Kjartan Kjartansson tilnefndur til Fjölmiðlaverðlauna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2018 18:33 Framræst votlendi losar um 73% af öllum gróðurhúsalofttegundum á Íslandi á ári. Áskell Þórisson Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi, Bylgjunni og Stöð 2 er einn þriggja sem tilnefndur er til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða mánudaginn 17. september í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kjartan er tilnefndur fyrir umfjöllun sína um loftslagsmál. Auk Kjartans eru tilnefnd þau Sunna Ósk Logadóttir og teymið Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson. Rökstuðningur dómnefndar fyrir valinu er eftirfarandi:Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi.Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fyrir umfjöllun um loftslagsmál Kjartan hefur á tímabilinu fjallað á vandaðan og upplýsandi hátt um brýnasta umhverfismál samtímans: loftslagsmál. Í umfjöllun sinni hefur Kjartan flutt fréttir og skrifað greinar um hinar ýmsu hliðar loftslagbreytinga, varpað ljósi á nýjar rannsóknir og sett í samhengi við íslenskar aðstæður. Umfjöllunin hefur verið stöðug og umfangsmikil á tímum mikilla breytinga í íslenskri fjölmiðlun. Kjartani er lagið að útskýra áhrif loftslagsbreytinga á aðgengilegan hátt fyrir almenna lesendur. Með umfjöllun sinni hefur hann vakið athygli á loftslagsmálum og áhrifum þeirra á samfélag og umhverfi á Íslandi og í heiminum öllum.Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu fyrir greinaflokkinn Mátturinn og dýrðinSunna Ósk fjallar í greinaflokknum Mátturinn og dýrðin sem birtist í Morgunblaðinu í september 2017 um togstreitu nýtingar og náttúruverndar. Sérstaklega er fjallað um virkjunaráform á Vestfjörðum og áhrif þeirra á staðbundið samfélag og umhverfi. Sunna Ósk fjallar af vandvirkni og næmni um mál sem er umdeilt og vakið hefur heitar tilfinningar. Hún leitar víða fanga og veltir upp ólíkum sjónarmiðum í umfjöllun sinni. Sunna Ósk tengir tölulegar staðreyndir, skýringarmyndir og viðhorf saman á áhugaverðan hátt fyrir lesandann og gefur heildstæða og yfirgripsmikla mynd af þeim hagsmunum og sjónarmiðum náttúrverndar og náttúrunýtingar sem vegast á.Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson fyrir myndefni, upplýsingar og greinaskrif um íslenska náttúruTómas og Ólafur hafa á árinu nýtt fjölmiðla og samfélagsmiðla til að fjalla um íslenska náttúru, friðun og verðmæti náttúruminja. Þeir hafa heimsótt fjölmarga staði og sótt þangað nýtt efni, bæði ljósmyndir og myndskeið og nýtt sér til hins ítrasta möguleika samfélagsmiðla til að koma þessu efni á framfæri. Þeir hafa afhent fjölmiðlum efnið til afnota og þannig náð til enn stærri hóps lesenda og áhorfenda. Með því hafa þeir haft bein áhrif á að lítt þekktar náttúruperlur, s.s. fossaröð á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði Hvalárvirkjunar, hafa komist í almenna umræðu. Umfjöllun þeirra er lýsandi fyrir þær breytingar sem orðið hafa á umhverfi fjölmiðla, þar sem efni kemur í auknum mæli frá almenningi fremur en sérhæfðu fréttafólki eða ljósmyndurum.Dómnefnd skipa Jón Kaldal, Ragna Sara Jónsdóttir, formaður og Valgerður Anna Jóhannsdóttir Fjölmiðlalög Umhverfismál Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00 Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00 Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi, Bylgjunni og Stöð 2 er einn þriggja sem tilnefndur er til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða mánudaginn 17. september í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kjartan er tilnefndur fyrir umfjöllun sína um loftslagsmál. Auk Kjartans eru tilnefnd þau Sunna Ósk Logadóttir og teymið Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson. Rökstuðningur dómnefndar fyrir valinu er eftirfarandi:Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi.Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fyrir umfjöllun um loftslagsmál Kjartan hefur á tímabilinu fjallað á vandaðan og upplýsandi hátt um brýnasta umhverfismál samtímans: loftslagsmál. Í umfjöllun sinni hefur Kjartan flutt fréttir og skrifað greinar um hinar ýmsu hliðar loftslagbreytinga, varpað ljósi á nýjar rannsóknir og sett í samhengi við íslenskar aðstæður. Umfjöllunin hefur verið stöðug og umfangsmikil á tímum mikilla breytinga í íslenskri fjölmiðlun. Kjartani er lagið að útskýra áhrif loftslagsbreytinga á aðgengilegan hátt fyrir almenna lesendur. Með umfjöllun sinni hefur hann vakið athygli á loftslagsmálum og áhrifum þeirra á samfélag og umhverfi á Íslandi og í heiminum öllum.Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu fyrir greinaflokkinn Mátturinn og dýrðinSunna Ósk fjallar í greinaflokknum Mátturinn og dýrðin sem birtist í Morgunblaðinu í september 2017 um togstreitu nýtingar og náttúruverndar. Sérstaklega er fjallað um virkjunaráform á Vestfjörðum og áhrif þeirra á staðbundið samfélag og umhverfi. Sunna Ósk fjallar af vandvirkni og næmni um mál sem er umdeilt og vakið hefur heitar tilfinningar. Hún leitar víða fanga og veltir upp ólíkum sjónarmiðum í umfjöllun sinni. Sunna Ósk tengir tölulegar staðreyndir, skýringarmyndir og viðhorf saman á áhugaverðan hátt fyrir lesandann og gefur heildstæða og yfirgripsmikla mynd af þeim hagsmunum og sjónarmiðum náttúrverndar og náttúrunýtingar sem vegast á.Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson fyrir myndefni, upplýsingar og greinaskrif um íslenska náttúruTómas og Ólafur hafa á árinu nýtt fjölmiðla og samfélagsmiðla til að fjalla um íslenska náttúru, friðun og verðmæti náttúruminja. Þeir hafa heimsótt fjölmarga staði og sótt þangað nýtt efni, bæði ljósmyndir og myndskeið og nýtt sér til hins ítrasta möguleika samfélagsmiðla til að koma þessu efni á framfæri. Þeir hafa afhent fjölmiðlum efnið til afnota og þannig náð til enn stærri hóps lesenda og áhorfenda. Með því hafa þeir haft bein áhrif á að lítt þekktar náttúruperlur, s.s. fossaröð á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði Hvalárvirkjunar, hafa komist í almenna umræðu. Umfjöllun þeirra er lýsandi fyrir þær breytingar sem orðið hafa á umhverfi fjölmiðla, þar sem efni kemur í auknum mæli frá almenningi fremur en sérhæfðu fréttafólki eða ljósmyndurum.Dómnefnd skipa Jón Kaldal, Ragna Sara Jónsdóttir, formaður og Valgerður Anna Jóhannsdóttir
Fjölmiðlalög Umhverfismál Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00 Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00 Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15
Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00
Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45
Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00