Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2018 21:00 Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að verða við öllum kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. Fjármálaráðherra hvatti þingmanninn til að kynna sér málin betur því hann vissi greinilega ekkert um hvað hann væri að tala. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra enn eina ferðina út í sölu Kaupþings á hlutum í Arion banka á Alþingi í morgun og forkaupsrétt ríkisins á bréfunum sem þingmaðurinn vill meina að ríkið hafi afsalað sér. „Undirlátssemi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart vogunarsjóðum Arion banka er makalaus. Allar kröfur vogunarsjóðanna hafa verið samþykktar. Sala hlutabréfa ríkisins á undirverði samþykkt möglunarlaust. Bankaskattur á vogunarsjóðina lækkaður möglunarlaust. Verðmætum forkaupsrétti afsalað möglunarlaust. Allt fyrir ekki neitt,“ sagði Birgir. Fjármálaráðherra sagði Birgi og flokk hans ekki hafa svarað því hvar ætti að taka tugi milljarða fyrir kaupum ríkisins á Arion banka eins og flokkurinn legði til og hvað ætti síðan að gera við þau bréf. „Ég ætla að hvetja þingmanninn til að halda áfram að spyrja og halda áfram að lesa því hann veit greinilega ekki nokkurn skapaðan hlut um þessi mál,“ sagði Bjarni. Það væri erfitt að átta sig á í hvað þingmaðurinn væri að vísa í málflutningi sínum. Fjármálaráðherra sagði allar upplýsingar um sölu hlutabréfa Arion hafa komið fram og byggðu á samningum sem gerðir hefðu verið á sínum tíma. Ríkið fengi stighækkandi hlut í sölu Kaupþings á hlutabréfum í Arion banka miðað við verðmæti þeirra sem færist sem greiðsla inn á skuldabréf sem ríkið gaf út við fall Kaupþings. „Að sjálfsögðu mun það ekki koma í ljós fyrr en allir hlutir Kaupþings hafa verið seldir í Arion banka hvernig það kemur út gagnvart afkomuskiptasamningnum. En sala á hlutabréfum rennur öll inn á skuldabréfið, þannig að já, ríkið fær greitt inn á skuldabréfið. Það er ekki verið að gefa neitt eftir,“ sagði Bjarni. Alþingi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að verða við öllum kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. Fjármálaráðherra hvatti þingmanninn til að kynna sér málin betur því hann vissi greinilega ekkert um hvað hann væri að tala. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra enn eina ferðina út í sölu Kaupþings á hlutum í Arion banka á Alþingi í morgun og forkaupsrétt ríkisins á bréfunum sem þingmaðurinn vill meina að ríkið hafi afsalað sér. „Undirlátssemi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart vogunarsjóðum Arion banka er makalaus. Allar kröfur vogunarsjóðanna hafa verið samþykktar. Sala hlutabréfa ríkisins á undirverði samþykkt möglunarlaust. Bankaskattur á vogunarsjóðina lækkaður möglunarlaust. Verðmætum forkaupsrétti afsalað möglunarlaust. Allt fyrir ekki neitt,“ sagði Birgir. Fjármálaráðherra sagði Birgi og flokk hans ekki hafa svarað því hvar ætti að taka tugi milljarða fyrir kaupum ríkisins á Arion banka eins og flokkurinn legði til og hvað ætti síðan að gera við þau bréf. „Ég ætla að hvetja þingmanninn til að halda áfram að spyrja og halda áfram að lesa því hann veit greinilega ekki nokkurn skapaðan hlut um þessi mál,“ sagði Bjarni. Það væri erfitt að átta sig á í hvað þingmaðurinn væri að vísa í málflutningi sínum. Fjármálaráðherra sagði allar upplýsingar um sölu hlutabréfa Arion hafa komið fram og byggðu á samningum sem gerðir hefðu verið á sínum tíma. Ríkið fengi stighækkandi hlut í sölu Kaupþings á hlutabréfum í Arion banka miðað við verðmæti þeirra sem færist sem greiðsla inn á skuldabréf sem ríkið gaf út við fall Kaupþings. „Að sjálfsögðu mun það ekki koma í ljós fyrr en allir hlutir Kaupþings hafa verið seldir í Arion banka hvernig það kemur út gagnvart afkomuskiptasamningnum. En sala á hlutabréfum rennur öll inn á skuldabréfið, þannig að já, ríkið fær greitt inn á skuldabréfið. Það er ekki verið að gefa neitt eftir,“ sagði Bjarni.
Alþingi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira