Eiginmaður Kate Spade segir frá baráttu hennar við þunglyndi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2018 22:53 Hjónin Andy Spade og Kate Spade. vísir/getty Andy Spade, eiginmaður heimsfræga hönnuðarins Kate Spade, sem fannst látin á heimili sínu í New York í vikunni sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann greinir frá áralangri baráttu konu sinnar við kvíða og þunglyndi. Spade framdi sjálfsvíg á þriðjudag, 55 ára að aldri. Hún stofnaði tískuvörumerkið Kate Spade New York árið 1993 ásamt manni sínum og hannaði handtöskur sem urðu fjótt afar vinsælar í New York. Eiginmaður hennar segir að hann og dóttir þeirra séu harmi slegin vegna fráfalls Spade og að þau botni ekkert í lífinu án hennar. „Kate barðist við þunglyndi og kvíða í mörg ár. Hún var að leita sér hjálpar og vann náið með læknum sínum til að fá lækningu við þessum sjúkdómi sem tekur alltof mörg líf. Við töluðum við hana kvöldið áður og hún hljómaði hamingjusöm. Það var ekkert sem benti til þess að hún myndi gera þetta, engin aðvörun. Þetta er algjört sjokk. Þetta var augljóslega ekki hún heldur var hún að berjast við djöfla,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að þrátt fyrir að hjónin hafi ekki búið saman síðustu tíu mánuði þá hafi þau hist eða talað saman á hverjum degi. „Dóttir okkar var í algjörum forgangi hjá okkur báðum. Við vorum ekki skilin og ræddum aldrei skilnað. Við vorum bestu vinir og vorum að reyna að takast á við vandamál okkar á þann hátt sem við töldum bestan. Við vorum saman í 35 ár. Við elskuðum hvort annað mjög mikið og þurftum einfaldlega að taka pásu. Þetta er sannleikurinn. Allt annað sem gengur þarna úti núna er rangt,“ segir í yfirlýsingu eiginmanns Spade. Þá leggur hann áherslu á að hún hafi ekki verið að misnota eiturlyf eða áfengi. Tengdar fréttir Heimsfrægur hönnuður fannst látinn á heimili sínu Kate Valentine var 55 ára gömul þegar hún lést. 5. júní 2018 16:34 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira
Andy Spade, eiginmaður heimsfræga hönnuðarins Kate Spade, sem fannst látin á heimili sínu í New York í vikunni sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann greinir frá áralangri baráttu konu sinnar við kvíða og þunglyndi. Spade framdi sjálfsvíg á þriðjudag, 55 ára að aldri. Hún stofnaði tískuvörumerkið Kate Spade New York árið 1993 ásamt manni sínum og hannaði handtöskur sem urðu fjótt afar vinsælar í New York. Eiginmaður hennar segir að hann og dóttir þeirra séu harmi slegin vegna fráfalls Spade og að þau botni ekkert í lífinu án hennar. „Kate barðist við þunglyndi og kvíða í mörg ár. Hún var að leita sér hjálpar og vann náið með læknum sínum til að fá lækningu við þessum sjúkdómi sem tekur alltof mörg líf. Við töluðum við hana kvöldið áður og hún hljómaði hamingjusöm. Það var ekkert sem benti til þess að hún myndi gera þetta, engin aðvörun. Þetta er algjört sjokk. Þetta var augljóslega ekki hún heldur var hún að berjast við djöfla,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að þrátt fyrir að hjónin hafi ekki búið saman síðustu tíu mánuði þá hafi þau hist eða talað saman á hverjum degi. „Dóttir okkar var í algjörum forgangi hjá okkur báðum. Við vorum ekki skilin og ræddum aldrei skilnað. Við vorum bestu vinir og vorum að reyna að takast á við vandamál okkar á þann hátt sem við töldum bestan. Við vorum saman í 35 ár. Við elskuðum hvort annað mjög mikið og þurftum einfaldlega að taka pásu. Þetta er sannleikurinn. Allt annað sem gengur þarna úti núna er rangt,“ segir í yfirlýsingu eiginmanns Spade. Þá leggur hann áherslu á að hún hafi ekki verið að misnota eiturlyf eða áfengi.
Tengdar fréttir Heimsfrægur hönnuður fannst látinn á heimili sínu Kate Valentine var 55 ára gömul þegar hún lést. 5. júní 2018 16:34 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira
Heimsfrægur hönnuður fannst látinn á heimili sínu Kate Valentine var 55 ára gömul þegar hún lést. 5. júní 2018 16:34