Í ræðu sinni færði hún Jóni Baldvini og íslensku þjóðinni, sérstakar þakkir fyrir frumkvæði að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Litháen og annarra Eystrasaltsríkja. Fyrr um daginn lagði Jón Baldvin blómsveig að nýreistu minnismerki um endurheimt sjálfstæði, sem stendur fyrir framan þinghúsið í Vilníus.
Hátíðarhöldin má sjá hér að neðan en Jón Baldvin mætti á svið eftir um tólf og hálfa mínútu. Þar ræddi Jón hvernig það atvikaðist að hann væri á sviðinu.