Hólmar: Þægilegt að spila bakvörð í þessu liði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. júní 2018 23:00 Hólmar Örn í baráttunni í kvöld. vísir/vilhelm Það kom mörgum á óvart að sjá Hólmar Örn Eyjólfsson byrja í stöðu hægri bakvarðar í liði Íslands í vináttulandsleiknum gegn Gana í kvöld. Hólmar sjálfur vissi þó af áætlunum landsliðsþjálfarans. „Ég vissi að hann væri að gæla við þetta svo þetta kom mér ekki mikið á óvart. Tek því hlutverki sem mér er gefið og reyni að gera það eins vel og ég get,“ sagði Hólmar eftir leikinn í kvöld. Eftir að Ísland var 2-0 yfir í hálfleik var staðan 2-2 í leikslok. „Ég held þeir hafi viljað sjá mig og prófa mig þarna. Ég hef spilað þetta áður þó það séu þó nokkur ár síðan en ég held þeir þurfi að hafa „cover“ fyrir Birki og þurfa að sjá menn í alvöru leik fyrir það.“ En hvenær var það sem Hólmar spilaði síðast í hægri bakverðinum? „Ég held ég hafi spilað þarna einu sinni með Rosenborg, það var fyrir tveimur, þremur árum síðan.“ „Það er mjög þægilegt að spila bakvörð í þessu liði. Þú færð mikla hjálp frá Jóa og Kára, og Emma og Gylfa á miðjunni, og þér líður vel á vellinum.“ Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var ekki eins góður. Hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik? „Við duttum allt of djúpt og leyfðum þeim að vera með boltann allt of mikið. Hefðum átt að stíga fyrr í þá og það var erfitt þegar við vorum að vinna boltann í okkar vítateig með níu menn, þá var erfitt að verjast pressunni.“ „Við ætluðum að keyra á þá og halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik,“ sagði Hólmar aðspurður hvort liðið hafi ætlað að verja forskotið. „Ég veit ekki hvort þreyta eða eitthvað slíkt hafi spilað þar inn í.“ Íslenska liðið flýgur út til Rússlands á laugardaginn og mætir í stærsta verkefni íslenskrar fótboltasögu, HM í Rússlandi. Voru menn með það í huga í kvöld og hlífðu sér kannski meira en þeir hefðu gert í keppnisleik? „Við lögðum ekki upp með það. Það situr kannski í undirmeðvitundinni hjá mönnum að passa sig aðeins meira, ég veit það ekki. En það var ekki lagt upp með það, við ætluðum að gera þetta almennilega í dag. Við náum að gera það í fyrri hálfleik en það vantaði aðeins upp á í seinni hálfleik.“ Hólmar Örn er ekki einn af þeim sem hefur átt fast sæti í byrjunarliðinu síðustu ár. Gerir hann sér vonir um spilatíma í Rússlandi eftir að hafa spilað allan leikinn í kvöld? „Ég reyni bara að vera jákvæður og gera mitt besta og vera tilbúinn ef kallið kemur, en ég tek bara því hlutverki sem mér verður úthlutað,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Sjá meira
Það kom mörgum á óvart að sjá Hólmar Örn Eyjólfsson byrja í stöðu hægri bakvarðar í liði Íslands í vináttulandsleiknum gegn Gana í kvöld. Hólmar sjálfur vissi þó af áætlunum landsliðsþjálfarans. „Ég vissi að hann væri að gæla við þetta svo þetta kom mér ekki mikið á óvart. Tek því hlutverki sem mér er gefið og reyni að gera það eins vel og ég get,“ sagði Hólmar eftir leikinn í kvöld. Eftir að Ísland var 2-0 yfir í hálfleik var staðan 2-2 í leikslok. „Ég held þeir hafi viljað sjá mig og prófa mig þarna. Ég hef spilað þetta áður þó það séu þó nokkur ár síðan en ég held þeir þurfi að hafa „cover“ fyrir Birki og þurfa að sjá menn í alvöru leik fyrir það.“ En hvenær var það sem Hólmar spilaði síðast í hægri bakverðinum? „Ég held ég hafi spilað þarna einu sinni með Rosenborg, það var fyrir tveimur, þremur árum síðan.“ „Það er mjög þægilegt að spila bakvörð í þessu liði. Þú færð mikla hjálp frá Jóa og Kára, og Emma og Gylfa á miðjunni, og þér líður vel á vellinum.“ Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var ekki eins góður. Hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik? „Við duttum allt of djúpt og leyfðum þeim að vera með boltann allt of mikið. Hefðum átt að stíga fyrr í þá og það var erfitt þegar við vorum að vinna boltann í okkar vítateig með níu menn, þá var erfitt að verjast pressunni.“ „Við ætluðum að keyra á þá og halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik,“ sagði Hólmar aðspurður hvort liðið hafi ætlað að verja forskotið. „Ég veit ekki hvort þreyta eða eitthvað slíkt hafi spilað þar inn í.“ Íslenska liðið flýgur út til Rússlands á laugardaginn og mætir í stærsta verkefni íslenskrar fótboltasögu, HM í Rússlandi. Voru menn með það í huga í kvöld og hlífðu sér kannski meira en þeir hefðu gert í keppnisleik? „Við lögðum ekki upp með það. Það situr kannski í undirmeðvitundinni hjá mönnum að passa sig aðeins meira, ég veit það ekki. En það var ekki lagt upp með það, við ætluðum að gera þetta almennilega í dag. Við náum að gera það í fyrri hálfleik en það vantaði aðeins upp á í seinni hálfleik.“ Hólmar Örn er ekki einn af þeim sem hefur átt fast sæti í byrjunarliðinu síðustu ár. Gerir hann sér vonir um spilatíma í Rússlandi eftir að hafa spilað allan leikinn í kvöld? „Ég reyni bara að vera jákvæður og gera mitt besta og vera tilbúinn ef kallið kemur, en ég tek bara því hlutverki sem mér verður úthlutað,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42
Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18