflicted. Problem is that a new......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 25, 2018 ....lawyer or law firm will take months to get up to speed (if for no other reason than they can bill more), which is unfair to our great country - and I am very happy with my existing team. Besides, there was NO COLLUSION with Russia, except by Crooked Hillary and the Dems!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 25, 2018 Til stóð að ráða hjónin sem fyrr segir eftir að John Dowd hætti störfum fyrir forsetann. Er hann sagður hafa gefist upp á starfinu því forsetinn hafi ítrekað hunsað ráðleggingar hans. Aðrar heimildir hermdu að forsetinn hafi misst trúna á hann. Undir forystu Dowd stakk lögfræðingalið Trump upp á því að hann myndi aðstoða rannsóknarnefnd Roberts Mueller við störf sín. Í ljósi þessara nýjustu vendinga er ekki vitað hver mun að endingu taka við starfi Johns Dowd. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Sjá meira
Svo virðist sem Bandaríkjaforsetinn Donald Trump muni ekki ráða til sín lögfræðinganna tvo sem tilkynnt var um í síðustu viku. Trump hafði hugsað sér að stokka upp í lögfræðiliði sínu eftir að John Dowd, aðallögmaður forsetans í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, hætti störfum. Við hlutverki hans átti að taka fyrrum saksóknarinn Joe diGenova, staðfastur stuðningsmaður forsetans sem telur að leynilegur hópur FBI-fulltrúa hafi búið til Rússarannsóknina til að koma í veg fyrir að Trump yrði forseti. Eiginkona hans, Victoria Toensing, átti jafnframt að hefja störf fyrir Hvíta húsið. Nú er hins vegar komið babb í bátinn. Í yfirlýsingu frá einkalögmanni forsetans, Jay Sekulow, kemur fram að „hagsmunaárekstrar“ (e. conflict) standi í veg fyrir ráðningu hjónanna. „Forsetanum þykir miður að hagsmunaárekstrar komi í veg fyrir að Joe diGenova og Victoria Toensing geti gengið í Rússarannsóknarlið forsetans,“ segir í yfirlýsingunni. Þau geti þó aðstoðað hann við önnur lagaleg úrlausnarefni, bara ekki eitthvað sem tengist rannsókn sérstaka saksóknarans. Hverjir árekstrarnir eru liggur ekki fyrir á þessari stundu. Lögmannsstofa hjónanna, diGenova & Toensing, er þó talin vinna fyrir aðra sem blandast hafa inn í rannsóknina á íhlutun Rússa í forsetakosningunum. Það kunni að valda fyrrnefndum hagsmunaárekstrum. Donald Trump tjáði sig undir rós um málið á Twitter í gær þar sem hann sagði að hann ætti ekki í neinum vandræðum með að finna lögmenn sem vildu taka mál hans að sér.Many lawyers and top law firms want to represent me in the Russia case...don't believe the Fake News narrative that it is hard to find a lawyer who wants to take this on. Fame & fortune will NEVER be turned down by a lawyer, though some are conflicted. Problem is that a new......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 25, 2018 ....lawyer or law firm will take months to get up to speed (if for no other reason than they can bill more), which is unfair to our great country - and I am very happy with my existing team. Besides, there was NO COLLUSION with Russia, except by Crooked Hillary and the Dems!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 25, 2018 Til stóð að ráða hjónin sem fyrr segir eftir að John Dowd hætti störfum fyrir forsetann. Er hann sagður hafa gefist upp á starfinu því forsetinn hafi ítrekað hunsað ráðleggingar hans. Aðrar heimildir hermdu að forsetinn hafi misst trúna á hann. Undir forystu Dowd stakk lögfræðingalið Trump upp á því að hann myndi aðstoða rannsóknarnefnd Roberts Mueller við störf sín. Í ljósi þessara nýjustu vendinga er ekki vitað hver mun að endingu taka við starfi Johns Dowd.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Sjá meira
Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00
Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00
Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10