Aldrei fleiri í Vinstri grænum Jakob Bjarnar skrifar 16. febrúar 2018 15:43 Vinstri græn aldrei verið fleiri og ríkir fögnuður mikill í þeirra herbúðum. visir/laufey Vinstri græn rufu 6 þúsund félaga múrinn í vikunni. 6010 félagar eru í dag skráðir í hreyfinguna og er það í fyrsta sinn í nítján ára sögu VG sem fjöldi skráðra félaga fer yfir 6 þúsund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Vinstri grænna og hún lék við hvurn sinn fingur þegar Vísir ræddi við hana nú rétt í þessu. Hún telur ljóst að meginástæðan sé væntanlegt forval Vinstri grænna í Reykjavík.Frá árinu 2005. Stofnandi og formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon og þá nýkjörinn varaformaður, Katrín Jakobsdóttir -- vinsælasti stjórnmálamaður landsins.visir/e.ólFyrir liggur að nýlegt ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk var biti sem margir áttu erfitt með að kyngja og skrifaði Vísir fréttir af úrsögnum úr flokknum. En, Björg Eva segir að fljótlega eftir að þær fréttir tóku að birtast hafi dregið úr þeim úrsögnum og farið að bera á því að fólk skráði sig í flokkinn. Drífa Snædal, þungavigtarkona í VG, sagði sig með látum úr flokknum og sagði ríkisstjórnarsamstarfið eins og að éta skít.Margir ánægðir með ríkisstjórnarsamstarfið „Það var líka fólk sem var ánægt með þetta ríkisstjórnarsamstarf og skráði sig í flokkinn vegna þess. Það var til í dæminu líka,“ segir Björg Eva. En dregur ekki úr því þó að það hafi tekið á að ganga til þessa samstarfs.Björg Eva framkvæmdastjóri er ánægð með ganginn í flokksstarfinu.vgEn, þetta met bendir til þess að ekkert sljákki í óvéfengjanlegum vinsældum Katrínar Jakobsdóttur formanns? „Það get ég ekkert sagt um en flokkurinn er stærri en nokkru sinni áður. Það er það eina sem ég get sagt um þetta nema ég veit að forvalið í Reykjavík hefur talsvert um þetta að segja. En, það var sígandi lukka á undan líka.“ Í forvalinu er einkum tekist á um þriðja sætið en Líf Magneudóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, býður sig ein fram í 1. sætið. Rafræn kosning um fimm efstu sætin fer fram 24. febrúar. Í tilkynningu kemur fram að frambjóðendur VG í Reykjavík kynni stefnumál sín á frambjóðendafundi úti á Granda á morgun laugardag, á milli klukkan tvö og fjögur á fundi sem er öllum opinn í Messanum Grandagarði 8. Tengdar fréttir Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít“ Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri Grænna hefur sagt sig úr flokknum vegna ríkisstjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Sjálfstæðisflokkinn. 16. nóvember 2017 14:25 Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr VG Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði síðan á mánudag þegar tilkynnt var að flokkurinn myndi fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 16. nóvember 2017 15:19 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Vinstri græn rufu 6 þúsund félaga múrinn í vikunni. 6010 félagar eru í dag skráðir í hreyfinguna og er það í fyrsta sinn í nítján ára sögu VG sem fjöldi skráðra félaga fer yfir 6 þúsund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Vinstri grænna og hún lék við hvurn sinn fingur þegar Vísir ræddi við hana nú rétt í þessu. Hún telur ljóst að meginástæðan sé væntanlegt forval Vinstri grænna í Reykjavík.Frá árinu 2005. Stofnandi og formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon og þá nýkjörinn varaformaður, Katrín Jakobsdóttir -- vinsælasti stjórnmálamaður landsins.visir/e.ólFyrir liggur að nýlegt ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk var biti sem margir áttu erfitt með að kyngja og skrifaði Vísir fréttir af úrsögnum úr flokknum. En, Björg Eva segir að fljótlega eftir að þær fréttir tóku að birtast hafi dregið úr þeim úrsögnum og farið að bera á því að fólk skráði sig í flokkinn. Drífa Snædal, þungavigtarkona í VG, sagði sig með látum úr flokknum og sagði ríkisstjórnarsamstarfið eins og að éta skít.Margir ánægðir með ríkisstjórnarsamstarfið „Það var líka fólk sem var ánægt með þetta ríkisstjórnarsamstarf og skráði sig í flokkinn vegna þess. Það var til í dæminu líka,“ segir Björg Eva. En dregur ekki úr því þó að það hafi tekið á að ganga til þessa samstarfs.Björg Eva framkvæmdastjóri er ánægð með ganginn í flokksstarfinu.vgEn, þetta met bendir til þess að ekkert sljákki í óvéfengjanlegum vinsældum Katrínar Jakobsdóttur formanns? „Það get ég ekkert sagt um en flokkurinn er stærri en nokkru sinni áður. Það er það eina sem ég get sagt um þetta nema ég veit að forvalið í Reykjavík hefur talsvert um þetta að segja. En, það var sígandi lukka á undan líka.“ Í forvalinu er einkum tekist á um þriðja sætið en Líf Magneudóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, býður sig ein fram í 1. sætið. Rafræn kosning um fimm efstu sætin fer fram 24. febrúar. Í tilkynningu kemur fram að frambjóðendur VG í Reykjavík kynni stefnumál sín á frambjóðendafundi úti á Granda á morgun laugardag, á milli klukkan tvö og fjögur á fundi sem er öllum opinn í Messanum Grandagarði 8.
Tengdar fréttir Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít“ Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri Grænna hefur sagt sig úr flokknum vegna ríkisstjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Sjálfstæðisflokkinn. 16. nóvember 2017 14:25 Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr VG Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði síðan á mánudag þegar tilkynnt var að flokkurinn myndi fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 16. nóvember 2017 15:19 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít“ Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri Grænna hefur sagt sig úr flokknum vegna ríkisstjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Sjálfstæðisflokkinn. 16. nóvember 2017 14:25
Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr VG Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði síðan á mánudag þegar tilkynnt var að flokkurinn myndi fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 16. nóvember 2017 15:19