Lög um kynjakvóta hafa borið litinn árangur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2018 19:00 Þrír af hverjum fjórum lykilstjórnendum hjá hundrað stærstu fyrirtækjum landsins eru karlar. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segir að lög um kynjakvóta hafi ekki borið árangur og vill beita dagsektum á fyrirtæki sem ekki fara að lögunum.Mælaborð jafnréttismála fór í loftið á heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu í dag en Deloitte tók saman tölfræði yfir kynjahlutföll stjórnenda hjá 100 stærstu fyrirtækjum landsins. 40% þeirra sem sitja í stjórnum fyrirtækjanna eru konur en aðeins 26% í framkvæmdastjórnum. Þá eru 19% stjórnarformanna stærstu fyrirtækjanna konur og aðeins 10% forstjóra. *Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaSé litið til fyrirtækja sem starfa á hlutabréfamarkaði er hlutfall kvenna sem sitja í stjórnum 44%, 22% í framkvæmdastjórnum og 26% stjórnarformanna eru konur. Engin kona gegnir hlutverki forstjóra hjá fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði og alls eru karlar 78% lykilstjórnenda.*Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaRakel Sveinsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu, segir tölurnar sláandi. „Fyrir árslok 2027 ætlum við að ná þeim árangri að lykilstjórnendur, sem sagt framkvæmdastjórnendur í fyrirtækjum á Íslandi, verði orðinn 40/60 að hlutfalli,“ segir Rakel. Átaksverkefnið sem Rakel vísar til kallast Jafnvægisvogin en í dag skrifuðu fulltrúar um 50 fyrirtækja undir viljayfirlýsingu um að leggja sitt af mörkum.Telur að beita þurfi dagsektum Lög um kynjakvóta tóku gildi árið 2013 en aðspurð segir Rakel þau ekki hafa borið tilætlaðan árangur. „Nei ekki sem skyldi, því miður. Vegna þess að í fyrsta lagi eru allt of mörg fyrirtæki sem fara ekki eftir þeim. Lögin kveða á um það að það eigi að vera 40% hlutfall að lágmarki með konur í stjórn, þau eru 33% í dag og hafa meira að segja lækkað aðeins, hafa lækkað um 0,6% á síðustu misserum. Það eru enn allt of mörg fyrirtæki sem eru hreinlega ekki að fara að lögum,“ segir Rakel. Hún vill að dagsektum verði beitt til að knýja þau fyrirtæki sem löggjöfin nær til til að fara að lögum og hefur FKA biðlað því til Alþingis að gripið verði til þessa úrræðis. „Það frumvarp er reyndar til umræðu á Alþingi og verður vonandi afgreitt en það er að sjálfsögðu frekar sorglegt að þurfa að leggja til sektir á atvinnulífið,“ segir Rakel. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Þrír af hverjum fjórum lykilstjórnendum hjá hundrað stærstu fyrirtækjum landsins eru karlar. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segir að lög um kynjakvóta hafi ekki borið árangur og vill beita dagsektum á fyrirtæki sem ekki fara að lögunum.Mælaborð jafnréttismála fór í loftið á heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu í dag en Deloitte tók saman tölfræði yfir kynjahlutföll stjórnenda hjá 100 stærstu fyrirtækjum landsins. 40% þeirra sem sitja í stjórnum fyrirtækjanna eru konur en aðeins 26% í framkvæmdastjórnum. Þá eru 19% stjórnarformanna stærstu fyrirtækjanna konur og aðeins 10% forstjóra. *Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaSé litið til fyrirtækja sem starfa á hlutabréfamarkaði er hlutfall kvenna sem sitja í stjórnum 44%, 22% í framkvæmdastjórnum og 26% stjórnarformanna eru konur. Engin kona gegnir hlutverki forstjóra hjá fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði og alls eru karlar 78% lykilstjórnenda.*Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaRakel Sveinsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu, segir tölurnar sláandi. „Fyrir árslok 2027 ætlum við að ná þeim árangri að lykilstjórnendur, sem sagt framkvæmdastjórnendur í fyrirtækjum á Íslandi, verði orðinn 40/60 að hlutfalli,“ segir Rakel. Átaksverkefnið sem Rakel vísar til kallast Jafnvægisvogin en í dag skrifuðu fulltrúar um 50 fyrirtækja undir viljayfirlýsingu um að leggja sitt af mörkum.Telur að beita þurfi dagsektum Lög um kynjakvóta tóku gildi árið 2013 en aðspurð segir Rakel þau ekki hafa borið tilætlaðan árangur. „Nei ekki sem skyldi, því miður. Vegna þess að í fyrsta lagi eru allt of mörg fyrirtæki sem fara ekki eftir þeim. Lögin kveða á um það að það eigi að vera 40% hlutfall að lágmarki með konur í stjórn, þau eru 33% í dag og hafa meira að segja lækkað aðeins, hafa lækkað um 0,6% á síðustu misserum. Það eru enn allt of mörg fyrirtæki sem eru hreinlega ekki að fara að lögum,“ segir Rakel. Hún vill að dagsektum verði beitt til að knýja þau fyrirtæki sem löggjöfin nær til til að fara að lögum og hefur FKA biðlað því til Alþingis að gripið verði til þessa úrræðis. „Það frumvarp er reyndar til umræðu á Alþingi og verður vonandi afgreitt en það er að sjálfsögðu frekar sorglegt að þurfa að leggja til sektir á atvinnulífið,“ segir Rakel.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira