Segir Bandaríkin stinga Tyrki í bakið Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2018 14:20 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður í garð Bandaríkjanna á blaðamannafundi í dag þar sem hann sakaði ríkisstjórn Donald Trump um tvískinnung. Annars vegar höguðu Bandaríkin sér sem bandamenn Tyrklands en hins vegar væru þeir að stinga Tyrki í bakið. „Við erum saman í NATO en svo reynið þið að stinga bandamenn ykkar í bakið,“ sagði Erdogan.Miklar deilur Gagnrýni Erdogan á rætur sínar að rekja til viðskiptaþvingana sem Bandaríkin hafa beitt gegn Tyrklandi, í kjölfar þess að Tyrkir hafa neitað að frelsa bandarískan prest úr haldi. Presturinn, Andrew Brunson er sakaður um njósnir og stuðning við hryðjuverkasamtök og hefur verið í fangelsi í tvö ár en gagnrýnendur Tyrklands segja hann vera gísl ríkisstjórnar Erdogan.Presturinn Andrew Brunson.Vísir/APTyrkir hafi reynt að nota Brunson til þess að fá Bandaríkin til að framselja Fetullah Gulen til Tyrklands. Erdogan hefur sakað Gulen um að skipuleggja misheppnað valdarán fyrir tveimur árum. Stuðningur Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda hefur einnig reitt Tyrki.Útlit fyrir kreppu Áðurnefndar viðskiptaþvinganir hafa leit til mikil hruns tyrknesku lírunnar og ýtt undir þann efnahagsóstöðugleika sem var til staðar í Tyrklandi. Virði hlutabréfa hefur lækkað verulega að undanförnu og á einu ári hefur verðbólga í Tyrklandi verið um 15 prósent. Samkvæmt BBC óttast sérfræðingar að Tyrkir stefni að efnahagskreppu.Fyrirtæki hafa fengið mörg og stór lán á undanförnum árum og fall lírunnar getur leitt til þess að erfitt verði fyrir fyrirtækin að greiða þessi lán. Erdogan heldur því þó fram að efnahagsaðstæðum sé ekki um að kenna, heldur sé Tyrkland að verða fyrir árás óvinveittra afla. Hann segir undirstöður Tyrklands vera sterkar og segir Tyrkjum ekki að hafa áhyggjur. Innanríkisráðuneyti Tyrklands hefur þó ákveðið að grípa til lagalegra aðgerða gagnvart 346 einstaklingum fyrir færslur þeirra á Instagram um ástand lírunnar, sem ráðuneytið segir vera „egnandi“. Tengdar fréttir Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37 Tyrkir búa sig undir það versta eftir yfirlýsingagleði Erdogans Líran féll um nærri fimmtung fyrir helgi eftir að Donald Trump tilkynnti um viðskiptaþvinganir gegn landinu. Yfirlýsingar forseta Tyrklands eru ekki til þess fallnar að bæta ástandið. Deilan snýst um bandarískan klerk í tyrknesku fangelsi. 13. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump bakkar Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður í garð Bandaríkjanna á blaðamannafundi í dag þar sem hann sakaði ríkisstjórn Donald Trump um tvískinnung. Annars vegar höguðu Bandaríkin sér sem bandamenn Tyrklands en hins vegar væru þeir að stinga Tyrki í bakið. „Við erum saman í NATO en svo reynið þið að stinga bandamenn ykkar í bakið,“ sagði Erdogan.Miklar deilur Gagnrýni Erdogan á rætur sínar að rekja til viðskiptaþvingana sem Bandaríkin hafa beitt gegn Tyrklandi, í kjölfar þess að Tyrkir hafa neitað að frelsa bandarískan prest úr haldi. Presturinn, Andrew Brunson er sakaður um njósnir og stuðning við hryðjuverkasamtök og hefur verið í fangelsi í tvö ár en gagnrýnendur Tyrklands segja hann vera gísl ríkisstjórnar Erdogan.Presturinn Andrew Brunson.Vísir/APTyrkir hafi reynt að nota Brunson til þess að fá Bandaríkin til að framselja Fetullah Gulen til Tyrklands. Erdogan hefur sakað Gulen um að skipuleggja misheppnað valdarán fyrir tveimur árum. Stuðningur Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda hefur einnig reitt Tyrki.Útlit fyrir kreppu Áðurnefndar viðskiptaþvinganir hafa leit til mikil hruns tyrknesku lírunnar og ýtt undir þann efnahagsóstöðugleika sem var til staðar í Tyrklandi. Virði hlutabréfa hefur lækkað verulega að undanförnu og á einu ári hefur verðbólga í Tyrklandi verið um 15 prósent. Samkvæmt BBC óttast sérfræðingar að Tyrkir stefni að efnahagskreppu.Fyrirtæki hafa fengið mörg og stór lán á undanförnum árum og fall lírunnar getur leitt til þess að erfitt verði fyrir fyrirtækin að greiða þessi lán. Erdogan heldur því þó fram að efnahagsaðstæðum sé ekki um að kenna, heldur sé Tyrkland að verða fyrir árás óvinveittra afla. Hann segir undirstöður Tyrklands vera sterkar og segir Tyrkjum ekki að hafa áhyggjur. Innanríkisráðuneyti Tyrklands hefur þó ákveðið að grípa til lagalegra aðgerða gagnvart 346 einstaklingum fyrir færslur þeirra á Instagram um ástand lírunnar, sem ráðuneytið segir vera „egnandi“.
Tengdar fréttir Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37 Tyrkir búa sig undir það versta eftir yfirlýsingagleði Erdogans Líran féll um nærri fimmtung fyrir helgi eftir að Donald Trump tilkynnti um viðskiptaþvinganir gegn landinu. Yfirlýsingar forseta Tyrklands eru ekki til þess fallnar að bæta ástandið. Deilan snýst um bandarískan klerk í tyrknesku fangelsi. 13. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump bakkar Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37
Tyrkir búa sig undir það versta eftir yfirlýsingagleði Erdogans Líran féll um nærri fimmtung fyrir helgi eftir að Donald Trump tilkynnti um viðskiptaþvinganir gegn landinu. Yfirlýsingar forseta Tyrklands eru ekki til þess fallnar að bæta ástandið. Deilan snýst um bandarískan klerk í tyrknesku fangelsi. 13. ágúst 2018 06:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent