Berbrjósta mótmælandi truflaði Berlusconi á kjörstað Þórdís Valsdóttir skrifar 4. mars 2018 21:15 Silvio Berlusconi kveðst ekki hafa séð konuna sem stökk upp á borð á kjörstað og hrópaði „Tími þinn er liðinn Berlusconi“. Vísir/afp Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. Konan var berbrjósta með áletrun á barmi sínum og hrópaði „Tími þinn er útrunninn. Tími þinn er liðinn Berlusconi!“. Mótmælandinn tilheyrir femínistahópnum Femen. Berlusconi sagði að atvikinu loknu að konan hafi farið svo fljótt að hann hafi ekki fengið tækifæri til að sjá hana en konan stökk upp á borð, lyfti höndum og hrópaði að fyrrverandi forsætisráðherranum. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan.Á barmi konunnar segir „Berlusconi þú ert útrunninn“.Vísir/afpKjörstaðir í þingkosningunum á Ítalíu voru opnaðir í morgun en búist er við því að mið-hægri bandalag Berlusconi fái flest atkvæði. Engum einum flokki eða flokkabandalagi er spáð meirihluta þingsæta og óttast margir að erfitt verði að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. Kosningin er sögð sú óútreiknanlegasta í Ítalíu um árabil. Berlusconi hefur heitið því að nái kosningabandalag hans kjöri mun um það bil 600 þúsund innflytjendum, sem komið hafa ólöglega til Ítalíu, verða vísað úr landi. Fleiri en 46 milljónir hafa kosningarétt í þingkosningunum, þar með taldir ítalskir ríkisborgarar sem greitt höfðu atkvæði utan kjörfundar. Kjörstaðir loka klukkan ellefu í kvöld á staðartíma og hafa borgaryfirvöld í Róm hvatt kjósendur til að mæta tímanlega á kjörstað vegna þess að langar raðir hafa myndast þar og á kjörstöðum um land allt. Silvio Berlusconi, sem er 81 árs gamall, hefur gegnt embætti forsætisráðherra fjórum sinnum áður. Nái flokkur hans kjöri nú mun hann ekki geta gegnt embætti fyrr en á næsta ári vegna skattalagabrots sem hann var dæmdur fyrir árið 2012. Fyrstu tölur eru væntanlegar snemma á morgun. Tengdar fréttir Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Þingkosningar fara fram á Ítalíu um helgina. Allt bendir til þess að enginn augljós sigurvegari komi upp úr kjörkössunum sem dýpkar enn óvissuna í ítölsku stjórnmála- og efnahagslífi. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. Konan var berbrjósta með áletrun á barmi sínum og hrópaði „Tími þinn er útrunninn. Tími þinn er liðinn Berlusconi!“. Mótmælandinn tilheyrir femínistahópnum Femen. Berlusconi sagði að atvikinu loknu að konan hafi farið svo fljótt að hann hafi ekki fengið tækifæri til að sjá hana en konan stökk upp á borð, lyfti höndum og hrópaði að fyrrverandi forsætisráðherranum. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan.Á barmi konunnar segir „Berlusconi þú ert útrunninn“.Vísir/afpKjörstaðir í þingkosningunum á Ítalíu voru opnaðir í morgun en búist er við því að mið-hægri bandalag Berlusconi fái flest atkvæði. Engum einum flokki eða flokkabandalagi er spáð meirihluta þingsæta og óttast margir að erfitt verði að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. Kosningin er sögð sú óútreiknanlegasta í Ítalíu um árabil. Berlusconi hefur heitið því að nái kosningabandalag hans kjöri mun um það bil 600 þúsund innflytjendum, sem komið hafa ólöglega til Ítalíu, verða vísað úr landi. Fleiri en 46 milljónir hafa kosningarétt í þingkosningunum, þar með taldir ítalskir ríkisborgarar sem greitt höfðu atkvæði utan kjörfundar. Kjörstaðir loka klukkan ellefu í kvöld á staðartíma og hafa borgaryfirvöld í Róm hvatt kjósendur til að mæta tímanlega á kjörstað vegna þess að langar raðir hafa myndast þar og á kjörstöðum um land allt. Silvio Berlusconi, sem er 81 árs gamall, hefur gegnt embætti forsætisráðherra fjórum sinnum áður. Nái flokkur hans kjöri nú mun hann ekki geta gegnt embætti fyrr en á næsta ári vegna skattalagabrots sem hann var dæmdur fyrir árið 2012. Fyrstu tölur eru væntanlegar snemma á morgun.
Tengdar fréttir Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Þingkosningar fara fram á Ítalíu um helgina. Allt bendir til þess að enginn augljós sigurvegari komi upp úr kjörkössunum sem dýpkar enn óvissuna í ítölsku stjórnmála- og efnahagslífi. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Þingkosningar fara fram á Ítalíu um helgina. Allt bendir til þess að enginn augljós sigurvegari komi upp úr kjörkössunum sem dýpkar enn óvissuna í ítölsku stjórnmála- og efnahagslífi. 3. mars 2018 09:00