Gylfi á leið til London að hitta sérfræðing: „Framfarir á hverjum degi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2018 18:16 Allir Íslendingar vonast til þess að Gylfi verði klár sem fyrst enda styttist í HM. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins, vonast til þess að hann hristi af sér meiðslin sem fyrst og komi sterkari og hraustari en aldrei fyrr. Gylfi, sem meiddist í leik Everton og Brighton, verður að öllum líkindum frá í sex til átta vikur. Talið er þó að hann verði klár þegar Ísland leikur á HM í Rússlandi í sumar en Gylfi var í viðtali á heimasíðu Everton í dag. „Þetta gengur vel og stöðugt að ná framförum á hverjum degi. Það hefur ekki komið neitt áfall. Ég er búinn að losna við hækjurnar og spelkuna og geng nánast venjulega,” sagði Gylfi. „Ég er að gera fullt af æfingum með sjúkraþjálfaranum. Svo er ég einnig að vinna í sundlauginni og ræktinni.” „Sjúkraliðið hefur verið frábært og haldið mér við efnið á síðustu vikum. Þeir vilja fá mig fljótt inn. Þeir eru mjög góðir og ekki bara sem sjúkraþjálfarar, þú þarft að njóta þess að vinna með fólkinu sem er í kringum þig." „Þetta gerir vinnuna í salnum auðveldari. Ég fer til London á þriðjudaginn að hitta sérfræðing og hann mun endurmeta stöðuna." Gylfi segir að svona meiðsli þarfnist þolinmæði og að þetta sé hluti af leiknum. Hann ætlar sér að koma hraustari sem aldrei fyrr til baka en Gylfi hefur skorað sex mörk í þeim 33 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Everton á tímabilinu. „Þetta er hörð vinna og ekki eins gott og að vera úti á æfingavelli að æfa. Þú getur skilið afhverju það er erfitt fyrir leikmenn sem glíma við langvarandi meiðsli að horfa á strákana fara út á æfingu á hverjum degi. Sem betur fer eru mín ekki langvarandi.” „Þetta er þó hluti af leiknum. Það ganga allir í gegnum meiðsli og þú verður að komast í gegnum þetta. Ég er ekki mjög þolinmóður ef ég á að vera hreinskilinn. Ég vil klára hluti fljótt en ég veit að þetta tekur tíma og ég verð að vera þolinmóður.” „Líkaminn tekur sinn tíma og ég verð að hlusta á hann. Ég hef verið mjög heppinn með meiðsli á mínum ferli og vonandi mun ég koma sterkari og hraustari sem aldrei fyrr til baka,” sagði þessi frábæri leikmaður að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Gylfi ein af stjörnum Sky sem gætu misst af HM Harry Kane, Neymar og Manuel Neuer eru einnig á listanum. 22. mars 2018 15:00 Allardyce vonar að Gylfi nái sér fyrr en áætlað er Gylfi Þór Sigurðsson gæti snúið aftur á fótboltavöllinn fyrr en áætlað var að mati Sam Allardyce, knattspyrnustjóra Everton. 15. mars 2018 10:39 Gylfi frá í sex til átta vikur: Tímabilið búið með Everton en hann nær HM Everton hefur staðfest það að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson spilar ekki fleiri leiki með liðinu á þessu tímabili. 14. mars 2018 12:08 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins, vonast til þess að hann hristi af sér meiðslin sem fyrst og komi sterkari og hraustari en aldrei fyrr. Gylfi, sem meiddist í leik Everton og Brighton, verður að öllum líkindum frá í sex til átta vikur. Talið er þó að hann verði klár þegar Ísland leikur á HM í Rússlandi í sumar en Gylfi var í viðtali á heimasíðu Everton í dag. „Þetta gengur vel og stöðugt að ná framförum á hverjum degi. Það hefur ekki komið neitt áfall. Ég er búinn að losna við hækjurnar og spelkuna og geng nánast venjulega,” sagði Gylfi. „Ég er að gera fullt af æfingum með sjúkraþjálfaranum. Svo er ég einnig að vinna í sundlauginni og ræktinni.” „Sjúkraliðið hefur verið frábært og haldið mér við efnið á síðustu vikum. Þeir vilja fá mig fljótt inn. Þeir eru mjög góðir og ekki bara sem sjúkraþjálfarar, þú þarft að njóta þess að vinna með fólkinu sem er í kringum þig." „Þetta gerir vinnuna í salnum auðveldari. Ég fer til London á þriðjudaginn að hitta sérfræðing og hann mun endurmeta stöðuna." Gylfi segir að svona meiðsli þarfnist þolinmæði og að þetta sé hluti af leiknum. Hann ætlar sér að koma hraustari sem aldrei fyrr til baka en Gylfi hefur skorað sex mörk í þeim 33 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Everton á tímabilinu. „Þetta er hörð vinna og ekki eins gott og að vera úti á æfingavelli að æfa. Þú getur skilið afhverju það er erfitt fyrir leikmenn sem glíma við langvarandi meiðsli að horfa á strákana fara út á æfingu á hverjum degi. Sem betur fer eru mín ekki langvarandi.” „Þetta er þó hluti af leiknum. Það ganga allir í gegnum meiðsli og þú verður að komast í gegnum þetta. Ég er ekki mjög þolinmóður ef ég á að vera hreinskilinn. Ég vil klára hluti fljótt en ég veit að þetta tekur tíma og ég verð að vera þolinmóður.” „Líkaminn tekur sinn tíma og ég verð að hlusta á hann. Ég hef verið mjög heppinn með meiðsli á mínum ferli og vonandi mun ég koma sterkari og hraustari sem aldrei fyrr til baka,” sagði þessi frábæri leikmaður að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Gylfi ein af stjörnum Sky sem gætu misst af HM Harry Kane, Neymar og Manuel Neuer eru einnig á listanum. 22. mars 2018 15:00 Allardyce vonar að Gylfi nái sér fyrr en áætlað er Gylfi Þór Sigurðsson gæti snúið aftur á fótboltavöllinn fyrr en áætlað var að mati Sam Allardyce, knattspyrnustjóra Everton. 15. mars 2018 10:39 Gylfi frá í sex til átta vikur: Tímabilið búið með Everton en hann nær HM Everton hefur staðfest það að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson spilar ekki fleiri leiki með liðinu á þessu tímabili. 14. mars 2018 12:08 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Gylfi ein af stjörnum Sky sem gætu misst af HM Harry Kane, Neymar og Manuel Neuer eru einnig á listanum. 22. mars 2018 15:00
Allardyce vonar að Gylfi nái sér fyrr en áætlað er Gylfi Þór Sigurðsson gæti snúið aftur á fótboltavöllinn fyrr en áætlað var að mati Sam Allardyce, knattspyrnustjóra Everton. 15. mars 2018 10:39
Gylfi frá í sex til átta vikur: Tímabilið búið með Everton en hann nær HM Everton hefur staðfest það að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson spilar ekki fleiri leiki með liðinu á þessu tímabili. 14. mars 2018 12:08