Bað um að fá að vera lengur í fangelsi til að geta hitt Totti Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2018 11:30 Francesco Totti er í dýrlingatölu hjá Roma. vísir/getty Aðdáendur íþróttamanna ganga sumir hverjir ansi langt til þess að hitta goðin sín en einn Ítali gekk líklega lengra heldur en flestir fyrir tólf árum síðan þegar hann þráði hvað heitast að hitta Francesco Totti, fyrrverandi leikmann Roma og ítalska landsliðsins. Totti og félagar hans í ítalska landsliðinu urðu heimsmeistarar árið 2006 og fóru á mikinn kynningartúr skömmu eftir að lyfta bikarnum í Þýskalandi eftir sigur á Frökkum í frægum úrslitaleik. Ein heimsókn þeirra var í fangelsi í Rómarborg. „Allir fangarnir voru mjög glaðir því fyrir þá að sjá fótboltamenn í fangelsinu var eins og fyrir okkur að sjá páfann,“ segir Totti í viðtali við ítalska ríkissjónvarpið en hann er þessa dagana að auglýsa ævisögu sína sem að kemur út í dag. „Það var einn strákur þarna sem öskraði og öskraði. Hann þráði ekkert heitar en að taka mynd með mér en enginn hleypti honum að mér. Á endanum náði hann að komast upp að mér og fékk mynd. Ég skildi ekki hvers vegna hann var svona rosalega áhugasamur.“ Það var ekki fyrr en Totti var kominn út fyrir fangelsisveggina að honum var sagt hvers vegna þessi strákur lagði svo mikið á sig að komast í gegnum allan hópinn og upp að Roma-goðsögninni. „Mér var tjáð að þessi strákur átti að losna úr fangelsinu viku áður en hann bað um að fá að vera viku lengur því hann vissi að ég væri á leiðinni í heimsókn. Hann hótaði því að gera eitthvað brjálað til að enda aftur í fangelsinu ef hann fengi ekki að dvelja viku lengur og hitta mig,“ segir Francesco Totti. Ítalski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Sjá meira
Aðdáendur íþróttamanna ganga sumir hverjir ansi langt til þess að hitta goðin sín en einn Ítali gekk líklega lengra heldur en flestir fyrir tólf árum síðan þegar hann þráði hvað heitast að hitta Francesco Totti, fyrrverandi leikmann Roma og ítalska landsliðsins. Totti og félagar hans í ítalska landsliðinu urðu heimsmeistarar árið 2006 og fóru á mikinn kynningartúr skömmu eftir að lyfta bikarnum í Þýskalandi eftir sigur á Frökkum í frægum úrslitaleik. Ein heimsókn þeirra var í fangelsi í Rómarborg. „Allir fangarnir voru mjög glaðir því fyrir þá að sjá fótboltamenn í fangelsinu var eins og fyrir okkur að sjá páfann,“ segir Totti í viðtali við ítalska ríkissjónvarpið en hann er þessa dagana að auglýsa ævisögu sína sem að kemur út í dag. „Það var einn strákur þarna sem öskraði og öskraði. Hann þráði ekkert heitar en að taka mynd með mér en enginn hleypti honum að mér. Á endanum náði hann að komast upp að mér og fékk mynd. Ég skildi ekki hvers vegna hann var svona rosalega áhugasamur.“ Það var ekki fyrr en Totti var kominn út fyrir fangelsisveggina að honum var sagt hvers vegna þessi strákur lagði svo mikið á sig að komast í gegnum allan hópinn og upp að Roma-goðsögninni. „Mér var tjáð að þessi strákur átti að losna úr fangelsinu viku áður en hann bað um að fá að vera viku lengur því hann vissi að ég væri á leiðinni í heimsókn. Hann hótaði því að gera eitthvað brjálað til að enda aftur í fangelsinu ef hann fengi ekki að dvelja viku lengur og hitta mig,“ segir Francesco Totti.
Ítalski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Sjá meira