Sagði fast handaband fréttakonu koma í veg fyrir að hún fyndi sér eiginmann Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2018 08:28 Glaumgosinn Silvio Berlusconi er enn með puttana í ítölskum stjórnmálum á gamalsaldri jafnvel þó að hann sé ekki kjörgengur. Vísir/AFP Kosið er til beggja deilda ítalska þingsins í dag en skoðanakannanir benda til þess að enginn stjórnmálaflokkur nái hreinum meirihluta. Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, er á meðal þeirra sem leiðir framboð til kosninga en hann hefur vakið mikla athygli fyrir ummæli sín í garð fréttakonu breska ríkisútvarpsins. Samskipti Berlusconi og fréttakonunnar má sjá í meðfylgjandi myndbandi. Þegar fréttakonan tekur í hönd fyrrverandi forsætisráðherrans biður hann hana um að slaka á handabandinu. „Ekki heilsa karlmönnum með svona föstu handabandi. Of sterk. Annars munu karlmenn halda, þessi ætlar að lemja mig, og enginn mun vilja giftast þér,“ segir Berlusconi. Fréttakonan segist þá hafa haldið að traust handaband væri mikill mannkostur. „Nei, aðeins minna. Hver mun vilja giftast þér?“ svarar Berlusconi að bragði en bætti þó við í lok samtalsins að hann hefði verið að grínast. „Þú verður stundum að geta tekið gríni.“Fyrir fáeinum árum var útlitið svart fyrir Berlusconi á pólitísku sviði Ítalíu. Í dag er fyrrverandi forsætisráðherrann þó genginn aftur og hefur endurvakið sinn gamla flokk Forza Italia (Áfram Ítalía). Árið 2012 var Berlusconi dæmdur fyrir skattsvik og er ekki heimilt að gegna opinberu embætti til ársins 2019. Flokkur hans vill þá ráðast í miklar breytingar á skattkerfinu og hefur lofað því að reka 600 þúsund ólöglega innflytjendur úr landi en hann hefur sagt að fjöldi flóttamanna í landinu sé „samfélagsleg tímasprengja“. Ítarlega fréttaskýringu Vísis um ítölsku þingkosningarnar má lesa hér. Tengdar fréttir Berlusconi vill vísa 600.000 innflytjendum úr landi Fyrrverandi forsætisráðherrann talar um tifandi félagslega sprengju eftir skotárás hægriöfgamanns á fólk af afrískum uppruna um helgina. 5. febrúar 2018 11:35 „Þetta eru falsfréttir“ Eigandi AC Milan segir engin stoð í þeim fregnum að hann sé orðinn gjaldþrota. 21. febrúar 2018 14:30 Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Þingkosningar fara fram á Ítalíu um helgina. Allt bendir til þess að enginn augljós sigurvegari komi upp úr kjörkössunum sem dýpkar enn óvissuna í ítölsku stjórnmála- og efnahagslífi. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Kosið er til beggja deilda ítalska þingsins í dag en skoðanakannanir benda til þess að enginn stjórnmálaflokkur nái hreinum meirihluta. Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, er á meðal þeirra sem leiðir framboð til kosninga en hann hefur vakið mikla athygli fyrir ummæli sín í garð fréttakonu breska ríkisútvarpsins. Samskipti Berlusconi og fréttakonunnar má sjá í meðfylgjandi myndbandi. Þegar fréttakonan tekur í hönd fyrrverandi forsætisráðherrans biður hann hana um að slaka á handabandinu. „Ekki heilsa karlmönnum með svona föstu handabandi. Of sterk. Annars munu karlmenn halda, þessi ætlar að lemja mig, og enginn mun vilja giftast þér,“ segir Berlusconi. Fréttakonan segist þá hafa haldið að traust handaband væri mikill mannkostur. „Nei, aðeins minna. Hver mun vilja giftast þér?“ svarar Berlusconi að bragði en bætti þó við í lok samtalsins að hann hefði verið að grínast. „Þú verður stundum að geta tekið gríni.“Fyrir fáeinum árum var útlitið svart fyrir Berlusconi á pólitísku sviði Ítalíu. Í dag er fyrrverandi forsætisráðherrann þó genginn aftur og hefur endurvakið sinn gamla flokk Forza Italia (Áfram Ítalía). Árið 2012 var Berlusconi dæmdur fyrir skattsvik og er ekki heimilt að gegna opinberu embætti til ársins 2019. Flokkur hans vill þá ráðast í miklar breytingar á skattkerfinu og hefur lofað því að reka 600 þúsund ólöglega innflytjendur úr landi en hann hefur sagt að fjöldi flóttamanna í landinu sé „samfélagsleg tímasprengja“. Ítarlega fréttaskýringu Vísis um ítölsku þingkosningarnar má lesa hér.
Tengdar fréttir Berlusconi vill vísa 600.000 innflytjendum úr landi Fyrrverandi forsætisráðherrann talar um tifandi félagslega sprengju eftir skotárás hægriöfgamanns á fólk af afrískum uppruna um helgina. 5. febrúar 2018 11:35 „Þetta eru falsfréttir“ Eigandi AC Milan segir engin stoð í þeim fregnum að hann sé orðinn gjaldþrota. 21. febrúar 2018 14:30 Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Þingkosningar fara fram á Ítalíu um helgina. Allt bendir til þess að enginn augljós sigurvegari komi upp úr kjörkössunum sem dýpkar enn óvissuna í ítölsku stjórnmála- og efnahagslífi. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Berlusconi vill vísa 600.000 innflytjendum úr landi Fyrrverandi forsætisráðherrann talar um tifandi félagslega sprengju eftir skotárás hægriöfgamanns á fólk af afrískum uppruna um helgina. 5. febrúar 2018 11:35
„Þetta eru falsfréttir“ Eigandi AC Milan segir engin stoð í þeim fregnum að hann sé orðinn gjaldþrota. 21. febrúar 2018 14:30
Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Þingkosningar fara fram á Ítalíu um helgina. Allt bendir til þess að enginn augljós sigurvegari komi upp úr kjörkössunum sem dýpkar enn óvissuna í ítölsku stjórnmála- og efnahagslífi. 3. mars 2018 09:00