R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2018 17:46 Síðast var R Kelly kærður fyrir kynferðisofbeldi í maí en hann var m.a. sakaður um að hafa vitandi smitað konu af Herpes-veirunni. Vísir/Getty Bandaríski söngvarinn R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um að hafa beitt hóp kvenna harðræði og ofbeldi og haldið þeim föngnum í eins konar „sértrúarsöfnuði“ í nýju lagi sem hann gaf út í dag. Í texta lagsins ítrekar hann einnig að hafa verið misnotaður kynferðislega í æsku. Nýja lagið ber heitið I Admit, eða Ég játa, og er heilar 19 mínútur að lengd. R Kelly gaf lagið út á Soundcloud-reikningi sínum í dag. „Dagurinn sem þið hafið öll beðið eftir er runninn upp,“ skrifaði söngvarinn á Twitter-reikningi sínum er hann deildi laginu með fylgjendum sínum. Lagið má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Fyrst var greint frá ásökununum sem R Kelly svarar fyrir í laginu í júlí í fyrra. Hefur söngvarinn verið sakaður um að hafa lokkað ungar konur inn á heimili sitt og haldið þeim þar í nokkurs konar sértrúarsöfnuði. Þá er hann sagður hafa beitt konurnar stafrænu kynferðisofbeldi, gert farsíma þeirra upptæka og lagt hendur á þær.Sjá einnig: R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér Margar kvennanna voru undir lögaldri þegar þær bjuggu með söngvaranum og lýstu foreldrar þeirra yfir þungum áhyggjum af dætrum sínum þegar fyrst var fjallað um málið. Í apríl síðastliðnum sameinaðist fjöldi kvenna á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MuteRKelly, eða „þöggum niður í R Kelly“, og greindu frá reynslu sinni af framferði hans.Sjá einnig: Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómiR Kelly, sem er 51 árs, hefur ítrekað þvertekið fyrir allar ásakanir um „kynferðislegt misferli“. Slíkar ásakanir hafa ítrekað verið lagðar fram á hendur honum í gegnum tíðina.Today is the day you've been waiting for. I ADMIT LISTEN: https://t.co/ncQiDOC6Gq pic.twitter.com/DR8Aijj62N— R. Kelly (@rkelly) July 23, 2018 MeToo Tónlist Mál R. Kelly Bandaríkin Tengdar fréttir Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00 R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér R. Kelly sagðist hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bestjast með sér þegar hann hélt tónleika sína í Norður-Karólínu á föstudagskvöld. Mótmæli fóru fram fyrir utan tónleikahöllina á meðan tónleikunum stóð. 12. maí 2018 18:09 R. Kelly heldur tónleika þrátt fyrir mótmæli Söngvarinn R. Kelly hefur lengi verið sakaður um kynferðislega misnotkun, meðal annars á táningsstúlkum. 11. maí 2018 22:27 Spotify endurskoðar stefnu sína gegn hatursfullri hegðun Forstjóri Spotify hefur lýst því yfir að ákvörðun streymiveitunnar um að fjarlægja lög R. Kelly og rapparans XXXTentacion af lagalistum hafi verið illa ígrunduð. 2. júní 2018 19:24 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Bandaríski söngvarinn R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um að hafa beitt hóp kvenna harðræði og ofbeldi og haldið þeim föngnum í eins konar „sértrúarsöfnuði“ í nýju lagi sem hann gaf út í dag. Í texta lagsins ítrekar hann einnig að hafa verið misnotaður kynferðislega í æsku. Nýja lagið ber heitið I Admit, eða Ég játa, og er heilar 19 mínútur að lengd. R Kelly gaf lagið út á Soundcloud-reikningi sínum í dag. „Dagurinn sem þið hafið öll beðið eftir er runninn upp,“ skrifaði söngvarinn á Twitter-reikningi sínum er hann deildi laginu með fylgjendum sínum. Lagið má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Fyrst var greint frá ásökununum sem R Kelly svarar fyrir í laginu í júlí í fyrra. Hefur söngvarinn verið sakaður um að hafa lokkað ungar konur inn á heimili sitt og haldið þeim þar í nokkurs konar sértrúarsöfnuði. Þá er hann sagður hafa beitt konurnar stafrænu kynferðisofbeldi, gert farsíma þeirra upptæka og lagt hendur á þær.Sjá einnig: R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér Margar kvennanna voru undir lögaldri þegar þær bjuggu með söngvaranum og lýstu foreldrar þeirra yfir þungum áhyggjum af dætrum sínum þegar fyrst var fjallað um málið. Í apríl síðastliðnum sameinaðist fjöldi kvenna á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MuteRKelly, eða „þöggum niður í R Kelly“, og greindu frá reynslu sinni af framferði hans.Sjá einnig: Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómiR Kelly, sem er 51 árs, hefur ítrekað þvertekið fyrir allar ásakanir um „kynferðislegt misferli“. Slíkar ásakanir hafa ítrekað verið lagðar fram á hendur honum í gegnum tíðina.Today is the day you've been waiting for. I ADMIT LISTEN: https://t.co/ncQiDOC6Gq pic.twitter.com/DR8Aijj62N— R. Kelly (@rkelly) July 23, 2018
MeToo Tónlist Mál R. Kelly Bandaríkin Tengdar fréttir Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00 R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér R. Kelly sagðist hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bestjast með sér þegar hann hélt tónleika sína í Norður-Karólínu á föstudagskvöld. Mótmæli fóru fram fyrir utan tónleikahöllina á meðan tónleikunum stóð. 12. maí 2018 18:09 R. Kelly heldur tónleika þrátt fyrir mótmæli Söngvarinn R. Kelly hefur lengi verið sakaður um kynferðislega misnotkun, meðal annars á táningsstúlkum. 11. maí 2018 22:27 Spotify endurskoðar stefnu sína gegn hatursfullri hegðun Forstjóri Spotify hefur lýst því yfir að ákvörðun streymiveitunnar um að fjarlægja lög R. Kelly og rapparans XXXTentacion af lagalistum hafi verið illa ígrunduð. 2. júní 2018 19:24 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00
R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér R. Kelly sagðist hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bestjast með sér þegar hann hélt tónleika sína í Norður-Karólínu á föstudagskvöld. Mótmæli fóru fram fyrir utan tónleikahöllina á meðan tónleikunum stóð. 12. maí 2018 18:09
R. Kelly heldur tónleika þrátt fyrir mótmæli Söngvarinn R. Kelly hefur lengi verið sakaður um kynferðislega misnotkun, meðal annars á táningsstúlkum. 11. maí 2018 22:27
Spotify endurskoðar stefnu sína gegn hatursfullri hegðun Forstjóri Spotify hefur lýst því yfir að ákvörðun streymiveitunnar um að fjarlægja lög R. Kelly og rapparans XXXTentacion af lagalistum hafi verið illa ígrunduð. 2. júní 2018 19:24