Lög um kynjakvóta hafa borið litinn árangur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2018 19:00 Þrír af hverjum fjórum lykilstjórnendum hjá hundrað stærstu fyrirtækjum landsins eru karlar. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segir að lög um kynjakvóta hafi ekki borið árangur og vill beita dagsektum á fyrirtæki sem ekki fara að lögunum.Mælaborð jafnréttismála fór í loftið á heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu í dag en Deloitte tók saman tölfræði yfir kynjahlutföll stjórnenda hjá 100 stærstu fyrirtækjum landsins. 40% þeirra sem sitja í stjórnum fyrirtækjanna eru konur en aðeins 26% í framkvæmdastjórnum. Þá eru 19% stjórnarformanna stærstu fyrirtækjanna konur og aðeins 10% forstjóra. *Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaSé litið til fyrirtækja sem starfa á hlutabréfamarkaði er hlutfall kvenna sem sitja í stjórnum 44%, 22% í framkvæmdastjórnum og 26% stjórnarformanna eru konur. Engin kona gegnir hlutverki forstjóra hjá fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði og alls eru karlar 78% lykilstjórnenda.*Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaRakel Sveinsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu, segir tölurnar sláandi. „Fyrir árslok 2027 ætlum við að ná þeim árangri að lykilstjórnendur, sem sagt framkvæmdastjórnendur í fyrirtækjum á Íslandi, verði orðinn 40/60 að hlutfalli,“ segir Rakel. Átaksverkefnið sem Rakel vísar til kallast Jafnvægisvogin en í dag skrifuðu fulltrúar um 50 fyrirtækja undir viljayfirlýsingu um að leggja sitt af mörkum.Telur að beita þurfi dagsektum Lög um kynjakvóta tóku gildi árið 2013 en aðspurð segir Rakel þau ekki hafa borið tilætlaðan árangur. „Nei ekki sem skyldi, því miður. Vegna þess að í fyrsta lagi eru allt of mörg fyrirtæki sem fara ekki eftir þeim. Lögin kveða á um það að það eigi að vera 40% hlutfall að lágmarki með konur í stjórn, þau eru 33% í dag og hafa meira að segja lækkað aðeins, hafa lækkað um 0,6% á síðustu misserum. Það eru enn allt of mörg fyrirtæki sem eru hreinlega ekki að fara að lögum,“ segir Rakel. Hún vill að dagsektum verði beitt til að knýja þau fyrirtæki sem löggjöfin nær til til að fara að lögum og hefur FKA biðlað því til Alþingis að gripið verði til þessa úrræðis. „Það frumvarp er reyndar til umræðu á Alþingi og verður vonandi afgreitt en það er að sjálfsögðu frekar sorglegt að þurfa að leggja til sektir á atvinnulífið,“ segir Rakel. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Þrír af hverjum fjórum lykilstjórnendum hjá hundrað stærstu fyrirtækjum landsins eru karlar. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segir að lög um kynjakvóta hafi ekki borið árangur og vill beita dagsektum á fyrirtæki sem ekki fara að lögunum.Mælaborð jafnréttismála fór í loftið á heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu í dag en Deloitte tók saman tölfræði yfir kynjahlutföll stjórnenda hjá 100 stærstu fyrirtækjum landsins. 40% þeirra sem sitja í stjórnum fyrirtækjanna eru konur en aðeins 26% í framkvæmdastjórnum. Þá eru 19% stjórnarformanna stærstu fyrirtækjanna konur og aðeins 10% forstjóra. *Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaSé litið til fyrirtækja sem starfa á hlutabréfamarkaði er hlutfall kvenna sem sitja í stjórnum 44%, 22% í framkvæmdastjórnum og 26% stjórnarformanna eru konur. Engin kona gegnir hlutverki forstjóra hjá fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði og alls eru karlar 78% lykilstjórnenda.*Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaRakel Sveinsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu, segir tölurnar sláandi. „Fyrir árslok 2027 ætlum við að ná þeim árangri að lykilstjórnendur, sem sagt framkvæmdastjórnendur í fyrirtækjum á Íslandi, verði orðinn 40/60 að hlutfalli,“ segir Rakel. Átaksverkefnið sem Rakel vísar til kallast Jafnvægisvogin en í dag skrifuðu fulltrúar um 50 fyrirtækja undir viljayfirlýsingu um að leggja sitt af mörkum.Telur að beita þurfi dagsektum Lög um kynjakvóta tóku gildi árið 2013 en aðspurð segir Rakel þau ekki hafa borið tilætlaðan árangur. „Nei ekki sem skyldi, því miður. Vegna þess að í fyrsta lagi eru allt of mörg fyrirtæki sem fara ekki eftir þeim. Lögin kveða á um það að það eigi að vera 40% hlutfall að lágmarki með konur í stjórn, þau eru 33% í dag og hafa meira að segja lækkað aðeins, hafa lækkað um 0,6% á síðustu misserum. Það eru enn allt of mörg fyrirtæki sem eru hreinlega ekki að fara að lögum,“ segir Rakel. Hún vill að dagsektum verði beitt til að knýja þau fyrirtæki sem löggjöfin nær til til að fara að lögum og hefur FKA biðlað því til Alþingis að gripið verði til þessa úrræðis. „Það frumvarp er reyndar til umræðu á Alþingi og verður vonandi afgreitt en það er að sjálfsögðu frekar sorglegt að þurfa að leggja til sektir á atvinnulífið,“ segir Rakel.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira