Aldrei fleiri í Vinstri grænum Jakob Bjarnar skrifar 16. febrúar 2018 15:43 Vinstri græn aldrei verið fleiri og ríkir fögnuður mikill í þeirra herbúðum. visir/laufey Vinstri græn rufu 6 þúsund félaga múrinn í vikunni. 6010 félagar eru í dag skráðir í hreyfinguna og er það í fyrsta sinn í nítján ára sögu VG sem fjöldi skráðra félaga fer yfir 6 þúsund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Vinstri grænna og hún lék við hvurn sinn fingur þegar Vísir ræddi við hana nú rétt í þessu. Hún telur ljóst að meginástæðan sé væntanlegt forval Vinstri grænna í Reykjavík.Frá árinu 2005. Stofnandi og formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon og þá nýkjörinn varaformaður, Katrín Jakobsdóttir -- vinsælasti stjórnmálamaður landsins.visir/e.ólFyrir liggur að nýlegt ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk var biti sem margir áttu erfitt með að kyngja og skrifaði Vísir fréttir af úrsögnum úr flokknum. En, Björg Eva segir að fljótlega eftir að þær fréttir tóku að birtast hafi dregið úr þeim úrsögnum og farið að bera á því að fólk skráði sig í flokkinn. Drífa Snædal, þungavigtarkona í VG, sagði sig með látum úr flokknum og sagði ríkisstjórnarsamstarfið eins og að éta skít.Margir ánægðir með ríkisstjórnarsamstarfið „Það var líka fólk sem var ánægt með þetta ríkisstjórnarsamstarf og skráði sig í flokkinn vegna þess. Það var til í dæminu líka,“ segir Björg Eva. En dregur ekki úr því þó að það hafi tekið á að ganga til þessa samstarfs.Björg Eva framkvæmdastjóri er ánægð með ganginn í flokksstarfinu.vgEn, þetta met bendir til þess að ekkert sljákki í óvéfengjanlegum vinsældum Katrínar Jakobsdóttur formanns? „Það get ég ekkert sagt um en flokkurinn er stærri en nokkru sinni áður. Það er það eina sem ég get sagt um þetta nema ég veit að forvalið í Reykjavík hefur talsvert um þetta að segja. En, það var sígandi lukka á undan líka.“ Í forvalinu er einkum tekist á um þriðja sætið en Líf Magneudóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, býður sig ein fram í 1. sætið. Rafræn kosning um fimm efstu sætin fer fram 24. febrúar. Í tilkynningu kemur fram að frambjóðendur VG í Reykjavík kynni stefnumál sín á frambjóðendafundi úti á Granda á morgun laugardag, á milli klukkan tvö og fjögur á fundi sem er öllum opinn í Messanum Grandagarði 8. Tengdar fréttir Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít“ Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri Grænna hefur sagt sig úr flokknum vegna ríkisstjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Sjálfstæðisflokkinn. 16. nóvember 2017 14:25 Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr VG Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði síðan á mánudag þegar tilkynnt var að flokkurinn myndi fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 16. nóvember 2017 15:19 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Vinstri græn rufu 6 þúsund félaga múrinn í vikunni. 6010 félagar eru í dag skráðir í hreyfinguna og er það í fyrsta sinn í nítján ára sögu VG sem fjöldi skráðra félaga fer yfir 6 þúsund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Vinstri grænna og hún lék við hvurn sinn fingur þegar Vísir ræddi við hana nú rétt í þessu. Hún telur ljóst að meginástæðan sé væntanlegt forval Vinstri grænna í Reykjavík.Frá árinu 2005. Stofnandi og formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon og þá nýkjörinn varaformaður, Katrín Jakobsdóttir -- vinsælasti stjórnmálamaður landsins.visir/e.ólFyrir liggur að nýlegt ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk var biti sem margir áttu erfitt með að kyngja og skrifaði Vísir fréttir af úrsögnum úr flokknum. En, Björg Eva segir að fljótlega eftir að þær fréttir tóku að birtast hafi dregið úr þeim úrsögnum og farið að bera á því að fólk skráði sig í flokkinn. Drífa Snædal, þungavigtarkona í VG, sagði sig með látum úr flokknum og sagði ríkisstjórnarsamstarfið eins og að éta skít.Margir ánægðir með ríkisstjórnarsamstarfið „Það var líka fólk sem var ánægt með þetta ríkisstjórnarsamstarf og skráði sig í flokkinn vegna þess. Það var til í dæminu líka,“ segir Björg Eva. En dregur ekki úr því þó að það hafi tekið á að ganga til þessa samstarfs.Björg Eva framkvæmdastjóri er ánægð með ganginn í flokksstarfinu.vgEn, þetta met bendir til þess að ekkert sljákki í óvéfengjanlegum vinsældum Katrínar Jakobsdóttur formanns? „Það get ég ekkert sagt um en flokkurinn er stærri en nokkru sinni áður. Það er það eina sem ég get sagt um þetta nema ég veit að forvalið í Reykjavík hefur talsvert um þetta að segja. En, það var sígandi lukka á undan líka.“ Í forvalinu er einkum tekist á um þriðja sætið en Líf Magneudóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, býður sig ein fram í 1. sætið. Rafræn kosning um fimm efstu sætin fer fram 24. febrúar. Í tilkynningu kemur fram að frambjóðendur VG í Reykjavík kynni stefnumál sín á frambjóðendafundi úti á Granda á morgun laugardag, á milli klukkan tvö og fjögur á fundi sem er öllum opinn í Messanum Grandagarði 8.
Tengdar fréttir Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít“ Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri Grænna hefur sagt sig úr flokknum vegna ríkisstjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Sjálfstæðisflokkinn. 16. nóvember 2017 14:25 Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr VG Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði síðan á mánudag þegar tilkynnt var að flokkurinn myndi fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 16. nóvember 2017 15:19 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít“ Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri Grænna hefur sagt sig úr flokknum vegna ríkisstjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Sjálfstæðisflokkinn. 16. nóvember 2017 14:25
Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr VG Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði síðan á mánudag þegar tilkynnt var að flokkurinn myndi fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 16. nóvember 2017 15:19
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent